Sólin Sólin Rís 09:48 • sest 16:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:02 • Sest 03:44 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 15:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:51 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:48 • sest 16:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:02 • Sest 03:44 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 15:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:51 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er búið að finna mörg sólkerfi?

ÞV

Hér er einnig svarað spurningunni:
Er til annað sólkerfi?

Með sólkerfi er átt við sólstjörnu með reikistjörnur eða annað af því tagi á braut í kringum sig. Þar til kringum 1990 vissu menn aðeins um eitt slíkt kerfi með fullri vissu, það er að segja sólkerfið sem við búum í. Aðrar sólstjörnur en sólin okkar eru svo langt í burtu að afar erfitt er að sjá eða greina örugglega hvort reikistjörnur eru á braut um þær. Þetta tókst þó uppúr 1990 með ýmsum ráðum sem eiga misjafnlega vel við eftir aðstæðum í því kerfi sem verið er að skoða. Þann 18. apríl 2006 voru þekkt sólkerfi í geimnum 188 talsins samkvæmt franska vefsetrinu The Extrasolar Planets Encyclopaedia en sú tala hækkar ört. Með því að setja efnisorðin 'extrasolar planets' inn í leitarvél eins og Google má skoða fleiri slík vefsetur og fræðast um stöðu mála á hverjum tíma.

Spurningin um önnur sólkerfi eða um reikistjörnur utan sólkerfisins okkar er sérstaklega forvitnileg þegar við veltum fyrir okkur möguleikanum á lífi utan jarðarinnar eða utan sólkerfisins. Reikistjörnur utan þess eru nefnilega nauðsynleg forsenda þess að líf geti verið þarna úti. Eftir því sem við vitum best er þó ekki nóg að reikistjörnur séu í viðkomandi kerfi heldur þurfa þær til dæmis að vera í hæfilegri fjarlægð frá sólstjörnunni þannig að þar sé hæfilega heitt til að reikistjarnan fá á sig skurn úr föstu efni og fljótandi vatn geti verið á yfirborðinu. Einnig þarf ýmsum öðrum skilyrðum að vera fullnægt til þess að líf geti þrifist, að minnsta kosti í einhverri líkingu við þá mynd lífsins sem við þekkjum.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

9.5.2006

Spyrjandi

Sigrún Torfadóttir, f. 1994
Tómas Óli, f. 1994

Tilvísun

ÞV. „Hvað er búið að finna mörg sólkerfi?“ Vísindavefurinn, 9. maí 2006, sótt 12. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5881.

ÞV. (2006, 9. maí). Hvað er búið að finna mörg sólkerfi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5881

ÞV. „Hvað er búið að finna mörg sólkerfi?“ Vísindavefurinn. 9. maí. 2006. Vefsíða. 12. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5881>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er búið að finna mörg sólkerfi?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Er til annað sólkerfi?

Með sólkerfi er átt við sólstjörnu með reikistjörnur eða annað af því tagi á braut í kringum sig. Þar til kringum 1990 vissu menn aðeins um eitt slíkt kerfi með fullri vissu, það er að segja sólkerfið sem við búum í. Aðrar sólstjörnur en sólin okkar eru svo langt í burtu að afar erfitt er að sjá eða greina örugglega hvort reikistjörnur eru á braut um þær. Þetta tókst þó uppúr 1990 með ýmsum ráðum sem eiga misjafnlega vel við eftir aðstæðum í því kerfi sem verið er að skoða. Þann 18. apríl 2006 voru þekkt sólkerfi í geimnum 188 talsins samkvæmt franska vefsetrinu The Extrasolar Planets Encyclopaedia en sú tala hækkar ört. Með því að setja efnisorðin 'extrasolar planets' inn í leitarvél eins og Google má skoða fleiri slík vefsetur og fræðast um stöðu mála á hverjum tíma.

Spurningin um önnur sólkerfi eða um reikistjörnur utan sólkerfisins okkar er sérstaklega forvitnileg þegar við veltum fyrir okkur möguleikanum á lífi utan jarðarinnar eða utan sólkerfisins. Reikistjörnur utan þess eru nefnilega nauðsynleg forsenda þess að líf geti verið þarna úti. Eftir því sem við vitum best er þó ekki nóg að reikistjörnur séu í viðkomandi kerfi heldur þurfa þær til dæmis að vera í hæfilegri fjarlægð frá sólstjörnunni þannig að þar sé hæfilega heitt til að reikistjarnan fá á sig skurn úr föstu efni og fljótandi vatn geti verið á yfirborðinu. Einnig þarf ýmsum öðrum skilyrðum að vera fullnægt til þess að líf geti þrifist, að minnsta kosti í einhverri líkingu við þá mynd lífsins sem við þekkjum....