Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík

Hvers vegna setjið þið ætíð enska þýðingu á vísindalegum (eða jafnvel óvísindalegum) orðum innan sviga í flestum ykkar svörum?

ÞV

Við viljum leynt og ljóst hvetja lesendur okkar til að afla sér meiri þekkingar en unnt er að birta í svörum okkar. Þetta gerum við með því að geta heimilda og nefna lesefni þegar svo ber undir, en einnig með því að vísa til annarra svara hjá okkur, ýmist með því að birta aðra spurningu í heild í texta eða þá með því að lesandi getur smellt á efnisorð sem fylgja svarinu. Allt þetta getur átt við lesendur sem kunna aðeins íslensku.

En allverulegur hluti af lesendum okkar getur lesið ensku og þá gesti viljum við hvetja til að nýta sér efni á ensku á Veraldarvefnum og um leið auðvelda þeim það. Þetta gerum við meðal annars með því að sýna ensk orð í svörum okkar enda eru þessi ensku orð lykillinn að þeim hafsjó fróðleiks sem Veraldarvefurinn er orðinn.

Eins og tryggir gestir okkar vita gerir Vísindavefurinn sér far um að beita íslensku máli við öll viðfangsefni sem spurt er um. En hitt er þó enn ofar í okkar huga, að veita lesendum sem bestan aðgang að þekkingu nútímans. Þess vegna höfum við vísvitandi kosið að hafa þennan hátt á sem spyrjandi lýsir alveg réttilega.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

15.5.2006

Spyrjandi

Andri Snær Ólafsson

Tilvísun

ÞV. „Hvers vegna setjið þið ætíð enska þýðingu á vísindalegum (eða jafnvel óvísindalegum) orðum innan sviga í flestum ykkar svörum?“ Vísindavefurinn, 15. maí 2006. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5931.

ÞV. (2006, 15. maí). Hvers vegna setjið þið ætíð enska þýðingu á vísindalegum (eða jafnvel óvísindalegum) orðum innan sviga í flestum ykkar svörum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5931

ÞV. „Hvers vegna setjið þið ætíð enska þýðingu á vísindalegum (eða jafnvel óvísindalegum) orðum innan sviga í flestum ykkar svörum?“ Vísindavefurinn. 15. maí. 2006. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5931>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna setjið þið ætíð enska þýðingu á vísindalegum (eða jafnvel óvísindalegum) orðum innan sviga í flestum ykkar svörum?
Við viljum leynt og ljóst hvetja lesendur okkar til að afla sér meiri þekkingar en unnt er að birta í svörum okkar. Þetta gerum við með því að geta heimilda og nefna lesefni þegar svo ber undir, en einnig með því að vísa til annarra svara hjá okkur, ýmist með því að birta aðra spurningu í heild í texta eða þá með því að lesandi getur smellt á efnisorð sem fylgja svarinu. Allt þetta getur átt við lesendur sem kunna aðeins íslensku.

En allverulegur hluti af lesendum okkar getur lesið ensku og þá gesti viljum við hvetja til að nýta sér efni á ensku á Veraldarvefnum og um leið auðvelda þeim það. Þetta gerum við meðal annars með því að sýna ensk orð í svörum okkar enda eru þessi ensku orð lykillinn að þeim hafsjó fróðleiks sem Veraldarvefurinn er orðinn.

Eins og tryggir gestir okkar vita gerir Vísindavefurinn sér far um að beita íslensku máli við öll viðfangsefni sem spurt er um. En hitt er þó enn ofar í okkar huga, að veita lesendum sem bestan aðgang að þekkingu nútímans. Þess vegna höfum við vísvitandi kosið að hafa þennan hátt á sem spyrjandi lýsir alveg réttilega....