Sólin Sólin Rís 07:26 • sest 19:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 08:03 • Sest 19:28 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:11 • Síðdegis: 18:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:28 í Reykjavík

Af hverju deyr maður úr elli?

JGÞ

Við segjum að fólk deyji úr elli þegar það er komið á efri ár og deyr án þess að einhver sérstök dánarorsök sé tilgreind. Fólk er þá ekki haldið einhverjum skilgreindum sjúkdómi sem dregur það til dauða.

Með aldrinum hægist smám saman á líkamsstarfsemi fólks og líkaminn hrörnar en ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að hönnun mannslíkamans gengur út á það að hann geti átt afkvæmi og komið þeim á legg. Þessi hönnun getur síðan leitt til óhagstæðra áhrifa síðar á ævinni.

Með aldrinum hægist smám saman á líkamsstarfsemi fólks og líkaminn hrörnar.

Pálmi V. Jónsson skýrir vel út af hverju við hrörnum með aldrinum í svari við spurningunni Af hverju eldumst við? en þar segir:Þróunarkenningar spá því að nærri allar tegundir sýni ellibreytingar, þar sem dánaráhætta vex með tímanum. Þannig muni sum gen varðveitast umfram önnur með tímanum af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi væri þrýstingur á að varðveita gen sem hefðu hagstæð áhrif snemma á ævinni og þau gerðu þá meira en bæta upp hugsanleg skaðleg áhrif síðar á ævinni. Í öðru lagi væri enginn þrýstingur á að eyða genum sem hefðu áhrif, jafnvel skaðleg, mjög seint á ævinni. Sem dæmi mætti nefna að gen sem veldur kalkútfellingum getur stuðlað að hraðri beinabyggingu til þess að tryggja hreyfanleika snemma á ævinni, sem er jákvætt, en leitt síðar á ævinni til æðakölkunar, sem er óhagstætt.

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

10.5.2006

Spyrjandi

Lilja Rúriksdóttir, f. 1991

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju deyr maður úr elli?“ Vísindavefurinn, 10. maí 2006. Sótt 21. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=5892.

JGÞ. (2006, 10. maí). Af hverju deyr maður úr elli? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5892

JGÞ. „Af hverju deyr maður úr elli?“ Vísindavefurinn. 10. maí. 2006. Vefsíða. 21. mar. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5892>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju deyr maður úr elli?
Við segjum að fólk deyji úr elli þegar það er komið á efri ár og deyr án þess að einhver sérstök dánarorsök sé tilgreind. Fólk er þá ekki haldið einhverjum skilgreindum sjúkdómi sem dregur það til dauða.

Með aldrinum hægist smám saman á líkamsstarfsemi fólks og líkaminn hrörnar en ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að hönnun mannslíkamans gengur út á það að hann geti átt afkvæmi og komið þeim á legg. Þessi hönnun getur síðan leitt til óhagstæðra áhrifa síðar á ævinni.

Með aldrinum hægist smám saman á líkamsstarfsemi fólks og líkaminn hrörnar.

Pálmi V. Jónsson skýrir vel út af hverju við hrörnum með aldrinum í svari við spurningunni Af hverju eldumst við? en þar segir:Þróunarkenningar spá því að nærri allar tegundir sýni ellibreytingar, þar sem dánaráhætta vex með tímanum. Þannig muni sum gen varðveitast umfram önnur með tímanum af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi væri þrýstingur á að varðveita gen sem hefðu hagstæð áhrif snemma á ævinni og þau gerðu þá meira en bæta upp hugsanleg skaðleg áhrif síðar á ævinni. Í öðru lagi væri enginn þrýstingur á að eyða genum sem hefðu áhrif, jafnvel skaðleg, mjög seint á ævinni. Sem dæmi mætti nefna að gen sem veldur kalkútfellingum getur stuðlað að hraðri beinabyggingu til þess að tryggja hreyfanleika snemma á ævinni, sem er jákvætt, en leitt síðar á ævinni til æðakölkunar, sem er óhagstætt.

Mynd:

  • Pexels. (Sótt 8.6.2018).
  • ...