Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru rafmagnsgítarar gamlir?

MBS

Rafmagnsgítar er gítargerð þar sem tónninn er magnaður upp með rafseglum sem nema truflanir í segulsviði sem strengirnir valda þegar þeir sveiflast. Ólíkt venjulegum gítörum þjónar því kassi rafmagngítars ekki þeim tilgangi að magna upp hljóð og því getur lögun hans verið með ýmsu móti.



Rafmagnsgítar náði fyrst vinsældum á 4. og 5. áratug 20. aldar þegar stórsveitartónlist (e. big band) varð vinsæl. Til að hljómmikil blásturshljóðfærin yfirgnæfðu ekki gítarinn var nauðsynlegt að magna upp í honum hljóminn. Fyrstu rafmagnsgítararnir voru svokallaðir "archtop" gítarar. Þetta voru stálstrengjagítarar sem höfðu einkennandi sveigða lögun á fremri fleti gítarsins og voru tengdir við magnara. Hljómur þeirra þótti eiga einkar vel við blús, jazz, sveitatónlist og ákveðnar tegundir rokks.



Einir allra fyrstu rafmagnsgítararnir voru framleiddir á 4. áratug síðustu aldar af Rickenbacker-fyrirtækinu. Les Paul, frægur gítarleikari og uppfinningamaður, hannaði fyrsta rafmagnsgítarinn með gegnheilan gítarkassa árið 1942. Hann fór í framleiðslu hjá Gibson-gítarfyrirtækinu, en kom ekki á á markað fyrr en árið 1952. Þá hafði annað hljóðfærafyrirtæki þegar komið rafmagnsgítar á markaðinn fjórum árum fyrr. Fyrirtæki Leo Fender kom svo fyrsta rafmagnsgítarnum með gegnheilan gítarkassa á almennan markað árið 1948. Gítarinn hét upphaflega "Fender Broadcaster" en var endurnefndur "Fender Telecaster" árið 1950.



Árið 1954 kom endurbætt útgáfa af Telecaster á markaðinn undir heitinu Stratocaster, sem í daglegu tali er yfirleitt kallaður "Fender Strat". Þessi gítar er enn einn eftirsóttasti rafmagnsgítarinn á markaðnum. Fjölmörg fyrirtæki hafa því brugðið á það ráð að selja eftirlíkingar af Stratocaster sem þeir gefa þá svipuð heiti.



"Les Paul" gítar Gibson-fyrirtækisins varð einnig mjög vinsæll og er enn í dag einn vinsælasti gítar heims ásamt "Fender Strat". Útlit og hönnun þeirra beggja hefur haldist nánast óbreytt í 50 ár og enn endurspegla allir gegnheilir rafmagnsgítarar sem framleiddir eru þessa upprunalegu hönnun.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Nánari upplýsingar má finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

19.5.2006

Spyrjandi

Snæfríður Guðmundsdóttir, f. 1993

Tilvísun

MBS. „Hvað eru rafmagnsgítarar gamlir?“ Vísindavefurinn, 19. maí 2006, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5957.

MBS. (2006, 19. maí). Hvað eru rafmagnsgítarar gamlir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5957

MBS. „Hvað eru rafmagnsgítarar gamlir?“ Vísindavefurinn. 19. maí. 2006. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5957>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru rafmagnsgítarar gamlir?
Rafmagnsgítar er gítargerð þar sem tónninn er magnaður upp með rafseglum sem nema truflanir í segulsviði sem strengirnir valda þegar þeir sveiflast. Ólíkt venjulegum gítörum þjónar því kassi rafmagngítars ekki þeim tilgangi að magna upp hljóð og því getur lögun hans verið með ýmsu móti.



Rafmagnsgítar náði fyrst vinsældum á 4. og 5. áratug 20. aldar þegar stórsveitartónlist (e. big band) varð vinsæl. Til að hljómmikil blásturshljóðfærin yfirgnæfðu ekki gítarinn var nauðsynlegt að magna upp í honum hljóminn. Fyrstu rafmagnsgítararnir voru svokallaðir "archtop" gítarar. Þetta voru stálstrengjagítarar sem höfðu einkennandi sveigða lögun á fremri fleti gítarsins og voru tengdir við magnara. Hljómur þeirra þótti eiga einkar vel við blús, jazz, sveitatónlist og ákveðnar tegundir rokks.



Einir allra fyrstu rafmagnsgítararnir voru framleiddir á 4. áratug síðustu aldar af Rickenbacker-fyrirtækinu. Les Paul, frægur gítarleikari og uppfinningamaður, hannaði fyrsta rafmagnsgítarinn með gegnheilan gítarkassa árið 1942. Hann fór í framleiðslu hjá Gibson-gítarfyrirtækinu, en kom ekki á á markað fyrr en árið 1952. Þá hafði annað hljóðfærafyrirtæki þegar komið rafmagnsgítar á markaðinn fjórum árum fyrr. Fyrirtæki Leo Fender kom svo fyrsta rafmagnsgítarnum með gegnheilan gítarkassa á almennan markað árið 1948. Gítarinn hét upphaflega "Fender Broadcaster" en var endurnefndur "Fender Telecaster" árið 1950.



Árið 1954 kom endurbætt útgáfa af Telecaster á markaðinn undir heitinu Stratocaster, sem í daglegu tali er yfirleitt kallaður "Fender Strat". Þessi gítar er enn einn eftirsóttasti rafmagnsgítarinn á markaðnum. Fjölmörg fyrirtæki hafa því brugðið á það ráð að selja eftirlíkingar af Stratocaster sem þeir gefa þá svipuð heiti.



"Les Paul" gítar Gibson-fyrirtækisins varð einnig mjög vinsæll og er enn í dag einn vinsælasti gítar heims ásamt "Fender Strat". Útlit og hönnun þeirra beggja hefur haldist nánast óbreytt í 50 ár og enn endurspegla allir gegnheilir rafmagnsgítarar sem framleiddir eru þessa upprunalegu hönnun.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Nánari upplýsingar má finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan.

Heimildir og myndir:...