Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er glamúrfólk?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurningin hljóðaði svona í heild sinni:
Hvað er glamúr og hvað snýst hann um? Hvernig er manneskja sem er glamúr?

Glamúr, einnig glamor, er aðkomuorð fengið að láni frá ensku glamour, einnig ritað glamor. Orðinu er þannig lýst í Collins Cobuild Dictionary að það eigi við dýrðarljóma og spennu sem virðist fylgja áhugaverðri persónu, stað eða starfi sem er í tísku.

Í íslensku virðist orðið notað um prjál, skraut, glys, yfirleitt heldur ómerkilegt. Glamúrpía er þannig stúlka sem klæðir sig á áberandi hátt eða er með fremur ómerkilegt skraut. Glamúrlíf á fólki er heldur yfirborðslegt og glamúrflík er áberandi en ekki að sama skapi vönduð. Í Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál eru nefnd orðin glamúr og glamor í fyrrgreindri merkingu en einnig glamurgála í merkingunni 'tískudrós, glæsipía (1982:41). Glamur er þar einnig talið fengið úr ensku glamo(u)r.

Mynd: Magazine Data File

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

17.5.2006

Spyrjandi

Eyþór I., f. 1991

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig er glamúrfólk?“ Vísindavefurinn, 17. maí 2006, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5937.

Guðrún Kvaran. (2006, 17. maí). Hvernig er glamúrfólk? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5937

Guðrún Kvaran. „Hvernig er glamúrfólk?“ Vísindavefurinn. 17. maí. 2006. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5937>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er glamúrfólk?
Spurningin hljóðaði svona í heild sinni:

Hvað er glamúr og hvað snýst hann um? Hvernig er manneskja sem er glamúr?

Glamúr, einnig glamor, er aðkomuorð fengið að láni frá ensku glamour, einnig ritað glamor. Orðinu er þannig lýst í Collins Cobuild Dictionary að það eigi við dýrðarljóma og spennu sem virðist fylgja áhugaverðri persónu, stað eða starfi sem er í tísku.

Í íslensku virðist orðið notað um prjál, skraut, glys, yfirleitt heldur ómerkilegt. Glamúrpía er þannig stúlka sem klæðir sig á áberandi hátt eða er með fremur ómerkilegt skraut. Glamúrlíf á fólki er heldur yfirborðslegt og glamúrflík er áberandi en ekki að sama skapi vönduð. Í Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál eru nefnd orðin glamúr og glamor í fyrrgreindri merkingu en einnig glamurgála í merkingunni 'tískudrós, glæsipía (1982:41). Glamur er þar einnig talið fengið úr ensku glamo(u)r.

Mynd: Magazine Data File ...