Sólin Sólin Rís 03:55 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:59 • Sest 03:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:27 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 23:06 í Reykjavík

Hvernig er stéttakerfi Hindúa?

Haraldur Ólafsson mannfræðingur

Erfðastéttir hindúa eru innvenslaðir hópar, sem raðað er í tignarröð og tengdust áður tilteknum störfum og gera það að nokkru leyti enn. Aðalskiptingin var í fjórar stéttir sem raðað var eftir tign og virðingu. Þær voru Brahmina, Ksatrya, Vasaya og Sudra. Fimmta hópinn mynduðu svo hinir ósnertanlegu, oft kallaðir Paría í ritum í seinni tíð.

Brahmina voru æðsta stéttin og hin göfugasta. Upphaflega munu þeir hafa haft á hendi þjónustu við guðina, fært fórnir og verið nokkurs konar milligöngumenn guða og manna. Ksatrya vory hermenn og valdsmenn sem stjórnuðu þjóðum. Vasaya voru kaupmenn og iðnaðarmenn en til Sudra töldust bændur og margir handiðnaðarmenn. Lægstir voru svo hinir ósnertanlegu. Þeir voru raunverulega utan allra stétta. Meðal hinna ósnertanlegu voru þeir sem unnu við "óhrein" störf, til dæmis sútun, leðurvinnu og götusópun.

Fastar reglur giltu um samskipti stéttanna. Meginregla var að leita yrði sér maka innan eigin stéttar. Einnig var algengt að menn mættu ekki snæða með fólki af annarri stétt, jafnvel ekki þiggja mat eða drykk af hverjum sem var. Venjulega var þó leyfilegt að þiggja góðgjörðir af þeim sem voru af æðri stétt en viðkomandi en alls ekki af fólki af lægri stétt. Einkum voru strangar reglur um samskipti hinna ósnertanlegu við æðri stéttirnar. Þeir urðu að nota vatn úr öðrum uppsprettum en fólk af erfðastéttum og jafnvel að búa í sérstökum þorpum eða hverfum.

Innan hverrar erfðastéttar voru fjölmargar undirstéttir og voru oft margvíslegar hindranir í samskiptum slíkra undirstétta, ekki síður en milli aðalstéttanna.


Mikill munur var á möguleikum og lífsgæðum hinna hæst settu (t.v.) og hinna lægst settu (t.h.).

Erfðastéttirnar gegndu vissulega efnahagslegu hlutverki. Slíkt kerfi tryggði atvinnu og hindraði að einn fengist við það sem öðrum var ætlað.

Fræðimenn eru ekki á eitt sáttir um uppruna erfðastéttanna. Það var lengi almenn skoðun að þær hefðu orðið til eftir að aríar fluttu inn á indverska meginlandið fyrir um það bil 3500 árum. Tilgátan var sú að innrásarmenn hefðu ekki viljað blandast þeim þjóðum sem fyrir voru í landinu og upp úr því hafi stéttirnar myndast. Aðrir halda því fram að þessi stéttaskipting hafi verið komin til fyrir innrásina.

Erfðastéttakerfið á Indlandi hefur verið afnumið með lögum og eru öllum þegnum lýðveldisins ætlaðar sömu skyldur og sömu réttindi. Ghandi, sem hvað ríkastan þátt átti í að Indland varð sjálfstætt ríki, endurskoðaði marga forna siði og hugmyndir, og barðist fyrir afnámi erfðastéttakerfisins og taldi það undirrót margs ills. Þetta kerfi, sem staðið hefur óhaggað um þúsundir ára, er þó flóknara en svo að hægt sé að afnema það með einu pennastriki. Þjóðfélagið allt er gagnsýrt hugmyndum sem tengjast erfðastéttunum og mannlegum samskiptum sem byggjast á því. Þess vegna er erfitt að vita hvenær skuli notuð nútíð og hvenær þátíð þegar fjallað er um erfðastéttir á Indlandi.

Mynd: "Extremes of the Caste System," Birt með leyfi Center for the Study of the Life and Work of William Carey, D.D. (1761-1834), William Carey College, Hattiesburg, Mississippi, USA.

http://www.wmcarey.edu/carey/

Höfundur

Haraldur Ólafsson mannfræðingur

fyrrv. prófessor í mannfræði við HÍ

Útgáfudagur

21.4.2006

Spyrjandi

Ingunn Haraldsdóttir

Tilvísun

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. „Hvernig er stéttakerfi Hindúa?“ Vísindavefurinn, 21. apríl 2006. Sótt 20. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5833.

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. (2006, 21. apríl). Hvernig er stéttakerfi Hindúa? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5833

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. „Hvernig er stéttakerfi Hindúa?“ Vísindavefurinn. 21. apr. 2006. Vefsíða. 20. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5833>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er stéttakerfi Hindúa?
Erfðastéttir hindúa eru innvenslaðir hópar, sem raðað er í tignarröð og tengdust áður tilteknum störfum og gera það að nokkru leyti enn. Aðalskiptingin var í fjórar stéttir sem raðað var eftir tign og virðingu. Þær voru Brahmina, Ksatrya, Vasaya og Sudra. Fimmta hópinn mynduðu svo hinir ósnertanlegu, oft kallaðir Paría í ritum í seinni tíð.

Brahmina voru æðsta stéttin og hin göfugasta. Upphaflega munu þeir hafa haft á hendi þjónustu við guðina, fært fórnir og verið nokkurs konar milligöngumenn guða og manna. Ksatrya vory hermenn og valdsmenn sem stjórnuðu þjóðum. Vasaya voru kaupmenn og iðnaðarmenn en til Sudra töldust bændur og margir handiðnaðarmenn. Lægstir voru svo hinir ósnertanlegu. Þeir voru raunverulega utan allra stétta. Meðal hinna ósnertanlegu voru þeir sem unnu við "óhrein" störf, til dæmis sútun, leðurvinnu og götusópun.

Fastar reglur giltu um samskipti stéttanna. Meginregla var að leita yrði sér maka innan eigin stéttar. Einnig var algengt að menn mættu ekki snæða með fólki af annarri stétt, jafnvel ekki þiggja mat eða drykk af hverjum sem var. Venjulega var þó leyfilegt að þiggja góðgjörðir af þeim sem voru af æðri stétt en viðkomandi en alls ekki af fólki af lægri stétt. Einkum voru strangar reglur um samskipti hinna ósnertanlegu við æðri stéttirnar. Þeir urðu að nota vatn úr öðrum uppsprettum en fólk af erfðastéttum og jafnvel að búa í sérstökum þorpum eða hverfum.

Innan hverrar erfðastéttar voru fjölmargar undirstéttir og voru oft margvíslegar hindranir í samskiptum slíkra undirstétta, ekki síður en milli aðalstéttanna.


Mikill munur var á möguleikum og lífsgæðum hinna hæst settu (t.v.) og hinna lægst settu (t.h.).

Erfðastéttirnar gegndu vissulega efnahagslegu hlutverki. Slíkt kerfi tryggði atvinnu og hindraði að einn fengist við það sem öðrum var ætlað.

Fræðimenn eru ekki á eitt sáttir um uppruna erfðastéttanna. Það var lengi almenn skoðun að þær hefðu orðið til eftir að aríar fluttu inn á indverska meginlandið fyrir um það bil 3500 árum. Tilgátan var sú að innrásarmenn hefðu ekki viljað blandast þeim þjóðum sem fyrir voru í landinu og upp úr því hafi stéttirnar myndast. Aðrir halda því fram að þessi stéttaskipting hafi verið komin til fyrir innrásina.

Erfðastéttakerfið á Indlandi hefur verið afnumið með lögum og eru öllum þegnum lýðveldisins ætlaðar sömu skyldur og sömu réttindi. Ghandi, sem hvað ríkastan þátt átti í að Indland varð sjálfstætt ríki, endurskoðaði marga forna siði og hugmyndir, og barðist fyrir afnámi erfðastéttakerfisins og taldi það undirrót margs ills. Þetta kerfi, sem staðið hefur óhaggað um þúsundir ára, er þó flóknara en svo að hægt sé að afnema það með einu pennastriki. Þjóðfélagið allt er gagnsýrt hugmyndum sem tengjast erfðastéttunum og mannlegum samskiptum sem byggjast á því. Þess vegna er erfitt að vita hvenær skuli notuð nútíð og hvenær þátíð þegar fjallað er um erfðastéttir á Indlandi.

Mynd: "Extremes of the Caste System," Birt með leyfi Center for the Study of the Life and Work of William Carey, D.D. (1761-1834), William Carey College, Hattiesburg, Mississippi, USA.

http://www.wmcarey.edu/carey/...