Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hver bjó til tungumálið íslensku?

ÞV

Okkur er tamt að hugsa okkur að ýmsir hlutir eða fyrirbæri séu verk einhvers eins aðila þegar hitt er kannski nær sanni að margir hafi komið við sögu. Við fáum margar spurningar á Vísindavefinn sem snúast um þetta. Tungumálið er ágætt dæmi.

Það liggur eiginlega í eðli tungumálsins að það getur ekki verið sköpunarverk eins manns. Tungumálið er fyrst og fremst tæki til tjáskipta milli manna; það þarf að minnsta kosti tvo menn til að eiginlegt tungumál verði til og þeir þurfa þá að skilja hvor annan. Ef A segir eitthvað þarf hann að gæta að því að B skilji það og síðan þarf A líka að skilja svarið sem B gefur. Ef A býr til nýtt orð og B skilur það ekki eða líkar ekki við það, þá fellur það niður dautt og verður ekki notað í samskiptum þeirra. Þannig getur hvorugur þeirra „búið til“ orð nema með samþykki hins, hvað þá heilt tungumál.

Það þarf að minnsta kosti tvo einstaklinga til að eiginlegt tungumál verði til og þeir þurfa þá að skilja hvorn annan.

Tungumálið íslenska varð til á löngum tíma og þróaðist út frá enn eldri málum. Á víkingaöld (700-1050 eða svo) töluðu menn að miklu leyti sama tungumál á öllu svæðinu sem við köllum nú Danmörku, Noreg og Svíþjóð, og með landnáminu hér bættist Ísland við. Smám saman varð íslenskan svo sjálfstætt mál þannig að þeir sem töluðu það skildu ekki hina og öfugt.

En spurningin um það, hver bjó til tungumálið, verður kannski enn skemmtilegri ef við horfum á ritmálið út af fyrir sig. Það var nefnilega einu sinni til maður sem hægt væri að kalla höfund íslenska ritmálsins. Við vitum að vísu ekki hvað hann hét en hann er oft kallaður fyrsti málfræðingurinn eða höfundur fyrstu málfræðiritgerðarinnar. Hann var uppi um miðja tólftu öld þegar menn voru að byrja að skrifa fyrir alvöru á Íslandi. Hann rannsakaði og hugleiddi íslenska hljóðkerfið og velti fyrir sér hvaða bókstafi við þyrftum til að lýsa talmálinu sem best í ritmáli. Hann gerði að vísu tillögur um fleiri stafi en við notum núna, en nær allir íslenskir stafir sem eru ekki í latneska stafrófinu eru frá honum runnir.

Þegar við segjum að Edison hafi fundið upp ljósaperuna þá er raunin sú að þar komu margir við sögu en Edison náði mikilvægasta áfanganum. Á sama hátt má segja að fyrsti málfræðingurinn hafi haft veruleg áhrif á mótun íslenska ritmálsins þó að aðrir hafi líka átt sinn þátt í henni.

Meira lesefni um þetta má finna með því að smella á efnisorðið „málfræðiritgerð“ hér á eftir.

Mynd:

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

12.5.2006

Spyrjandi

Rebekka Jóhannesdóttir, f. 1994
Aron Gísli, f. 1994

Tilvísun

ÞV. „Hver bjó til tungumálið íslensku?“ Vísindavefurinn, 12. maí 2006. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5923.

ÞV. (2006, 12. maí). Hver bjó til tungumálið íslensku? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5923

ÞV. „Hver bjó til tungumálið íslensku?“ Vísindavefurinn. 12. maí. 2006. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5923>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver bjó til tungumálið íslensku?
Okkur er tamt að hugsa okkur að ýmsir hlutir eða fyrirbæri séu verk einhvers eins aðila þegar hitt er kannski nær sanni að margir hafi komið við sögu. Við fáum margar spurningar á Vísindavefinn sem snúast um þetta. Tungumálið er ágætt dæmi.

Það liggur eiginlega í eðli tungumálsins að það getur ekki verið sköpunarverk eins manns. Tungumálið er fyrst og fremst tæki til tjáskipta milli manna; það þarf að minnsta kosti tvo menn til að eiginlegt tungumál verði til og þeir þurfa þá að skilja hvor annan. Ef A segir eitthvað þarf hann að gæta að því að B skilji það og síðan þarf A líka að skilja svarið sem B gefur. Ef A býr til nýtt orð og B skilur það ekki eða líkar ekki við það, þá fellur það niður dautt og verður ekki notað í samskiptum þeirra. Þannig getur hvorugur þeirra „búið til“ orð nema með samþykki hins, hvað þá heilt tungumál.

Það þarf að minnsta kosti tvo einstaklinga til að eiginlegt tungumál verði til og þeir þurfa þá að skilja hvorn annan.

Tungumálið íslenska varð til á löngum tíma og þróaðist út frá enn eldri málum. Á víkingaöld (700-1050 eða svo) töluðu menn að miklu leyti sama tungumál á öllu svæðinu sem við köllum nú Danmörku, Noreg og Svíþjóð, og með landnáminu hér bættist Ísland við. Smám saman varð íslenskan svo sjálfstætt mál þannig að þeir sem töluðu það skildu ekki hina og öfugt.

En spurningin um það, hver bjó til tungumálið, verður kannski enn skemmtilegri ef við horfum á ritmálið út af fyrir sig. Það var nefnilega einu sinni til maður sem hægt væri að kalla höfund íslenska ritmálsins. Við vitum að vísu ekki hvað hann hét en hann er oft kallaður fyrsti málfræðingurinn eða höfundur fyrstu málfræðiritgerðarinnar. Hann var uppi um miðja tólftu öld þegar menn voru að byrja að skrifa fyrir alvöru á Íslandi. Hann rannsakaði og hugleiddi íslenska hljóðkerfið og velti fyrir sér hvaða bókstafi við þyrftum til að lýsa talmálinu sem best í ritmáli. Hann gerði að vísu tillögur um fleiri stafi en við notum núna, en nær allir íslenskir stafir sem eru ekki í latneska stafrófinu eru frá honum runnir.

Þegar við segjum að Edison hafi fundið upp ljósaperuna þá er raunin sú að þar komu margir við sögu en Edison náði mikilvægasta áfanganum. Á sama hátt má segja að fyrsti málfræðingurinn hafi haft veruleg áhrif á mótun íslenska ritmálsins þó að aðrir hafi líka átt sinn þátt í henni.

Meira lesefni um þetta má finna með því að smella á efnisorðið „málfræðiritgerð“ hér á eftir.

Mynd:...