Sólin Sólin Rís 10:37 • sest 15:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:55 • Sest 20:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:23 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:58 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík

Af hverju er talað um að hafa ekki grænan?

HMS

'Að hafa ekki grænan' er stytting á orðtakinu 'að hafa ekki grænan grun'. Merking þess er að hafa ekki hugmynd um eitthvað, að standa algjörlega á gati.

Hér er enn ósvarað af hverju grunurinn er grænn. Guðrún Kvaran segir í svari sínu við spurningunni Hvaðan kemur græni liturinn í "einum grænum hvelli"? að grænn sé í mörgum orðtökum notað til að gefa aukna áherslu. Þetta segir hún að eigi einnig við um grænan grun en það orðtak er auk þess stuðlað sem kallað er (gr - gr), en það finnst mörgum sérstaklega áhrifamikið og minnisstætt.


Grænjaxlar eru ungir og óþroskaðir.

Einnig má benda á að það 'að vera alveg grænn' merkir að maður viti ekki neitt, að maður sé óreyndur og grunlaus. Sömu merkingu hefur orðið 'grænjaxl', en orðið er líka notað í upphaflegri merkingu um græn, ung og óþroskuð ber.

Mynd: The Faces Of Doles: 2005 Strawberry Picking Pictures! Are you in here?

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

dósent við Sálfræðideild

Útgáfudagur

22.5.2006

Spyrjandi

Selma Margrét Reynisdóttir, f. 1993

Tilvísun

HMS. „Af hverju er talað um að hafa ekki grænan?“ Vísindavefurinn, 22. maí 2006. Sótt 28. nóvember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=5961.

HMS. (2006, 22. maí). Af hverju er talað um að hafa ekki grænan? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5961

HMS. „Af hverju er talað um að hafa ekki grænan?“ Vísindavefurinn. 22. maí. 2006. Vefsíða. 28. nóv. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5961>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er talað um að hafa ekki grænan?
'Að hafa ekki grænan' er stytting á orðtakinu 'að hafa ekki grænan grun'. Merking þess er að hafa ekki hugmynd um eitthvað, að standa algjörlega á gati.

Hér er enn ósvarað af hverju grunurinn er grænn. Guðrún Kvaran segir í svari sínu við spurningunni Hvaðan kemur græni liturinn í "einum grænum hvelli"? að grænn sé í mörgum orðtökum notað til að gefa aukna áherslu. Þetta segir hún að eigi einnig við um grænan grun en það orðtak er auk þess stuðlað sem kallað er (gr - gr), en það finnst mörgum sérstaklega áhrifamikið og minnisstætt.


Grænjaxlar eru ungir og óþroskaðir.

Einnig má benda á að það 'að vera alveg grænn' merkir að maður viti ekki neitt, að maður sé óreyndur og grunlaus. Sömu merkingu hefur orðið 'grænjaxl', en orðið er líka notað í upphaflegri merkingu um græn, ung og óþroskuð ber.

Mynd: The Faces Of Doles: 2005 Strawberry Picking Pictures! Are you in here?...