Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju nefnast vikulokin okkar helgi en ekki vikulok eins og weekend á ensku?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Helgur er samandregin mynd af heilagur, orðin til við brottfall sérhljóðs í þolfalli og þágufalli eintölu og allri fleirtölunni nema eignarfalli og sömuleiðis í veiku beygingunni en brottfallinu fylgdi einhljóðun tvíhljóðsins ei í e. Merking orðanna er hin sama. Nafnorðið helgi merkir ‛heilagleiki’ en einnig ‛helgur dagur eða dagar’. Sunnudagurinn var einn þeirra daga sem halda skyldi heilagan, vinna sem minnst og fara til kirkju ef mögulegt var. Í tilskipun frá 1855 kemur fram að helgi sunnudagsins byrji stundu fyrir miðnætti kvöldið áður. Helgi sunnudagsins er því gömul í málinu. Það er síðan yngri notkun að helgin nái yfir laugardaginn líka og fylgir því að víða er ekki eða minna unnið á laugardögum.

Helgin fór að ná yfir laugardag þegar minna eða ekkert var unnið á þeim degi.

Orðið vikulok þekkist einnig í málinu og á Orðabók Háskólans elst dæmi úr Morgunblaðinu frá 1913 en aðeins eldri dæmi má finna á timarit.is. Orðið er þar notað um lok vinnuviku en ekki helgina.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

10.5.2011

Spyrjandi

Birta Rán Björgvinsdóttir, f. 1992

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju nefnast vikulokin okkar helgi en ekki vikulok eins og weekend á ensku?“ Vísindavefurinn, 10. maí 2011, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59025.

Guðrún Kvaran. (2011, 10. maí). Af hverju nefnast vikulokin okkar helgi en ekki vikulok eins og weekend á ensku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59025

Guðrún Kvaran. „Af hverju nefnast vikulokin okkar helgi en ekki vikulok eins og weekend á ensku?“ Vísindavefurinn. 10. maí. 2011. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59025>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju nefnast vikulokin okkar helgi en ekki vikulok eins og weekend á ensku?
Helgur er samandregin mynd af heilagur, orðin til við brottfall sérhljóðs í þolfalli og þágufalli eintölu og allri fleirtölunni nema eignarfalli og sömuleiðis í veiku beygingunni en brottfallinu fylgdi einhljóðun tvíhljóðsins ei í e. Merking orðanna er hin sama. Nafnorðið helgi merkir ‛heilagleiki’ en einnig ‛helgur dagur eða dagar’. Sunnudagurinn var einn þeirra daga sem halda skyldi heilagan, vinna sem minnst og fara til kirkju ef mögulegt var. Í tilskipun frá 1855 kemur fram að helgi sunnudagsins byrji stundu fyrir miðnætti kvöldið áður. Helgi sunnudagsins er því gömul í málinu. Það er síðan yngri notkun að helgin nái yfir laugardaginn líka og fylgir því að víða er ekki eða minna unnið á laugardögum.

Helgin fór að ná yfir laugardag þegar minna eða ekkert var unnið á þeim degi.

Orðið vikulok þekkist einnig í málinu og á Orðabók Háskólans elst dæmi úr Morgunblaðinu frá 1913 en aðeins eldri dæmi má finna á timarit.is. Orðið er þar notað um lok vinnuviku en ekki helgina.

Mynd:...