Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Getur þú sagt mér allt um trúðfiska?

Jón Már Halldórsson

Alls eru þekktar um 25 tegundir innan ættkvíslarinnar Amphiprion eða trúðfiska og finnast langflestar þeirra í hitabeltissjó.

Hinn eiginlegi trúðfiskur (Amphiprion percula), sem stundum nefnist einnig anemónufiskur, er appelsínugulur með þrjár breiðar hvítar rendur. Hann er frekar smár og verður vart meira en 8 cm á lengd.

Trúðfiskurinn finnst oftast í nánu sambýli við sæfífla, sérstaklega af tegundunum Stichodactyla gigantea sem vex innan í kóralsvæðum og Hererctis magnifica. Bæði trúðfiskurinn og sæfífillinn njóta góðs af þessu sambýli, sá fyrrnefndi fær skjól gegn ránfiskum en í staðinn fjarlægir hann úrgang og rusl af sæfíflinum og eykur þannig súrefnisupptöku hans.



Trúðfiskar lifa í nánu sambýli við sæfífla

Trúðfiskurinn finnst um allt kórallarifið mikla undan austurströnd Ástralíu, stærsta kórallarifi í heimi. Hann finnst einnig víða í Melanesíu í Kyrrahafinu og ef til vill víðar á þessu víðlenda hafsvæði. Líkt og aðrir fiskar af ættkvíslinni þá lifir trúðfiskurinn í mjög grunnum sjó, á 1 til 12 metra dýpi, þar sem dýrasvif og kórallar eru algengir. Helsta fæða hans eru kórallar og ýmsar tegundir dýrasvifs, auk botndýra svo sem ýmissa ormategunda.

Félagskerfi trúðfiska er nokkuð sérstakt. Þeir halda sig í smáum hópum, oftast fjórir fiskar saman, ein kynþroska kerling, kynþroska karl og tveir eða fleiri ófrjóir fiskar. Valdapíramítinn fer eftir líkamsstærð og er kvenfiskurinn stærstur, svo karlfiskurinn, en ófrjóu fiskarnir eru neðstir í valdaröðinni. Ef kvenfiskurinn deyr þá einfaldlega skiptir frjói karlfiskurinn um kyn og við það verður stærsti ófrjói fiskurinn kynþroska og tekur við hlutverki hans.

Oft eru mikil innbyrðis átök milli einstaklinga hópsins vegna valdabaráttu og getur "fjölskyldulífið" verið ansi óvægið, sérstaklega fyrir minnstu fiskana. Þeir virðast hins vegar vera lausir við slíkar innbyrðis deilur þegar þeir lifa í búrum og eru mjög vinsælir skrautfiskar og seldir í gæludýraverslunum víða um heim.



Að öllum líkindum er frægasti trúðfiskurinn teiknimyndapersónan Nemó úr teiknimyndinni Leitin að Nemó.

Dæmi um náskyldar tegundir trúðfisksins er falski trúðfiskurinn (Amphiprion ocellaris). Hann finnst mun norðar en hinn eiginlegi trúðfiskur eða undan ströndum austur Asíu, svo sem í Gulahafi, undan ströndum japönsku eyjarinnar Ryukyu og allt suður til Ástralíu, en nær þó ekki inn á útbreiðslusvæði trúðfisksins. Önnur kunn tegund er beltatrúðurinn (Amphiprion bicinstus).

Frekara lesefni á Vísindavefnum efgtir sama höfund:

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

4.5.2006

Spyrjandi

Jóhannes Purkhús, f. 1994

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getur þú sagt mér allt um trúðfiska?“ Vísindavefurinn, 4. maí 2006. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5862..

Jón Már Halldórsson. (2006, 4. maí). Getur þú sagt mér allt um trúðfiska? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5862.

Jón Már Halldórsson. „Getur þú sagt mér allt um trúðfiska?“ Vísindavefurinn. 4. maí. 2006. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5862.>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getur þú sagt mér allt um trúðfiska?
Alls eru þekktar um 25 tegundir innan ættkvíslarinnar Amphiprion eða trúðfiska og finnast langflestar þeirra í hitabeltissjó.

Hinn eiginlegi trúðfiskur (Amphiprion percula), sem stundum nefnist einnig anemónufiskur, er appelsínugulur með þrjár breiðar hvítar rendur. Hann er frekar smár og verður vart meira en 8 cm á lengd.

Trúðfiskurinn finnst oftast í nánu sambýli við sæfífla, sérstaklega af tegundunum Stichodactyla gigantea sem vex innan í kóralsvæðum og Hererctis magnifica. Bæði trúðfiskurinn og sæfífillinn njóta góðs af þessu sambýli, sá fyrrnefndi fær skjól gegn ránfiskum en í staðinn fjarlægir hann úrgang og rusl af sæfíflinum og eykur þannig súrefnisupptöku hans.



Trúðfiskar lifa í nánu sambýli við sæfífla

Trúðfiskurinn finnst um allt kórallarifið mikla undan austurströnd Ástralíu, stærsta kórallarifi í heimi. Hann finnst einnig víða í Melanesíu í Kyrrahafinu og ef til vill víðar á þessu víðlenda hafsvæði. Líkt og aðrir fiskar af ættkvíslinni þá lifir trúðfiskurinn í mjög grunnum sjó, á 1 til 12 metra dýpi, þar sem dýrasvif og kórallar eru algengir. Helsta fæða hans eru kórallar og ýmsar tegundir dýrasvifs, auk botndýra svo sem ýmissa ormategunda.

Félagskerfi trúðfiska er nokkuð sérstakt. Þeir halda sig í smáum hópum, oftast fjórir fiskar saman, ein kynþroska kerling, kynþroska karl og tveir eða fleiri ófrjóir fiskar. Valdapíramítinn fer eftir líkamsstærð og er kvenfiskurinn stærstur, svo karlfiskurinn, en ófrjóu fiskarnir eru neðstir í valdaröðinni. Ef kvenfiskurinn deyr þá einfaldlega skiptir frjói karlfiskurinn um kyn og við það verður stærsti ófrjói fiskurinn kynþroska og tekur við hlutverki hans.

Oft eru mikil innbyrðis átök milli einstaklinga hópsins vegna valdabaráttu og getur "fjölskyldulífið" verið ansi óvægið, sérstaklega fyrir minnstu fiskana. Þeir virðast hins vegar vera lausir við slíkar innbyrðis deilur þegar þeir lifa í búrum og eru mjög vinsælir skrautfiskar og seldir í gæludýraverslunum víða um heim.



Að öllum líkindum er frægasti trúðfiskurinn teiknimyndapersónan Nemó úr teiknimyndinni Leitin að Nemó.

Dæmi um náskyldar tegundir trúðfisksins er falski trúðfiskurinn (Amphiprion ocellaris). Hann finnst mun norðar en hinn eiginlegi trúðfiskur eða undan ströndum austur Asíu, svo sem í Gulahafi, undan ströndum japönsku eyjarinnar Ryukyu og allt suður til Ástralíu, en nær þó ekki inn á útbreiðslusvæði trúðfisksins. Önnur kunn tegund er beltatrúðurinn (Amphiprion bicinstus).

Frekara lesefni á Vísindavefnum efgtir sama höfund:

Myndir:...