Sólin Sólin Rís 09:01 • sest 18:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:51 • Sest 10:05 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:59 • Síðdegis: 24:01 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Má sérnafnið Nótt vera Nóttar í eignarfalli?

Guðrún Kvaran

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:
Hver eru rökin fyrir að rétt sé að eignarfallsending orðins/nafnsins Nótt sé til Nóttar eins og kemur fram á vefnum ordabok.com?

Samheitið nótt beygist ævinlega:

nf. et.nóttnf. ft.nætur
þf.nóttþf.nætur
þgf.nóttþgf.nóttum
ef.næturef.nótta

Þegar orðið er notað sem sérnafn er bæði notað eignarfallið Nætur og Nóttar eins og kemur fram ef orðið er slegið inn í beygingarlýsingu íslensks nútímamáls á Orðabók Háskólans. Bændur og hestamenn víða um land hafa sagt mér að svartar ær og merar fái gjarnan heitið Nótt og þá sé nánast alltaf notað eignarfallið Nóttar. Sama virðist gilda um kvenmannsnafnið Nótt, það fylgir oftar ánum og merunum en hinni upphaflegu eignarfallsmynd. Þó eru margir sem kjósa fremur að nota eignarfallið Nætur og virðist flest benda til að þessar tvímyndir muni lifa áfram hlið við hlið.Nokkuð hefur verið rætt um hvernig eigi að fallbeygja nafn Silvíu Nóttar/Nætur, fulltrúa Íslands í Evróvisjón 2006.

Eiginnöfn fara oft aðra leið í beygingu en samnöfnin. Sem dæmi mætti nefna björg sem í þolfalli og þágufalli er björg þegar um samheiti er að ræða en Björgu þegar talað er um konu. Tvímyndir eru einnig vel þekktar, eins og Þorkatli/Þorkeli í þágufalli og Höskulds/Höskuldar í eignarfalli.

Mynd: Ruv.is

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

16.5.2006

Spyrjandi

Guðrún Ingimundardóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Má sérnafnið Nótt vera Nóttar í eignarfalli?“ Vísindavefurinn, 16. maí 2006. Sótt 22. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5932.

Guðrún Kvaran. (2006, 16. maí). Má sérnafnið Nótt vera Nóttar í eignarfalli? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5932

Guðrún Kvaran. „Má sérnafnið Nótt vera Nóttar í eignarfalli?“ Vísindavefurinn. 16. maí. 2006. Vefsíða. 22. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5932>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Má sérnafnið Nótt vera Nóttar í eignarfalli?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:

Hver eru rökin fyrir að rétt sé að eignarfallsending orðins/nafnsins Nótt sé til Nóttar eins og kemur fram á vefnum ordabok.com?

Samheitið nótt beygist ævinlega:

nf. et.nóttnf. ft.nætur
þf.nóttþf.nætur
þgf.nóttþgf.nóttum
ef.næturef.nótta

Þegar orðið er notað sem sérnafn er bæði notað eignarfallið Nætur og Nóttar eins og kemur fram ef orðið er slegið inn í beygingarlýsingu íslensks nútímamáls á Orðabók Háskólans. Bændur og hestamenn víða um land hafa sagt mér að svartar ær og merar fái gjarnan heitið Nótt og þá sé nánast alltaf notað eignarfallið Nóttar. Sama virðist gilda um kvenmannsnafnið Nótt, það fylgir oftar ánum og merunum en hinni upphaflegu eignarfallsmynd. Þó eru margir sem kjósa fremur að nota eignarfallið Nætur og virðist flest benda til að þessar tvímyndir muni lifa áfram hlið við hlið.Nokkuð hefur verið rætt um hvernig eigi að fallbeygja nafn Silvíu Nóttar/Nætur, fulltrúa Íslands í Evróvisjón 2006.

Eiginnöfn fara oft aðra leið í beygingu en samnöfnin. Sem dæmi mætti nefna björg sem í þolfalli og þágufalli er björg þegar um samheiti er að ræða en Björgu þegar talað er um konu. Tvímyndir eru einnig vel þekktar, eins og Þorkatli/Þorkeli í þágufalli og Höskulds/Höskuldar í eignarfalli.

Mynd: Ruv.is...