Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað merkir nafnaendingin -þrasir?

Ásgeir Blöndal Magnússon tengir í Íslenskri orðsifjabók (1989:1189–1190) –þrasir í nöfnunum Dolgþrasir, Lífþrasir og Mögþrasir sögninni að þrasa ‛þjarka, þrefa, þrátta; †æða, fara hratt; fnæsa’. Af henni er leitt nafnorðið þras ‛þræta, þjark, hávaði’. Af sama toga telur hann kvenmannsnafnið Hlífþrasa í Fjölsvinnsmálum, Óðinsheitið Þrasarr, karlmannsnafnið Þrasi, dvergsheitið Þrasir og kvenmannsnafnið Þraslaug.

Ásgeir telur að stofninn þras- merki annars vegar ‛fnæsa, þrátta’ og hins vegar ‛æða fram’. Hugsanlega hafi blandast saman tvær indóevrópskar rætur, annars vegar *trēs- ‛skjálfa’, samanber grísku tréō ‛titra …’ og lat. terrēre ‛hræða’ og hins vegar trē-s- ‛blása, fnæsa’.

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:

Hvað merkir nafnaendingin -þrasir? Samanber Lífþrasir, Dolgþrasir og svo framvegis.

Útgáfudagur

30.3.2011

Spyrjandi

Björn Bjarnsteinsson, f. 1992

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir nafnaendingin -þrasir?“ Vísindavefurinn, 30. mars 2011. Sótt 20. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=58488.

Guðrún Kvaran. (2011, 30. mars). Hvað merkir nafnaendingin -þrasir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58488

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir nafnaendingin -þrasir?“ Vísindavefurinn. 30. mar. 2011. Vefsíða. 20. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58488>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ingibjörg V. Kaldalóns

1968

Ingibjörg V. Kaldalóns er lektor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið HÍ. Í rannsóknum sínum hefur Ingibjörg einkum beint sjónum að starfsháttum í grunnskólum, velfarnaði nemenda og kennara í skólastarfi og hvernig hagnýta megi rannsóknir jákvæðrar sálfræði í uppeldi og menntastarfi.