Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað geta ísbirnir orðið gamlir?

JMH

Ísbirnir (Ursus maritimus) verða ekki mjög langlífir í villtri náttúru en þó geta þeir vænst svipuðum aldri og aðrir birnir.Þessi ísbjörn þarf vart að vænta þess að ná mikið hærri aldri en 15 árum.

Samkvæmt rannsóknum verður aðeins lítill hluti stofnsins 15 ára eða eldri. Eldri birnir hafa þó fundist þar af þó nokkrir sem hafa náð meira en 25 ára aldri. Sá elsti reyndist vera 32 ára gamall. Hann var hins vegar ekki elsti ísbjörn sem sögur fara af því ísbirnir geta náð hærri aldri í dýragörðum. Elsti ísbjörn sem vitað er um var í dýragarðinum í Detroit í Bandaríkjunum og náði hann 41 árs aldri.

Þess má geta að birnurnar verða kynþroska við 4 til 5 ára aldur en karldýrin ekki fyrr en um eða eftir 8 ára aldur.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um ísbirni eftir sama höfund, til dæmis:

Heimildir og mynd:
  • Latinen, K., 1987. Longevity and fertility of the polar bear, Ursus maritimus Phipps, in captivity. Zool. Garten 57: 197-199.
  • Ramsay, M.A. og I. Stirling, 1988. Reproductive Biology and Ecology of Female Polar bears (Ursus maritimus). Journal of Zoology 214: 601-634.
  • Mynd: Environment Canada - ljósmyndari: Dan Crosbie

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

25.4.2006

Spyrjandi

Anna Jónsdóttir, f. 1994

Efnisorð

Tilvísun

JMH. „Hvað geta ísbirnir orðið gamlir?“ Vísindavefurinn, 25. apríl 2006. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5840.

JMH. (2006, 25. apríl). Hvað geta ísbirnir orðið gamlir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5840

JMH. „Hvað geta ísbirnir orðið gamlir?“ Vísindavefurinn. 25. apr. 2006. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5840>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað geta ísbirnir orðið gamlir?
Ísbirnir (Ursus maritimus) verða ekki mjög langlífir í villtri náttúru en þó geta þeir vænst svipuðum aldri og aðrir birnir.Þessi ísbjörn þarf vart að vænta þess að ná mikið hærri aldri en 15 árum.

Samkvæmt rannsóknum verður aðeins lítill hluti stofnsins 15 ára eða eldri. Eldri birnir hafa þó fundist þar af þó nokkrir sem hafa náð meira en 25 ára aldri. Sá elsti reyndist vera 32 ára gamall. Hann var hins vegar ekki elsti ísbjörn sem sögur fara af því ísbirnir geta náð hærri aldri í dýragörðum. Elsti ísbjörn sem vitað er um var í dýragarðinum í Detroit í Bandaríkjunum og náði hann 41 árs aldri.

Þess má geta að birnurnar verða kynþroska við 4 til 5 ára aldur en karldýrin ekki fyrr en um eða eftir 8 ára aldur.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um ísbirni eftir sama höfund, til dæmis:

Heimildir og mynd:
  • Latinen, K., 1987. Longevity and fertility of the polar bear, Ursus maritimus Phipps, in captivity. Zool. Garten 57: 197-199.
  • Ramsay, M.A. og I. Stirling, 1988. Reproductive Biology and Ecology of Female Polar bears (Ursus maritimus). Journal of Zoology 214: 601-634.
  • Mynd: Environment Canada - ljósmyndari: Dan Crosbie
...