Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Til hvers fara unglingar eiginlega á gelgjuskeiðið?

JGÞ

Sigurlína Davíðsdóttir hefur skrifað tvör svör á Vísindavefnum um unglinga og gelgjuskeið. Hún segir að aðalviðfangsefni unglingsáranna sé að skapa sér sjálfsmynd og átta sig á því hver maður sé. Í upphafi unglingsáranna er gildismat unglingsins byggt að mestu á gildimati foreldranna, eins og eðlilegt er. Þegar hann fer að breytast úr barni í ungling finnur hann að hann getur ekki samþykkt öll gildi foreldra sinna á þess að hann hafi fundið sín eigin gildi. Til þess að uppgötva sitt eigið gildismat þarf hann að vita hver hann er og hann fer í sjálfskönnun.

Sigurlína segir að þetta ferli geti verið erfitt:
Meðan á þessu stendur er unglingurinn gjarnan að máta nýjar og nýjar sjálfsmyndir til að athuga hvað hann heldur að henti sér best. Einn daginn geta foreldrarnir mætt pönkara með fjólublátt hár, nælur í eyrum og uppreisnargjörnum í meira lagi, þótt næsta dag sé aftur kominn á heimilið fyrirmyndarunglingur með sléttgreitt hár, í skólabolnum sínum, önnum kafinn að læra fyrir næsta dag.
Hægt er að lesa meira um gelgjuskeiðið í svörum Sigurlínu við spurningunum:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

15.5.2006

Spyrjandi

Ingibjörg Halldórsdóttir, f. 1994

Tilvísun

JGÞ. „Til hvers fara unglingar eiginlega á gelgjuskeiðið?“ Vísindavefurinn, 15. maí 2006. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5926.

JGÞ. (2006, 15. maí). Til hvers fara unglingar eiginlega á gelgjuskeiðið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5926

JGÞ. „Til hvers fara unglingar eiginlega á gelgjuskeiðið?“ Vísindavefurinn. 15. maí. 2006. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5926>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Til hvers fara unglingar eiginlega á gelgjuskeiðið?
Sigurlína Davíðsdóttir hefur skrifað tvör svör á Vísindavefnum um unglinga og gelgjuskeið. Hún segir að aðalviðfangsefni unglingsáranna sé að skapa sér sjálfsmynd og átta sig á því hver maður sé. Í upphafi unglingsáranna er gildismat unglingsins byggt að mestu á gildimati foreldranna, eins og eðlilegt er. Þegar hann fer að breytast úr barni í ungling finnur hann að hann getur ekki samþykkt öll gildi foreldra sinna á þess að hann hafi fundið sín eigin gildi. Til þess að uppgötva sitt eigið gildismat þarf hann að vita hver hann er og hann fer í sjálfskönnun.

Sigurlína segir að þetta ferli geti verið erfitt:
Meðan á þessu stendur er unglingurinn gjarnan að máta nýjar og nýjar sjálfsmyndir til að athuga hvað hann heldur að henti sér best. Einn daginn geta foreldrarnir mætt pönkara með fjólublátt hár, nælur í eyrum og uppreisnargjörnum í meira lagi, þótt næsta dag sé aftur kominn á heimilið fyrirmyndarunglingur með sléttgreitt hár, í skólabolnum sínum, önnum kafinn að læra fyrir næsta dag.
Hægt er að lesa meira um gelgjuskeiðið í svörum Sigurlínu við spurningunum:

...