Sólin Sólin Rís 03:32 • sest 23:21 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:00 • Sest 07:28 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:38 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 15:37 í Reykjavík

Af hverju er fólk loðið undir höndunum?

HMS

Á kynþroskaskeiði verða miklar breytingar á líkömum bæði pilta og stúlkna. Brjóst og mjaðmir stúlkna stækka og þær byrja á blæðingum, röddin dýpkar hjá báðum kynjum, þó meira hjá piltum en stúlkum, kynfæri þroskast og piltar fara að geta fengið sáðlát, og líkaminn stækkar hratt.

Bæði kyn fá einnig hár á ýmsa staði þar sem ekki var mikill hárvöxtur fyrir. Piltar fá skegg og bringuhár og verða oft loðnir á hand- og fótleggjum. Bæði piltar og stúlkur fá svo hár kringum kynfæri og undir höndum.

Karlhormón ráða því að hár vex undir höndum fólks. Á kynþroskaskeiði fara eistu pilta að framleiða mikið magn af karlhormónum. Hjá báðum kynjum taka nýrnahetturnar einnig til við að framleiða karlhormón í allnokkru magni, nógu miklu til að koma af stað hárvexti undir höndum hjá bæði piltum og stúlkum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

19.5.2006

Spyrjandi

Sæþór Bragi Sölvason, f. 1993

Tilvísun

HMS. „Af hverju er fólk loðið undir höndunum?“ Vísindavefurinn, 19. maí 2006. Sótt 28. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5945.

HMS. (2006, 19. maí). Af hverju er fólk loðið undir höndunum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5945

HMS. „Af hverju er fólk loðið undir höndunum?“ Vísindavefurinn. 19. maí. 2006. Vefsíða. 28. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5945>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er fólk loðið undir höndunum?
Á kynþroskaskeiði verða miklar breytingar á líkömum bæði pilta og stúlkna. Brjóst og mjaðmir stúlkna stækka og þær byrja á blæðingum, röddin dýpkar hjá báðum kynjum, þó meira hjá piltum en stúlkum, kynfæri þroskast og piltar fara að geta fengið sáðlát, og líkaminn stækkar hratt.

Bæði kyn fá einnig hár á ýmsa staði þar sem ekki var mikill hárvöxtur fyrir. Piltar fá skegg og bringuhár og verða oft loðnir á hand- og fótleggjum. Bæði piltar og stúlkur fá svo hár kringum kynfæri og undir höndum.

Karlhormón ráða því að hár vex undir höndum fólks. Á kynþroskaskeiði fara eistu pilta að framleiða mikið magn af karlhormónum. Hjá báðum kynjum taka nýrnahetturnar einnig til við að framleiða karlhormón í allnokkru magni, nógu miklu til að koma af stað hárvexti undir höndum hjá bæði piltum og stúlkum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

...