Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvernig varð Vísindavefurinn til og hvenær?

MBS

Vísindavefurinn tók til starfa 29. janúar árið 2000. Upphaflega var hann hluti af framlagi Háskóla Íslands til verkefnisins Reykjavík - Menningarborg Evrópu árið 2000. Það er skemmst frá því að segja að Vísindavefurinn sló þegar í gegn og hinn gríðarlegi áhugi sem almenningur hafði á verkefninu fór langt fram úr björtustu vonum. Þessi mikli áhugi varð til þess að í stað þess að hætta eftir árið er Vísindavefurinn enn virkur í dag og er sífellt að vaxa og dafna.

Vísindavefurinn fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem nefnast, allt frá stjörnufræði til handrita og frá sameindalíffræði til sálarfræði. Gestir geta lesið á vefnum svör við spurningum um flest milli himins og jarðar og einnig lagt fram nýjar spurningar um hvaðeina sem ætla má að starfsmenn Háskólans og stuðningsmenn vefsins geti svarað eða fundið svör við. Spurningarnar fara rakleiðis til starfsmanna vefsins sem taka þær til vinnslu. Gestir geta einnig sett fram efnisorð í leitarvél sem tengjast því sem þá fýsir að vita og fengið ábendingar um svör og annað tengt efni sem þegar er komið á vefinn. Efnið á vefsetrinu er orðið svo umfangsmikið að verulegar líkur eru á að menn geti með þessum hætti fengið svar við spurningum sínum umsvifalaust. Einnig má geta þess að í flestum svörum eru tenglar yfir í önnur svör um sömu eða skyld efni og þannig getur fólk fetað sig áfram í upplýsingaleit sinni.

Auk almennrar vinnslu sinnir Vísindavefurinn ýmsum sérverkefnum sem tengjast vísindamiðlun til almennings. Sem dæmi má nefna að vikulega birtist pistill frá Vísindavefnum í Fréttablaðinu og við svörum einnig spurningum frá grunnskólabekkjum samkvæmt sérstökum samningum. Þessi verkefni hafa gefist mjög vel og eru sífellt að verða stærri þáttur í starfi vefsins.

Mikil vinna felst í því að halda úti vefsetri eins og Vísindavefnum. Auk Þorsteins Vilhjálmssonar sem verið hefur aðalritstjóri vefsins frá upphafi starfa við ritstjórnina þrír starfsmenn í fullu starfi og einn í hálfu starfi.

Aðalstyrktaraðili Vísindavefsins er Happdrætti Háskóla Íslands og hefur það lagt fram þá fjárhagslegu kjölfestu sem vefurinn hefur þurft. Orkuveita Reykjavíkur og Landsbanki Íslands gengu svo til samstarfs við vefinn strax á fyrsta árinu og hefur það staðið allar götur síðan. Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar hefur styrkt Vísindavefinn nokkrum sinnum með fjárframlögum og nýlega var gerður þriggja ára samstarfssamningur við Umhverfisvefinn sem er á ábyrgð Umhverfisfræðsluráðs.

Nánar má lesa um Vísindavefinn undir tenglinum Um vefinn sem er að finna á valstiku vefsins.

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

9.5.2006

Spyrjandi

Stefania Þórðardóttir

Tilvísun

MBS. „Hvernig varð Vísindavefurinn til og hvenær?“ Vísindavefurinn, 9. maí 2006. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5885.

MBS. (2006, 9. maí). Hvernig varð Vísindavefurinn til og hvenær? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5885

MBS. „Hvernig varð Vísindavefurinn til og hvenær?“ Vísindavefurinn. 9. maí. 2006. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5885>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig varð Vísindavefurinn til og hvenær?
Vísindavefurinn tók til starfa 29. janúar árið 2000. Upphaflega var hann hluti af framlagi Háskóla Íslands til verkefnisins Reykjavík - Menningarborg Evrópu árið 2000. Það er skemmst frá því að segja að Vísindavefurinn sló þegar í gegn og hinn gríðarlegi áhugi sem almenningur hafði á verkefninu fór langt fram úr björtustu vonum. Þessi mikli áhugi varð til þess að í stað þess að hætta eftir árið er Vísindavefurinn enn virkur í dag og er sífellt að vaxa og dafna.

Vísindavefurinn fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem nefnast, allt frá stjörnufræði til handrita og frá sameindalíffræði til sálarfræði. Gestir geta lesið á vefnum svör við spurningum um flest milli himins og jarðar og einnig lagt fram nýjar spurningar um hvaðeina sem ætla má að starfsmenn Háskólans og stuðningsmenn vefsins geti svarað eða fundið svör við. Spurningarnar fara rakleiðis til starfsmanna vefsins sem taka þær til vinnslu. Gestir geta einnig sett fram efnisorð í leitarvél sem tengjast því sem þá fýsir að vita og fengið ábendingar um svör og annað tengt efni sem þegar er komið á vefinn. Efnið á vefsetrinu er orðið svo umfangsmikið að verulegar líkur eru á að menn geti með þessum hætti fengið svar við spurningum sínum umsvifalaust. Einnig má geta þess að í flestum svörum eru tenglar yfir í önnur svör um sömu eða skyld efni og þannig getur fólk fetað sig áfram í upplýsingaleit sinni.

Auk almennrar vinnslu sinnir Vísindavefurinn ýmsum sérverkefnum sem tengjast vísindamiðlun til almennings. Sem dæmi má nefna að vikulega birtist pistill frá Vísindavefnum í Fréttablaðinu og við svörum einnig spurningum frá grunnskólabekkjum samkvæmt sérstökum samningum. Þessi verkefni hafa gefist mjög vel og eru sífellt að verða stærri þáttur í starfi vefsins.

Mikil vinna felst í því að halda úti vefsetri eins og Vísindavefnum. Auk Þorsteins Vilhjálmssonar sem verið hefur aðalritstjóri vefsins frá upphafi starfa við ritstjórnina þrír starfsmenn í fullu starfi og einn í hálfu starfi.

Aðalstyrktaraðili Vísindavefsins er Happdrætti Háskóla Íslands og hefur það lagt fram þá fjárhagslegu kjölfestu sem vefurinn hefur þurft. Orkuveita Reykjavíkur og Landsbanki Íslands gengu svo til samstarfs við vefinn strax á fyrsta árinu og hefur það staðið allar götur síðan. Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar hefur styrkt Vísindavefinn nokkrum sinnum með fjárframlögum og nýlega var gerður þriggja ára samstarfssamningur við Umhverfisvefinn sem er á ábyrgð Umhverfisfræðsluráðs.

Nánar má lesa um Vísindavefinn undir tenglinum Um vefinn sem er að finna á valstiku vefsins....