Hraðskreiðasti bíll í heimi nefnist ThrustSSC, en SSC stendur fyrir supersonic car eða hljóðfráan bíl. Nafnið vísar til þess að bíllinn nær hljóðhraða. Bíllinn er knúinn tveimur þotuhreyflum og er mjög straumlínulagaður.
ThrustSSC var fyrsti bíllinn til að rjúfa hljóðmúrinn, en það gerði hann 13. október árið 1997. Núverandi hraðamet var þó ekki formlega sett fyrr en 15. október, tveimur dögum seinna, en þá náði ThrustSSC 1228 km/klst meðalhraða.
Frekara lesefni á Vísindavefnum
- Hvaða bílar eru hraðskreiðustu bílar heims, fyrir utan formúlubíla? eftir EÖÞ.
- Hver er mesti hraði sem manneskja hefur náð á hvernig farartæki sem er? eftir Ulriku Andersson.
- Land speed record. Wikipedia: The free encyclopedia.
- Supersonic flight. Encyclopædia Britannica Online.
- ThrustSSC. Wikipedia: The free encyclopedia.
- Myndin er fengin af síðunni Image:Thrustssc.750pix.jpg. Wikipedia: The free encyclopedia.