Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna fær maður niðurgang af sveskjum?

Björn Sigurður Gunnarsson

Sveskjur eru þurrkaðar plómur, sem eru ávextir plöntunnar Prunus domestica L. Sveskjur koma aðallega frá Bandaríkjunum, nánar tiltekið Kaliforníu, og Frakklandi. Um hægðalosandi áhrif af sveskjum hefur lengi verið vitað og er neysla þeirra talin meðal þeirra úrræða sem hægt er að grípa til við harðlífi. Ekki er fullkomlega ljóst hvernig þessi áhrif til hægðalosunar eru til komin, en talið er að hátt sorbitólinnihald í sveskjum (15 g í 100 g) geti skýrt þessi áhrif að hluta að minnsta kosti.Sveskjur frá Kaliforníu.

Sorbitól er eitt sykuralkóhólanna sem flest eiga það sammerkt að gefa sætt bragð en frásogast ekki að fullu úr fæðu og geta haft hægðalosandi áhrif. Töluvert mikla neyslu af sveskjum ætti að þurfa til að framkalla niðurgang. Til dæmis hafa Bandarísku næringarráðgjafasamtökin (ADA = American Dietetic Association) bent á að neysla sorbitóls geti leitt til niðurgangs fari hún yfir 50 g/dag. Það samsvarar vel yfir 300 g af sveskjum á dag eða tæplega því magni sem er að finna í dæmigerðum sveskjupakka. Hafa ber þó í huga að þessi mörk eru vafalaust nokkuð breytileg eftir einstaklingum og að aðrir þættir í sveskjum geta lagt lóð á vogarskálarnar til hægðalosunar. Er þá fyrst og fremst litið til fenólsambandanna klórógensýru (e. chlorogenic acid) og neóklórógensýru (e. neochlorogenic acid). Þessi efnasambönd virðast einnig taka þátt í að hægja á upptöku glúkósa úr fæðu og þar með blóðsykursvari, ásamt reyndar sorbitóli og trefjum sem er að finna í sveskjum.

Mynd: California Dreaming with California Prunes

Höfundur

Björn Sigurður Gunnarsson

matvæla- og næringarfræðingur

Útgáfudagur

8.5.2006

Spyrjandi

Katrín Reynisdóttir, f. 1993

Tilvísun

Björn Sigurður Gunnarsson. „Hvers vegna fær maður niðurgang af sveskjum?“ Vísindavefurinn, 8. maí 2006, sótt 16. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5867.

Björn Sigurður Gunnarsson. (2006, 8. maí). Hvers vegna fær maður niðurgang af sveskjum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5867

Björn Sigurður Gunnarsson. „Hvers vegna fær maður niðurgang af sveskjum?“ Vísindavefurinn. 8. maí. 2006. Vefsíða. 16. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5867>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna fær maður niðurgang af sveskjum?
Sveskjur eru þurrkaðar plómur, sem eru ávextir plöntunnar Prunus domestica L. Sveskjur koma aðallega frá Bandaríkjunum, nánar tiltekið Kaliforníu, og Frakklandi. Um hægðalosandi áhrif af sveskjum hefur lengi verið vitað og er neysla þeirra talin meðal þeirra úrræða sem hægt er að grípa til við harðlífi. Ekki er fullkomlega ljóst hvernig þessi áhrif til hægðalosunar eru til komin, en talið er að hátt sorbitólinnihald í sveskjum (15 g í 100 g) geti skýrt þessi áhrif að hluta að minnsta kosti.Sveskjur frá Kaliforníu.

Sorbitól er eitt sykuralkóhólanna sem flest eiga það sammerkt að gefa sætt bragð en frásogast ekki að fullu úr fæðu og geta haft hægðalosandi áhrif. Töluvert mikla neyslu af sveskjum ætti að þurfa til að framkalla niðurgang. Til dæmis hafa Bandarísku næringarráðgjafasamtökin (ADA = American Dietetic Association) bent á að neysla sorbitóls geti leitt til niðurgangs fari hún yfir 50 g/dag. Það samsvarar vel yfir 300 g af sveskjum á dag eða tæplega því magni sem er að finna í dæmigerðum sveskjupakka. Hafa ber þó í huga að þessi mörk eru vafalaust nokkuð breytileg eftir einstaklingum og að aðrir þættir í sveskjum geta lagt lóð á vogarskálarnar til hægðalosunar. Er þá fyrst og fremst litið til fenólsambandanna klórógensýru (e. chlorogenic acid) og neóklórógensýru (e. neochlorogenic acid). Þessi efnasambönd virðast einnig taka þátt í að hægja á upptöku glúkósa úr fæðu og þar með blóðsykursvari, ásamt reyndar sorbitóli og trefjum sem er að finna í sveskjum.

Mynd: California Dreaming with California Prunes...