Sólin Sólin Rís 03:55 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:59 • Sest 03:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:27 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 23:06 í Reykjavík

Hversu mikil er vindkælingin í miklu frosti og roki?

Veðurstofa Íslands

Það er staðreynd að tölur sem lesnar eru af hitamæli segja ekki alla söguna um það hversu mikið varmatap er hjá þeim sem eru á ferðinni úti við. Kuldi, sem er hættulítill í hægum vindi, getur orðið lífshættulegur sé jafnframt hvasst.

Á vef Veðurstofu Íslands er að finna töflu sem byggist á kanadískum rannsóknum á vindkælingu. Lesið er af töflunni með því að miða saman lofthitadálk og vindhraðalínu. Taflan er með litakóða sem sýnir hversu mikil áhrif vindkælingin hefur.

Vindkælingatafla með litakóða. Lesið er af töflunni með því að miða saman lofthitadálk og vindhraðalínu. Litirnir gefa til kynna hversu mikil áhrif vindkælingar eru.

Litakóðinn er útskýrður betur hér að neðan:
  • Lítil vindkæling: Lítil óþægindi vegna vindkælingar. Góður og þurr hlífðarklæðnaður nægir til að bægja óþægindum frá.
  • Nokkur vindkæling: Óþægindi vegna vindkælingar, lítil hætta á kali en þó er hætta á ofkælingu fyrir þá sem eru langtímum saman illa klæddir utandyra. Mikilvægt að klæðast hlýjum fatnaði með vind- og vatnsheldri flík yst. Húfa, vettlingar, trefill og auðvitað góður vatnsheldur skóbúnaður. Forðist hreyfingarleysi utandyra.
  • Mikil vindkæling: Veruleg óþægindi vegna vindkælingar. Óvarða húð getur kalið á 10 - 30 mínútum og hætta á ofkælingu fyrir þá sem eru illa klæddir utandyra. Mikilvægt að klæðast hlýjum fatnaði með vind- og vatnsheldri flík yst. Mikilvægt að húð sé ekki óvarin. Húfa, helst lambhúshetta sem hylur andlit, vettlingar, trefill og auðvitað góður, vel einangraður, vatnsheldur skóbúnaður. Forðist hreyfingarleysi utandyra.
  • Mjög mikil vindkæling: Óvarða húð getur kalið á 5 - 10 mínútum. Fylgist með doða og hvítum skellum á andliti og útlimum. Ofkæling hlýst af því að vera illa klæddur utandyra. Mikilvægt að klæðast hlýjum fatnaði með vind- og vatnsheldri flík yst. Hyljið bert skinn. Húfa, helst lambhúshetta sem hylur andlit, vettlingar, trefill, og auðvitað góður, vel einangraður, vatnsheldur skóbúnaður. Forðist hreyfingarleysi utandyra.
  • Hættuástand: Óvarða húð getur kalið á 2 - 5 mínútum. Mikil hætta á kali. Fylgist með doða og hvítum skellum á andliti og útlimum. Ofkæling hlýst af því að vera illa klæddur utandyra. Mikilvægt að klæðast hlýjum fatnaði með vind- og vatnsheldri flík yst. Hyljið bert skinn. Húfa, helst lambhúshetta sem hylur andlit, vettlingar, trefill og auðvitað góður, vel einangraður, vatnsheldur skóbúnaður. Forðist hreyfingarleysi utandyra. Verið reiðubúin að takmarka allar athafnir utandyra.

Þetta svar er unnið upp úr efni af vef Veðurstofu Íslands og birt með góðfúslegu leyfi.

Útgáfudagur

7.1.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Veðurstofa Íslands. „Hversu mikil er vindkælingin í miklu frosti og roki?“ Vísindavefurinn, 7. janúar 2011. Sótt 20. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=58164.

Veðurstofa Íslands. (2011, 7. janúar). Hversu mikil er vindkælingin í miklu frosti og roki? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58164

Veðurstofa Íslands. „Hversu mikil er vindkælingin í miklu frosti og roki?“ Vísindavefurinn. 7. jan. 2011. Vefsíða. 20. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58164>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu mikil er vindkælingin í miklu frosti og roki?
Það er staðreynd að tölur sem lesnar eru af hitamæli segja ekki alla söguna um það hversu mikið varmatap er hjá þeim sem eru á ferðinni úti við. Kuldi, sem er hættulítill í hægum vindi, getur orðið lífshættulegur sé jafnframt hvasst.

Á vef Veðurstofu Íslands er að finna töflu sem byggist á kanadískum rannsóknum á vindkælingu. Lesið er af töflunni með því að miða saman lofthitadálk og vindhraðalínu. Taflan er með litakóða sem sýnir hversu mikil áhrif vindkælingin hefur.

Vindkælingatafla með litakóða. Lesið er af töflunni með því að miða saman lofthitadálk og vindhraðalínu. Litirnir gefa til kynna hversu mikil áhrif vindkælingar eru.

Litakóðinn er útskýrður betur hér að neðan:
  • Lítil vindkæling: Lítil óþægindi vegna vindkælingar. Góður og þurr hlífðarklæðnaður nægir til að bægja óþægindum frá.
  • Nokkur vindkæling: Óþægindi vegna vindkælingar, lítil hætta á kali en þó er hætta á ofkælingu fyrir þá sem eru langtímum saman illa klæddir utandyra. Mikilvægt að klæðast hlýjum fatnaði með vind- og vatnsheldri flík yst. Húfa, vettlingar, trefill og auðvitað góður vatnsheldur skóbúnaður. Forðist hreyfingarleysi utandyra.
  • Mikil vindkæling: Veruleg óþægindi vegna vindkælingar. Óvarða húð getur kalið á 10 - 30 mínútum og hætta á ofkælingu fyrir þá sem eru illa klæddir utandyra. Mikilvægt að klæðast hlýjum fatnaði með vind- og vatnsheldri flík yst. Mikilvægt að húð sé ekki óvarin. Húfa, helst lambhúshetta sem hylur andlit, vettlingar, trefill og auðvitað góður, vel einangraður, vatnsheldur skóbúnaður. Forðist hreyfingarleysi utandyra.
  • Mjög mikil vindkæling: Óvarða húð getur kalið á 5 - 10 mínútum. Fylgist með doða og hvítum skellum á andliti og útlimum. Ofkæling hlýst af því að vera illa klæddur utandyra. Mikilvægt að klæðast hlýjum fatnaði með vind- og vatnsheldri flík yst. Hyljið bert skinn. Húfa, helst lambhúshetta sem hylur andlit, vettlingar, trefill, og auðvitað góður, vel einangraður, vatnsheldur skóbúnaður. Forðist hreyfingarleysi utandyra.
  • Hættuástand: Óvarða húð getur kalið á 2 - 5 mínútum. Mikil hætta á kali. Fylgist með doða og hvítum skellum á andliti og útlimum. Ofkæling hlýst af því að vera illa klæddur utandyra. Mikilvægt að klæðast hlýjum fatnaði með vind- og vatnsheldri flík yst. Hyljið bert skinn. Húfa, helst lambhúshetta sem hylur andlit, vettlingar, trefill og auðvitað góður, vel einangraður, vatnsheldur skóbúnaður. Forðist hreyfingarleysi utandyra. Verið reiðubúin að takmarka allar athafnir utandyra.

Þetta svar er unnið upp úr efni af vef Veðurstofu Íslands og birt með góðfúslegu leyfi....