Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Af hverju þarf að stilla efnajöfnur?

ÍDÞ

Í svari Einars Arnar Þorvaldssonar við spurningunni Hvernig skrifar maður og stillir efnajöfnu? kemur meðal annars eftirfarandi fram:
Efnajöfnur eru notaðar til að lýsa þeim breytingum sem verða í efnahvörfum, það er að segja þegar tiltekin efnasambönd breytast í önnur. Sem dæmi getum við tekið óstöðugu sameindina N2O5 sem brotnar niður í NO2 og O2 við herbergishita. Þessu má lýsa með efnajöfnunni:

N2O5 --> NO2 + O2

Þar sem N2O5 brotnar niður er það kallað hvarfefni en NO2 og O2 myndast og eru því myndefni.

Gallinn við þessa efnajöfnu er hins vegar sá að hún er ekki stillt. Efnajafna er sögð vera stillt ef sami fjöldi frumeinda hvers efnis er í hvarfefnum og myndefnum. Við sjáum að í jöfnunni okkar eru tvær niturfrumeindir vinstra megin en aðeins ein hægra megin. Þá eru fimm súrefnisfrumeindir vinstra megin en aðeins fjórar hægra megin.

Eins og fram kemur hér að ofan er kjarni málsins sá að í venjulegum efnahvörfum er fjöldi frumeinda hvers frumefnis sá sami fyrir og eftir efnahvarfið. Með öðrum orðum, frumeindirnar í hvarfefnunum hverfa ekki, þær raða sér bara öðruvísi upp og mynda þannig önnur efnasambönd. Óstillt efnajafna segir okkur einungis hvaða hvarfefni og myndefni eru til staðar á meðan að stillt efnajafna gefur einnig til kynna hversu mikið er af hverju hvarfefni og myndefni.

Heimfærum þetta á daglega lífið. Ostasamloka samanstendur af tveimur brauðsneiðum og einni ostsneið. Við ætlum að búa til 3 ostasamlokur en höfum einungis 3 brauðsneiðar og 1 ostsneið. Það er því ljóst að ekki er unnt að búa til 3 ostasamlokur. Óstillt efnajafna fyrir myndun þessara ostasamloka er eftirfarandi:

3 brauðsneiðar + 1 ostsneið → 3 samlokur

Til að dæmið okkar gangi upp þarf að margfalda brauðsneiðarnar með 2 og ostsneiðina með 3. Þá fáum við eftirfarandi efnajöfnu:

6 brauðsneiðar + 3 ostsneiðar → 3 samlokur

Nú höfum við stillt jöfnuna og sjáum að til þess að búa til 3 samlokur þurfum við 6 brauðsneiðar og 3 ostsneiðar.

Höfundur

Útgáfudagur

20.9.2013

Spyrjandi

Ari Alexander Fernandes, f. 1997

Tilvísun

ÍDÞ. „Af hverju þarf að stilla efnajöfnur?“ Vísindavefurinn, 20. september 2013. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=58362.

ÍDÞ. (2013, 20. september). Af hverju þarf að stilla efnajöfnur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58362

ÍDÞ. „Af hverju þarf að stilla efnajöfnur?“ Vísindavefurinn. 20. sep. 2013. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58362>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju þarf að stilla efnajöfnur?
Í svari Einars Arnar Þorvaldssonar við spurningunni Hvernig skrifar maður og stillir efnajöfnu? kemur meðal annars eftirfarandi fram:

Efnajöfnur eru notaðar til að lýsa þeim breytingum sem verða í efnahvörfum, það er að segja þegar tiltekin efnasambönd breytast í önnur. Sem dæmi getum við tekið óstöðugu sameindina N2O5 sem brotnar niður í NO2 og O2 við herbergishita. Þessu má lýsa með efnajöfnunni:

N2O5 --> NO2 + O2

Þar sem N2O5 brotnar niður er það kallað hvarfefni en NO2 og O2 myndast og eru því myndefni.

Gallinn við þessa efnajöfnu er hins vegar sá að hún er ekki stillt. Efnajafna er sögð vera stillt ef sami fjöldi frumeinda hvers efnis er í hvarfefnum og myndefnum. Við sjáum að í jöfnunni okkar eru tvær niturfrumeindir vinstra megin en aðeins ein hægra megin. Þá eru fimm súrefnisfrumeindir vinstra megin en aðeins fjórar hægra megin.

Eins og fram kemur hér að ofan er kjarni málsins sá að í venjulegum efnahvörfum er fjöldi frumeinda hvers frumefnis sá sami fyrir og eftir efnahvarfið. Með öðrum orðum, frumeindirnar í hvarfefnunum hverfa ekki, þær raða sér bara öðruvísi upp og mynda þannig önnur efnasambönd. Óstillt efnajafna segir okkur einungis hvaða hvarfefni og myndefni eru til staðar á meðan að stillt efnajafna gefur einnig til kynna hversu mikið er af hverju hvarfefni og myndefni.

Heimfærum þetta á daglega lífið. Ostasamloka samanstendur af tveimur brauðsneiðum og einni ostsneið. Við ætlum að búa til 3 ostasamlokur en höfum einungis 3 brauðsneiðar og 1 ostsneið. Það er því ljóst að ekki er unnt að búa til 3 ostasamlokur. Óstillt efnajafna fyrir myndun þessara ostasamloka er eftirfarandi:

3 brauðsneiðar + 1 ostsneið → 3 samlokur

Til að dæmið okkar gangi upp þarf að margfalda brauðsneiðarnar með 2 og ostsneiðina með 3. Þá fáum við eftirfarandi efnajöfnu:

6 brauðsneiðar + 3 ostsneiðar → 3 samlokur

Nú höfum við stillt jöfnuna og sjáum að til þess að búa til 3 samlokur þurfum við 6 brauðsneiðar og 3 ostsneiðar.

...