Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hvað ertu með margar bækur til að svara spurningum?

JGÞ

Starfsfólk Vísindavefsins þarf ekki endilega að hafa margar bækur við höndina til að svara spurningum. Við erum auðvitað með ýmis uppflettirit, orðabækur, alfræðirit og fleira og ef okkar vantar sérstaklega bækur getum við auðveldlega fengið þær að láni hjá Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni. Þegar við svörum spurningum reynum við að finna svarið við þeim með aðstoð leitarvéla á Netinu.

Svo er rétt að taka fram að spurningin gefur til kynna að aðeins einn maður taki að sér að svara spurningum á Vísindavefnum en það er fjarri sannleikanum. Um 600 manns hafa svarað spurningum á Vísindavefnum. Við vitum ekki hversu margar bækur þeir hafa notað þegar þeir skrifuðu svörin, eða hversu margar vefsíður þeir hafa skoðað. Bækurnar og vefsíðurnar eru sennilega orðnar ansi margar. Ef við gefum okkur að aðeins þrjár heimildir liggi til grundvallar hverju svari á Vísindavefnum þá eru heimildirnar (bækur og vefsíður) sem hafa verið notaðar á Vísindavefnum um 18.000 talsins. Þó þarf að hafa í huga að stundum er sama heimildin notuð aftur og aftur til að svara spurningum og sumir nota mjög margar heimildir með hverju svari, miklu fleiri en þrjár.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

9.5.2006

Spyrjandi

Kolbjörn Björgvinsson, f. 1994

Efnisorð

Tilvísun

JGÞ. „Hvað ertu með margar bækur til að svara spurningum?“ Vísindavefurinn, 9. maí 2006. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5884.

JGÞ. (2006, 9. maí). Hvað ertu með margar bækur til að svara spurningum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5884

JGÞ. „Hvað ertu með margar bækur til að svara spurningum?“ Vísindavefurinn. 9. maí. 2006. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5884>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað ertu með margar bækur til að svara spurningum?
Starfsfólk Vísindavefsins þarf ekki endilega að hafa margar bækur við höndina til að svara spurningum. Við erum auðvitað með ýmis uppflettirit, orðabækur, alfræðirit og fleira og ef okkar vantar sérstaklega bækur getum við auðveldlega fengið þær að láni hjá Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni. Þegar við svörum spurningum reynum við að finna svarið við þeim með aðstoð leitarvéla á Netinu.

Svo er rétt að taka fram að spurningin gefur til kynna að aðeins einn maður taki að sér að svara spurningum á Vísindavefnum en það er fjarri sannleikanum. Um 600 manns hafa svarað spurningum á Vísindavefnum. Við vitum ekki hversu margar bækur þeir hafa notað þegar þeir skrifuðu svörin, eða hversu margar vefsíður þeir hafa skoðað. Bækurnar og vefsíðurnar eru sennilega orðnar ansi margar. Ef við gefum okkur að aðeins þrjár heimildir liggi til grundvallar hverju svari á Vísindavefnum þá eru heimildirnar (bækur og vefsíður) sem hafa verið notaðar á Vísindavefnum um 18.000 talsins. Þó þarf að hafa í huga að stundum er sama heimildin notuð aftur og aftur til að svara spurningum og sumir nota mjög margar heimildir með hverju svari, miklu fleiri en þrjár....