Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er þyngdarafl Úranusar svipað og sólarinnar?

Þyngdarkraftur frá hlut er í réttu hlutfalli við massa hlutarins eða efnismagn. Massi sólarinnar er 23.000 sinnum meiri en massi Úranusar og þyngdarkraftur frá sól er að sama skapi meiri en þyngdarkraftur frá Úranusi, miðað við sömu fjarlægð frá miðju hnattanna.

En við viljum kannski ekki endilega miða við sömu fjarlægð heldur bera saman þyngdarkraftinn við yfirborð hnattanna, Úranusar og sólar. Þessir tveir hnettir eru að vísu gerðir úr gasi þannig að yfirborð hefur ekki alveg sömu skýru merkinguna og við erum vön, en látum það gott heita.

Þyngdarkraftur frá kúlulaga hlut er ekki eingöngu háður massa hlutarins heldur líka fjarlægðinni frá miðju kúlunnar. Nánar tiltekið er krafturinn í öfugu hlutfalli við fjarlægðina margfaldaða með sjálfri sér (fjarlægðina í öðru veldi eins og oft er sagt). Geisli (radius) sólarinnar er 26,6 sinnum lengri en geisli Úranusar. Ef massinn væri sá sami væri þyngdarkraftur við yfirborð sólar því 26,6*26,6 = 708 sinnum minni en við yfirborð Úranusar vegna mismunandi fjarlægðar frá miðju.

Ef við tökum saman bæði áhrif massans og geislans eða fjarlægðarinnar kemur út að þyngdarkraftur við yfirborð sólar er 23.000/708 = 33 sinnum meiri en við yfirborð Úranusar. Svarið við spurningunni er því neitandi. Þyngdarafl Úranusar er ekki svipað og sólarinnar.

Útgáfudagur

11.5.2006

Spyrjandi

Sigrún Torfadóttir

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Tilvísun

ÞV. „Er þyngdarafl Úranusar svipað og sólarinnar?“ Vísindavefurinn, 11. maí 2006. Sótt 7. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=5905.

ÞV. (2006, 11. maí). Er þyngdarafl Úranusar svipað og sólarinnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5905

ÞV. „Er þyngdarafl Úranusar svipað og sólarinnar?“ Vísindavefurinn. 11. maí. 2006. Vefsíða. 7. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5905>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Oddur Ingólfsson

1964

Oddur Ingólfsson er prófessor í eðlisefnafræði við Raunvísindadeild HÍ. Meginrannsóknasvið Odds lýtur að víxlverkun lágorkurafeinda við sameindir og sameindaþyrpingar.