Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Vaxa augnhár aftur, til dæmis ef fólk lendir í bruna og augnhárin sviðna?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvað eru augnhárin lengi að vaxa?

Við missum öll stök augnhár annað slagið. Yfirleitt vaxa þau aftur á 4-8 vikum. Eftir því sem aldurinn færist yfir verða augnhárin þynnri en það er eðlilegt.

Margar ástæður geta verið fyrir óeðlilegum augnháramissi. Þar með talið eru margs konar sýkingar, bæði af völdum örvera og sníkjudýra. Ef augnhár hefur losnað vegna sýkingar í hársekk og bólguviðbragða í kjölfarið getur farið svo að hársekkurinn skemmist varanlega og þar með vefurinn sem myndar augnhár. Þá vex hárið ekki aftur og eftir verður ör þar sem hár ætti að vera. Ef augnhárin verða fyrir bruna ættu þau að vaxa aftur nema ef bruninn hefur náð til augnlokanna og skemmt hársekkina.



Missi maður augnhár skyndilega og í klumpum gæti verið um sjálfsofnæmissjúkdóm að ræða sem kallast blettaskalli (e. alopecia areata). Oftast kemur hann fram á höfðinu en einnig er þekkt að hann komi fram á augabrúnum og augnhárum. Sé þetta orsök augnháramissis koma þau ekki til með að vaxa aftur. Þótt engin lækning sé til er þó hægt að fá kortisónsprautur til að fyrirbyggja frekari missi. Svipað hárlos getur enn fremur stafað af vanvirkum skjaldkirtli. Með lyfjameðferð við vanvirkum skjaldkirtli má koma í veg fyrir frekara los.

Á Vísindavefnum hefur áður verið fjallað um augnhár í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Til hvers eru augnhár? Einnig má benda á svar Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvort er réttara að segja augabrúnir eða augabrýr í fleirtölu?

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

26.4.2006

Spyrjandi

Salka Sól
Sigrún Jónsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Vaxa augnhár aftur, til dæmis ef fólk lendir í bruna og augnhárin sviðna?“ Vísindavefurinn, 26. apríl 2006. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5842.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2006, 26. apríl). Vaxa augnhár aftur, til dæmis ef fólk lendir í bruna og augnhárin sviðna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5842

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Vaxa augnhár aftur, til dæmis ef fólk lendir í bruna og augnhárin sviðna?“ Vísindavefurinn. 26. apr. 2006. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5842>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Vaxa augnhár aftur, til dæmis ef fólk lendir í bruna og augnhárin sviðna?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Hvað eru augnhárin lengi að vaxa?

Við missum öll stök augnhár annað slagið. Yfirleitt vaxa þau aftur á 4-8 vikum. Eftir því sem aldurinn færist yfir verða augnhárin þynnri en það er eðlilegt.

Margar ástæður geta verið fyrir óeðlilegum augnháramissi. Þar með talið eru margs konar sýkingar, bæði af völdum örvera og sníkjudýra. Ef augnhár hefur losnað vegna sýkingar í hársekk og bólguviðbragða í kjölfarið getur farið svo að hársekkurinn skemmist varanlega og þar með vefurinn sem myndar augnhár. Þá vex hárið ekki aftur og eftir verður ör þar sem hár ætti að vera. Ef augnhárin verða fyrir bruna ættu þau að vaxa aftur nema ef bruninn hefur náð til augnlokanna og skemmt hársekkina.



Missi maður augnhár skyndilega og í klumpum gæti verið um sjálfsofnæmissjúkdóm að ræða sem kallast blettaskalli (e. alopecia areata). Oftast kemur hann fram á höfðinu en einnig er þekkt að hann komi fram á augabrúnum og augnhárum. Sé þetta orsök augnháramissis koma þau ekki til með að vaxa aftur. Þótt engin lækning sé til er þó hægt að fá kortisónsprautur til að fyrirbyggja frekari missi. Svipað hárlos getur enn fremur stafað af vanvirkum skjaldkirtli. Með lyfjameðferð við vanvirkum skjaldkirtli má koma í veg fyrir frekara los.

Á Vísindavefnum hefur áður verið fjallað um augnhár í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Til hvers eru augnhár? Einnig má benda á svar Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvort er réttara að segja augabrúnir eða augabrýr í fleirtölu?

Heimildir og mynd:...