Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvers vegna fer gæsin til annarra landa á ákveðnum tímum ársins?

JMH

Gæsir (Anser spp.) líkt og fjölmargar aðrar tegundir fugla koma hingað til lands sem og á aðra staði á kaldtempruðum svæðum og heimskautasvæðum jarðar þegar vorar og hlýnar í lofti. Þegar kólnar á haustin yfirgefa þær svo svæðin og leita suður á bóginn.

Af hverju leggja þessar fuglategundir þetta ferðalag á sig? Skýringin gæti verið sú að fuglarnir séu að forða sér frá samkeppni við aðrar tegundir við miðbaug og á heittempruðum svæðum jarðar. Þeir fljúga þá norður þar sem mun minna er um samkeppni og gnótt fæðu yfir stuttan sumartímann. Líkur á að koma ungviði sínu á legg eru þar miklar. Þegar haustið gengur í garð og framleiðni vistkerfisins minnkar stórlega leggja fuglarnir að nýju í langt og erfitt ferðalag til hlýrra svæða þar sem nægt fæðuframboð er utan varptíma.

Grágæsin (Anser anser)

Hins vegar eru grágæsir (Anser anser) sem halda hér til yfir veturinn. Þetta eru að einhverju leyti afkomendur fugla sem voru vængstýfðir hér á Reykjavíkurtjörn á árum áður. Þessi innnesjastofn hefur vaxið nokkuð á undanförnum áratugum og telur eflaust yfir eitt þúsund fugla að hausti. Einnig er vetrarstofn grágæsa í Ölfusi. Um uppruna hans er höfundi þessa svars ekki kunnugt.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

17.3.2011

Spyrjandi

Hjörvar ingi Hauksson, f. 1997

Tilvísun

JMH. „Hvers vegna fer gæsin til annarra landa á ákveðnum tímum ársins?“ Vísindavefurinn, 17. mars 2011. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=58925.

JMH. (2011, 17. mars). Hvers vegna fer gæsin til annarra landa á ákveðnum tímum ársins? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58925

JMH. „Hvers vegna fer gæsin til annarra landa á ákveðnum tímum ársins?“ Vísindavefurinn. 17. mar. 2011. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58925>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna fer gæsin til annarra landa á ákveðnum tímum ársins?
Gæsir (Anser spp.) líkt og fjölmargar aðrar tegundir fugla koma hingað til lands sem og á aðra staði á kaldtempruðum svæðum og heimskautasvæðum jarðar þegar vorar og hlýnar í lofti. Þegar kólnar á haustin yfirgefa þær svo svæðin og leita suður á bóginn.

Af hverju leggja þessar fuglategundir þetta ferðalag á sig? Skýringin gæti verið sú að fuglarnir séu að forða sér frá samkeppni við aðrar tegundir við miðbaug og á heittempruðum svæðum jarðar. Þeir fljúga þá norður þar sem mun minna er um samkeppni og gnótt fæðu yfir stuttan sumartímann. Líkur á að koma ungviði sínu á legg eru þar miklar. Þegar haustið gengur í garð og framleiðni vistkerfisins minnkar stórlega leggja fuglarnir að nýju í langt og erfitt ferðalag til hlýrra svæða þar sem nægt fæðuframboð er utan varptíma.

Grágæsin (Anser anser)

Hins vegar eru grágæsir (Anser anser) sem halda hér til yfir veturinn. Þetta eru að einhverju leyti afkomendur fugla sem voru vængstýfðir hér á Reykjavíkurtjörn á árum áður. Þessi innnesjastofn hefur vaxið nokkuð á undanförnum áratugum og telur eflaust yfir eitt þúsund fugla að hausti. Einnig er vetrarstofn grágæsa í Ölfusi. Um uppruna hans er höfundi þessa svars ekki kunnugt.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur. ...