Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Hvað er eiginlega LUK, það sem kallað er GIS á ensku?

Bergþór Jónsson

LUK stendur fyrir landfræðilegt upplýsingakerfi sem á ensku kallast Geographical Information System eða GIS. Hugtakið er notað yfir alla miðla (til dæmis kort) sem lýsa dreifingu fyrirbæra um ákveðið svæði jarðar. -- Síðustu ár hefur hugtakið LUK einkum verið notað yfir tölvuvædda gagnagrunna sem innihalda stafræn kort og kortatengdar upplýsingar sem síðan er unnið úr með tölvu og LUK-forritum (til dæmis ArcInfo, ArcView og MapInfo).


LUK-forrit skiptast í þrjár einingar: kortagerð, gagnagrunn og úrvinnslu. Kortagerðareiningin inniheldur hefðbundnar kortaupplýsingar, gagnagrunnurinn inniheldur ýmis tölfræðileg og skrifleg gögn varðandi það sem fram kemur á kortinu, og úrvinnslueiningin vinnur úr gögnunum. Þannig geymir LUK svæðisbundnar upplýsingar sem tiltölulega einfalt er að meðhöndla, geyma og endurnýja í tölvum.

Sem dæmi mætti nefna að Orkustofnun vinnur nú öll sín jarðfræðikort í LUK-forritum og einnig mætti nefna LUKR, Landupplýsingakerfi Reykjavíkur, sem geymir allar upplýsingar um götur, lóðir, hús, vatns-, rafmagns-, hita- og símalagnir í Reykjavík.

Helsta heimild:

Vefsíða á íslensku hjá Albert Sigurðssyni við Háskólann í Turku í Finnlandi.

Höfundur

framhaldsnemi í tölvunarfræði við DTU

Útgáfudagur

28.6.2000

Spyrjandi

Smári Ólafsson

Efnisorð

Tilvísun

Bergþór Jónsson. „Hvað er eiginlega LUK, það sem kallað er GIS á ensku?“ Vísindavefurinn, 28. júní 2000. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=585.

Bergþór Jónsson. (2000, 28. júní). Hvað er eiginlega LUK, það sem kallað er GIS á ensku? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=585

Bergþór Jónsson. „Hvað er eiginlega LUK, það sem kallað er GIS á ensku?“ Vísindavefurinn. 28. jún. 2000. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=585>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er eiginlega LUK, það sem kallað er GIS á ensku?
LUK stendur fyrir landfræðilegt upplýsingakerfi sem á ensku kallast Geographical Information System eða GIS. Hugtakið er notað yfir alla miðla (til dæmis kort) sem lýsa dreifingu fyrirbæra um ákveðið svæði jarðar. -- Síðustu ár hefur hugtakið LUK einkum verið notað yfir tölvuvædda gagnagrunna sem innihalda stafræn kort og kortatengdar upplýsingar sem síðan er unnið úr með tölvu og LUK-forritum (til dæmis ArcInfo, ArcView og MapInfo).


LUK-forrit skiptast í þrjár einingar: kortagerð, gagnagrunn og úrvinnslu. Kortagerðareiningin inniheldur hefðbundnar kortaupplýsingar, gagnagrunnurinn inniheldur ýmis tölfræðileg og skrifleg gögn varðandi það sem fram kemur á kortinu, og úrvinnslueiningin vinnur úr gögnunum. Þannig geymir LUK svæðisbundnar upplýsingar sem tiltölulega einfalt er að meðhöndla, geyma og endurnýja í tölvum.

Sem dæmi mætti nefna að Orkustofnun vinnur nú öll sín jarðfræðikort í LUK-forritum og einnig mætti nefna LUKR, Landupplýsingakerfi Reykjavíkur, sem geymir allar upplýsingar um götur, lóðir, hús, vatns-, rafmagns-, hita- og símalagnir í Reykjavík.

Helsta heimild:

Vefsíða á íslensku hjá Albert Sigurðssyni við Háskólann í Turku í Finnlandi.

...