Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju vaxa hendur á mann og af hverju fær maður þumalputta?

Skýringuna á því að við erum með hendur og þumalputta má finna í langri þróunarsögu okkar og forfeðra okkar. Með tilliti til þróunar getum við einfaldlega kallað hendur okkar framfætur en eftir að við fórum að standa upprétt þá gátum við notað framfæturna, það er hendurnar, til annarra verka, svo sem við að handfjatla verkfæri og vopn.

Í milljóna ára þróunarsögu mannsins hefur náttúrulegt val beint okkur í þá átt að þróa með okkur þumalfingur sem getur gripið á móti hinum fingrum handarinnar. Langflestir prímatar hafa einmitt einstaklega lipra og notadrjúga hönd þar sem þumalfingur þeirra getur gripið á móti hinum fingrunum. Prímatafræðingar nefna þetta griptækan þumal upp á íslensku. Þetta gerir prímötum kleift að grípa með mikilli nákvæmni utan um hlut, bæði stóra og smáa.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Útgáfudagur

12.4.2011

Spyrjandi

Ernst Guðni Hólmgeirsson, f. 1995; Sigurlaug Máney Hafliðadóttir, f. 1996

Höfundur

Tilvísun

JMH. „Af hverju vaxa hendur á mann og af hverju fær maður þumalputta?“ Vísindavefurinn, 12. apríl 2011. Sótt 12. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=59348.

JMH. (2011, 12. apríl). Af hverju vaxa hendur á mann og af hverju fær maður þumalputta? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59348

JMH. „Af hverju vaxa hendur á mann og af hverju fær maður þumalputta?“ Vísindavefurinn. 12. apr. 2011. Vefsíða. 12. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59348>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Anna-Lind Pétursdóttir

1971

Anna-Lind Pétursdóttir er prófessor í sálfræði við Menntavísindasvið HÍ. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að úrræðum fyrir börn með sérþarfir ásamt þjálfun skólastarfsfólks og foreldra í beitingu þeirra.