Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Stikk er sérstakur leikur sem vinsæll var þegar í upphafi 20. aldar. Hann fór þannig fram að hnappar, tölur eða annað þess háttar var lagt á jörðina í ákveðinni fjarlægð frá þeim sem voru að spila. Þeir höfðu í hendinni lítinn, flatan stein eða litla málmplötu, sem nefndist stikki, og köstuðu í átt að hnöppunum eins nærri þeim og þeir gátu. Sá sem átti stikkið sem næst komst hnöppunum vann leikinn. Þegar einhver vildi leika þennan leik sagði hann við félaga sinn eða félaga sína: „Eigum við að stikka?“
Er einhver stikkfrí?
Stikk var einnig notað um sérstakt boltakast þar sem hitta átti í leikmenn með bolta. Sá sem var stikkfrí var undanþeginn því að kastað væri í hann. Var það einkum haft um minni börn sem fengu að vera með þeim eldri til málamynda. Sá sem vildi gera stutt hlé í leiknum gat líka kallað: „Ég er stikkfrí“. Leikirnir og orðin sem þeim fylgja eru talin úr dönsku, samanber Íslenska orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:959).
Mynd:
Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðalagið að vera stikk eða stikkfrí?“ Vísindavefurinn, 13. maí 2011, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59145.
Guðrún Kvaran. (2011, 13. maí). Hvaðan kemur orðalagið að vera stikk eða stikkfrí? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59145
Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðalagið að vera stikk eða stikkfrí?“ Vísindavefurinn. 13. maí. 2011. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59145>.