Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju varpast skuggar ekki í lit?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Flestir hlutir kringum okkur lýsa ekki af eigin rammleik og eru einungis sýnilegir af því að ljós frá lýsandi hlutum skín á þá og þeir endurkasta því. Það er þetta endurkastaða ljós sem við sjáum síðan frá þessum hlutum.

Venjulegt ljós sem lýsir upp umhverfi okkar, til dæmis sólarljós eða ljós frá venjulegum rafljósum, er yfirleitt hvítt. Það merkir meðal annars að í því eru allir „regnbogans litir“ eins og stundum er sagt, það er að segja fjólublátt, blátt, grænt, gult, appelsínugult, rautt og allt þar á milli.

Þegar við segjum að tiltekinn hlutur hafi ákveðinn lit, til dæmis að grasið sé grænt, þá þýðir það í raun og veru að hluturinn endurkasti þessum lit framar öðrum þegar hvítt ljós skín á hann. Með því að láta sterkt litað ljós skína á hlutinn getum við hins vegar fengið hann til að sýna hvaða lit sem er. Ef hreint rautt ljós skín á gras fær það ekkert grænt ljós til að endurkasta og verður því rautt eins og aðrir hlutir sem verða fyrir þess konar ljósi.



Skuggi er í raun skortur á ljósi eða lýsingu. Þar er því lítið eða ekkert endurkast og við sjáum enga eða daufa liti.

Skuggi myndast af því að ekkert ljós fellur á flötinn þar sem skugginn er, eða að minnsta kosti talsvert minna en á umhverfið. Flöturinn endurkastar þá líka litlu sem engu ljósi og hefur því engan eða daufan lit.

Ef við hugsum okkur um rifjast það líka upp að stundum er rökkur eða næstum því myrkur í herbergi en við sjáum samt móta fyrir hlutunum þar inni. Þeir hafa þá enga liti af því að ljósið er ekki nógu mikið til að gefa þeim lit, það er að segja til þess að augun í okkur skynji liti í daufu ljósinu frá þeim.

Höfundur þakkar Ara Ólafssyni yfirlestur og góðar athugasemdir.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um liti, ljós og skugga, til dæmis:

Mynd: Jerome Bump

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

2.5.2006

Spyrjandi

Kristín Jóhanna
Aðalsteinsdóttir, f. 1993

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju varpast skuggar ekki í lit?“ Vísindavefurinn, 2. maí 2006, sótt 14. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5853.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2006, 2. maí). Af hverju varpast skuggar ekki í lit? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5853

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju varpast skuggar ekki í lit?“ Vísindavefurinn. 2. maí. 2006. Vefsíða. 14. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5853>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju varpast skuggar ekki í lit?
Flestir hlutir kringum okkur lýsa ekki af eigin rammleik og eru einungis sýnilegir af því að ljós frá lýsandi hlutum skín á þá og þeir endurkasta því. Það er þetta endurkastaða ljós sem við sjáum síðan frá þessum hlutum.

Venjulegt ljós sem lýsir upp umhverfi okkar, til dæmis sólarljós eða ljós frá venjulegum rafljósum, er yfirleitt hvítt. Það merkir meðal annars að í því eru allir „regnbogans litir“ eins og stundum er sagt, það er að segja fjólublátt, blátt, grænt, gult, appelsínugult, rautt og allt þar á milli.

Þegar við segjum að tiltekinn hlutur hafi ákveðinn lit, til dæmis að grasið sé grænt, þá þýðir það í raun og veru að hluturinn endurkasti þessum lit framar öðrum þegar hvítt ljós skín á hann. Með því að láta sterkt litað ljós skína á hlutinn getum við hins vegar fengið hann til að sýna hvaða lit sem er. Ef hreint rautt ljós skín á gras fær það ekkert grænt ljós til að endurkasta og verður því rautt eins og aðrir hlutir sem verða fyrir þess konar ljósi.



Skuggi er í raun skortur á ljósi eða lýsingu. Þar er því lítið eða ekkert endurkast og við sjáum enga eða daufa liti.

Skuggi myndast af því að ekkert ljós fellur á flötinn þar sem skugginn er, eða að minnsta kosti talsvert minna en á umhverfið. Flöturinn endurkastar þá líka litlu sem engu ljósi og hefur því engan eða daufan lit.

Ef við hugsum okkur um rifjast það líka upp að stundum er rökkur eða næstum því myrkur í herbergi en við sjáum samt móta fyrir hlutunum þar inni. Þeir hafa þá enga liti af því að ljósið er ekki nógu mikið til að gefa þeim lit, það er að segja til þess að augun í okkur skynji liti í daufu ljósinu frá þeim.

Höfundur þakkar Ara Ólafssyni yfirlestur og góðar athugasemdir.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um liti, ljós og skugga, til dæmis:

Mynd: Jerome Bump...