Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 02:26 • Sest 04:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:54 • Síðdegis: 13:57 í Reykjavík

Hvaða dýr veiddi neanderdalsmaðurinn?

Haraldur Ólafsson mannfræðingur

Neanderdalsmenn veiddu sér hreindýr og önnur hjartardýr til matar, loðfíla, birni og nashyrninga, auk þess að borða sitthvað úr jurtaríkinu og annað sem til féll.


Sú tegund manna sem kallast venjulega Homo neanderthalensis var uppi á árabilinu frá því fyrir um það bil 120.000 árum og þar til fyrir um 28.000 til 30.000 árum. Fræðiheitið er reyndar H. sapiens neanderthalensis, en þar eð ekki er auðvelt að greina milli undirtegunda manna þá er oft talað um Archaic Homo sapiens. Neanderdalsmaður (svo heitið sé íslenskað) var vissulega náskyldur nútímamanninum, H. sapiens sapiens, sem við teljumst til, en þó sýna nýjustu rannsóknir að allnokkur munur er á erfðaefni neanderdalsmanns og nútímamanns. Þó er ekki víst að sá munur hafi verið svo mikill að þeir hafi ekki getað átt saman frjó afkvæmi.

Þegar búið er að ákvarða á hvaða tímaskeiði neanderdalsmaðurinn var uppi þá er næst að átta sig á hvar hann hafðist við. Langflestar minjar um hann eru frá Evrópu, einkum þá Frakklandi suðvestanverðu, en leifar hans hafa fundist víðar í álfunni, allt frá Vestur-Evrópu austur um þau svæði sem heyrðu til hinnar gömlu Júgóslavíu. Ennfremur hafa merkilegar minjar hans fundist í Ísrael og í Shanindar í Zagrosfjöllum í Íran.

Neanderdalsmaður hefur sem sagt verið uppi á kuldaskeiði og lifnaðarhættir hans hafa tekið mið af þeirri staðreynd. Vissulega hefur hann ekki verið í sífelldum kulda við jökulbreiður, heldur hefur loftslag verið breytilegt því að á austursvæðinu hefur hitastig verið allmiklu hærra en í Evrópu á sama tíma. En mataræði neanderdalsmannsins hefur auðvitað verið háð þeim veiðidýrum sem höfðust við á sömu slóðum og hann. Það er því sjálfgefið að bein hreindýra eru mjög algeng í bústöðum hans, sömuleiðis hrossbein og bein úr nautpeningi. Einnig bein loðfíla, bjarna og nashyrninga. Hreindýr og önnur hjartardýr hafa verið mikilvægustu veiðidýrin. Finnast sums staðar merki þess að kjötbirgðir hafi verið geymdar í steindysjum. Sú geymsluaðferð þekkist meðal veiðimanna og hirðingja í Noður-Evrópu og Asíu norðanverðri.

En fleira er matur en feitt kjöt. neanderdalsmaðurinn hefur einnig aflað sér fæðu úr jurtaríkinu. Leifar ávaxta, hneta og rótarávaxta finnast í híbýlum hans, og líklegt er að hann hafi ekki fúlsað við smádýrum sem á vegi hans urðu frekar en aðrir veiðimenn og safnarar.

H. neanderthalensis er merkileg tegund sem lifði á svipuðum slóðum og nútímamaðurinn um langan aldur, en svo hverfur hann úr sögunni fyrir nær þrjátíu þúsund árum. Hvað olli hvarfi hans? Það veit enginn en kenningarnar eru margar, og heillandi að kanna hvað veldur því að einn hópur manna heldur velli og annar hverfur án þess að neitt liggi í augum uppi um ástæðurnar. Neanderdalsmaðurinn var góður veiðimaður og þó að tæki hans hafi ekki verið ýkja fullkominn eru þau samt vellöguð til sinna nota, sterkleg og hentug. Þessi merkilegi maður hefur líklega verið einna fyrstur til að velta fyrir sér gátum lífs og dauða, en það er önnur saga.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

Haraldur Ólafsson mannfræðingur

fyrrv. prófessor í mannfræði við HÍ

Útgáfudagur

29.6.2000

Spyrjandi

Einar Baldvin Haraldsson, f. 1985

Tilvísun

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. „Hvaða dýr veiddi neanderdalsmaðurinn?“ Vísindavefurinn, 29. júní 2000. Sótt 24. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=591.

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. (2000, 29. júní). Hvaða dýr veiddi neanderdalsmaðurinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=591

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. „Hvaða dýr veiddi neanderdalsmaðurinn?“ Vísindavefurinn. 29. jún. 2000. Vefsíða. 24. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=591>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða dýr veiddi neanderdalsmaðurinn?
Neanderdalsmenn veiddu sér hreindýr og önnur hjartardýr til matar, loðfíla, birni og nashyrninga, auk þess að borða sitthvað úr jurtaríkinu og annað sem til féll.


Sú tegund manna sem kallast venjulega Homo neanderthalensis var uppi á árabilinu frá því fyrir um það bil 120.000 árum og þar til fyrir um 28.000 til 30.000 árum. Fræðiheitið er reyndar H. sapiens neanderthalensis, en þar eð ekki er auðvelt að greina milli undirtegunda manna þá er oft talað um Archaic Homo sapiens. Neanderdalsmaður (svo heitið sé íslenskað) var vissulega náskyldur nútímamanninum, H. sapiens sapiens, sem við teljumst til, en þó sýna nýjustu rannsóknir að allnokkur munur er á erfðaefni neanderdalsmanns og nútímamanns. Þó er ekki víst að sá munur hafi verið svo mikill að þeir hafi ekki getað átt saman frjó afkvæmi.

Þegar búið er að ákvarða á hvaða tímaskeiði neanderdalsmaðurinn var uppi þá er næst að átta sig á hvar hann hafðist við. Langflestar minjar um hann eru frá Evrópu, einkum þá Frakklandi suðvestanverðu, en leifar hans hafa fundist víðar í álfunni, allt frá Vestur-Evrópu austur um þau svæði sem heyrðu til hinnar gömlu Júgóslavíu. Ennfremur hafa merkilegar minjar hans fundist í Ísrael og í Shanindar í Zagrosfjöllum í Íran.

Neanderdalsmaður hefur sem sagt verið uppi á kuldaskeiði og lifnaðarhættir hans hafa tekið mið af þeirri staðreynd. Vissulega hefur hann ekki verið í sífelldum kulda við jökulbreiður, heldur hefur loftslag verið breytilegt því að á austursvæðinu hefur hitastig verið allmiklu hærra en í Evrópu á sama tíma. En mataræði neanderdalsmannsins hefur auðvitað verið háð þeim veiðidýrum sem höfðust við á sömu slóðum og hann. Það er því sjálfgefið að bein hreindýra eru mjög algeng í bústöðum hans, sömuleiðis hrossbein og bein úr nautpeningi. Einnig bein loðfíla, bjarna og nashyrninga. Hreindýr og önnur hjartardýr hafa verið mikilvægustu veiðidýrin. Finnast sums staðar merki þess að kjötbirgðir hafi verið geymdar í steindysjum. Sú geymsluaðferð þekkist meðal veiðimanna og hirðingja í Noður-Evrópu og Asíu norðanverðri.

En fleira er matur en feitt kjöt. neanderdalsmaðurinn hefur einnig aflað sér fæðu úr jurtaríkinu. Leifar ávaxta, hneta og rótarávaxta finnast í híbýlum hans, og líklegt er að hann hafi ekki fúlsað við smádýrum sem á vegi hans urðu frekar en aðrir veiðimenn og safnarar.

H. neanderthalensis er merkileg tegund sem lifði á svipuðum slóðum og nútímamaðurinn um langan aldur, en svo hverfur hann úr sögunni fyrir nær þrjátíu þúsund árum. Hvað olli hvarfi hans? Það veit enginn en kenningarnar eru margar, og heillandi að kanna hvað veldur því að einn hópur manna heldur velli og annar hverfur án þess að neitt liggi í augum uppi um ástæðurnar. Neanderdalsmaðurinn var góður veiðimaður og þó að tæki hans hafi ekki verið ýkja fullkominn eru þau samt vellöguð til sinna nota, sterkleg og hentug. Þessi merkilegi maður hefur líklega verið einna fyrstur til að velta fyrir sér gátum lífs og dauða, en það er önnur saga.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...