Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hafa fjölmiðlar góð eða vond áhrif á viðhorf okkar til kynlífs?

Guðbjörg Hildur Kolbeins

Á undanförnum átta árum hefur orðið helmingsaukning á kynlífstengdri hegðun í bandarísku sjónvarpsefni. Frá árinu 1999 hefur Kaiser Family Foundation látið vinna fyrir sig skýrslur um kynlíf í bandarísku sjónvarpi og kom síðasta skýrsla út árið 2005. Niðurstöðurnar sýndu að kynlíf kemur nú fyrir á einn eða annan hátt í 70% bandarískra sjónvarpsþátta, en þessi tala var um 56% fyrir átta árum. Sögupersónur tala um kynlíf í 68% þáttanna en kynlífshegðun er sýnd í 35% þáttanna. Meðal sjónvarpsþátta í rannsókninni voru vinsælir bandarískir þættir sem einnig hafa verið sýndir hér á landi, svo sem The Simpsons, Desperate Housewifes, CSI, The O.C., Lost, That '70s Show og America's Next Top Model.

Rannsóknir á áhrifum kynlífs í fjölmiðlum hafa meðal annars beinst að ungu fólki þar sem talið hefur verið að fjölmiðlar geti haft mótandi áhrif á viðhorf og hegðun tiltölulega óþroskaðra unglinga. Niðurstöður flestra þessara rannsókna benda eindregið til að þetta sé rétt mat. Til dæmis má nefna að ein rannsókn sem gerð var á ungum karlmönnum sýndi að eftir að þeir sáu myndir af nöktum konum úr Playboy og Penthouse fannst þeim þeirra eigin kærustur vera minna kynæsandi en annars. Einnig er vitað að þeir sem horfa mikið á efni þar sem kynlíf kemur fyrir eru líklegri til að fá ranghugmyndir um kynlíf; þeir ofmeta oft tíðni kynlífs og ýmissar kynlífshegðunar meðal almennings, og hafa jákvæðara viðhorf til framhjáhalds.


Mikil umfjöllun fjölmiðla um kynlíf virðist hafa áhrif á viðhorf og hegðun ungs fólks. Málverk eftir Peter Becker (1984).

Ungt fólk lærir af því sem það sér í fjölmiðlum. Þeir sem leita til fjölmiðla eftir fyrirmyndum verða oft fyrir vonbrigðum með fyrstu reynslu sína af kynlífi. Þannig geta fjölmiðlar haft neikvæð áhrif á upplifun fólks af kynlífi og jafnvel hversu ánægt fólk er með eigin líkama. Jafnframt benda niðurstöður rannsókna til að unglingar sem horfa mikið á sjónvarpsefni með kynlífi byrji að stunda kynlíf fyrr en jafnaldrar þeirra.

Spurt var hvort að fjölmiðlar hefðu góð eða vond áhrif á viðhorf okkar til kynlífs. Þar sem rannsóknir á áhrifum kynlífs í fjölmiðlum hafa aðallega beinst að neikvæðum afleiðingum þess er fátt hægt að segja um góðu áhrifin. Þess má þó geta að ein rannsókn benti til að notkun para á léttu, erótísku efni kryddaði kynlíf þeirra.

Önnur skyld svör sama höfundar og mynd

Höfundur

doktor í fjölmiðlafræði

Útgáfudagur

19.4.2006

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Guðbjörg Hildur Kolbeins. „Hafa fjölmiðlar góð eða vond áhrif á viðhorf okkar til kynlífs?“ Vísindavefurinn, 19. apríl 2006, sótt 23. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5828.

Guðbjörg Hildur Kolbeins. (2006, 19. apríl). Hafa fjölmiðlar góð eða vond áhrif á viðhorf okkar til kynlífs? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5828

Guðbjörg Hildur Kolbeins. „Hafa fjölmiðlar góð eða vond áhrif á viðhorf okkar til kynlífs?“ Vísindavefurinn. 19. apr. 2006. Vefsíða. 23. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5828>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hafa fjölmiðlar góð eða vond áhrif á viðhorf okkar til kynlífs?
Á undanförnum átta árum hefur orðið helmingsaukning á kynlífstengdri hegðun í bandarísku sjónvarpsefni. Frá árinu 1999 hefur Kaiser Family Foundation látið vinna fyrir sig skýrslur um kynlíf í bandarísku sjónvarpi og kom síðasta skýrsla út árið 2005. Niðurstöðurnar sýndu að kynlíf kemur nú fyrir á einn eða annan hátt í 70% bandarískra sjónvarpsþátta, en þessi tala var um 56% fyrir átta árum. Sögupersónur tala um kynlíf í 68% þáttanna en kynlífshegðun er sýnd í 35% þáttanna. Meðal sjónvarpsþátta í rannsókninni voru vinsælir bandarískir þættir sem einnig hafa verið sýndir hér á landi, svo sem The Simpsons, Desperate Housewifes, CSI, The O.C., Lost, That '70s Show og America's Next Top Model.

Rannsóknir á áhrifum kynlífs í fjölmiðlum hafa meðal annars beinst að ungu fólki þar sem talið hefur verið að fjölmiðlar geti haft mótandi áhrif á viðhorf og hegðun tiltölulega óþroskaðra unglinga. Niðurstöður flestra þessara rannsókna benda eindregið til að þetta sé rétt mat. Til dæmis má nefna að ein rannsókn sem gerð var á ungum karlmönnum sýndi að eftir að þeir sáu myndir af nöktum konum úr Playboy og Penthouse fannst þeim þeirra eigin kærustur vera minna kynæsandi en annars. Einnig er vitað að þeir sem horfa mikið á efni þar sem kynlíf kemur fyrir eru líklegri til að fá ranghugmyndir um kynlíf; þeir ofmeta oft tíðni kynlífs og ýmissar kynlífshegðunar meðal almennings, og hafa jákvæðara viðhorf til framhjáhalds.


Mikil umfjöllun fjölmiðla um kynlíf virðist hafa áhrif á viðhorf og hegðun ungs fólks. Málverk eftir Peter Becker (1984).

Ungt fólk lærir af því sem það sér í fjölmiðlum. Þeir sem leita til fjölmiðla eftir fyrirmyndum verða oft fyrir vonbrigðum með fyrstu reynslu sína af kynlífi. Þannig geta fjölmiðlar haft neikvæð áhrif á upplifun fólks af kynlífi og jafnvel hversu ánægt fólk er með eigin líkama. Jafnframt benda niðurstöður rannsókna til að unglingar sem horfa mikið á sjónvarpsefni með kynlífi byrji að stunda kynlíf fyrr en jafnaldrar þeirra.

Spurt var hvort að fjölmiðlar hefðu góð eða vond áhrif á viðhorf okkar til kynlífs. Þar sem rannsóknir á áhrifum kynlífs í fjölmiðlum hafa aðallega beinst að neikvæðum afleiðingum þess er fátt hægt að segja um góðu áhrifin. Þess má þó geta að ein rannsókn benti til að notkun para á léttu, erótísku efni kryddaði kynlíf þeirra.

Önnur skyld svör sama höfundar og mynd

...