Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hver fann upp fyrstu vekjaraklukkuna og hvenær var það?

HMS

Vekjaraklukkur eru þarfaþing og ljóst að margir gætu ekki lifað án þeirra, eða allavega ekki með góðu móti vaknað á réttum tíma án þeirra.

Samkvæmt upplýsingum á vefsíðunni About.com fundu Forngrikkir upp nokkurs konar vekjaraklukku í kringum árið 250 f.Kr. Til þess nýttu þeir sér þekkingu sína á sjávarföllum. Þar sem þeir vissu að flóð og fjara skiptust á með reglulegu millibili ákváðu þeir að láta vatnsmagnið stjórna klukkunni. Þegar vatnsyfirborðið hafði náð tiltekinni hæð setti það af stað keðjuverkun sem leiddi að lokum til þess að blásið var í flautu og gaf það til kynna tímann.

Það var svo Levi Hutchins sem fann upp fyrstu vélrænu vekjaraklukkuna árið 1787. Þessi klukka hringdi aftur á móti alltaf á sama tíma, eða klukkan fjögur að nóttu, og ekki var hægt að stilla hana upp á nýtt. Það var svo ekki fyrr en um 100 árum seinna, eða 24. október árið 1876, sem Seth E. Thomas fékk einkaleyfi fyrir stillanlegri vekjaraklukku sem gat hringt á hvaða tíma sem er.

Þess er svo vert að geta að nýverið var fundin upp vekjaraklukka sem mælir á hvaða svefnstigi fólk er og vekur það einungis þegar það sefur mjög laust. Þetta gerir það að verkum að menn eiga auðveldara með að vakna og eru ekki jafn ruglaðir og þreyttir eftir svefninn.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

19.5.2006

Spyrjandi

Rakel Ólafsdóttir, f. 1993

Tilvísun

HMS. „Hver fann upp fyrstu vekjaraklukkuna og hvenær var það?“ Vísindavefurinn, 19. maí 2006. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5949.

HMS. (2006, 19. maí). Hver fann upp fyrstu vekjaraklukkuna og hvenær var það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5949

HMS. „Hver fann upp fyrstu vekjaraklukkuna og hvenær var það?“ Vísindavefurinn. 19. maí. 2006. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5949>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp fyrstu vekjaraklukkuna og hvenær var það?
Vekjaraklukkur eru þarfaþing og ljóst að margir gætu ekki lifað án þeirra, eða allavega ekki með góðu móti vaknað á réttum tíma án þeirra.

Samkvæmt upplýsingum á vefsíðunni About.com fundu Forngrikkir upp nokkurs konar vekjaraklukku í kringum árið 250 f.Kr. Til þess nýttu þeir sér þekkingu sína á sjávarföllum. Þar sem þeir vissu að flóð og fjara skiptust á með reglulegu millibili ákváðu þeir að láta vatnsmagnið stjórna klukkunni. Þegar vatnsyfirborðið hafði náð tiltekinni hæð setti það af stað keðjuverkun sem leiddi að lokum til þess að blásið var í flautu og gaf það til kynna tímann.

Það var svo Levi Hutchins sem fann upp fyrstu vélrænu vekjaraklukkuna árið 1787. Þessi klukka hringdi aftur á móti alltaf á sama tíma, eða klukkan fjögur að nóttu, og ekki var hægt að stilla hana upp á nýtt. Það var svo ekki fyrr en um 100 árum seinna, eða 24. október árið 1876, sem Seth E. Thomas fékk einkaleyfi fyrir stillanlegri vekjaraklukku sem gat hringt á hvaða tíma sem er.

Þess er svo vert að geta að nýverið var fundin upp vekjaraklukka sem mælir á hvaða svefnstigi fólk er og vekur það einungis þegar það sefur mjög laust. Þetta gerir það að verkum að menn eiga auðveldara með að vakna og eru ekki jafn ruglaðir og þreyttir eftir svefninn.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

...