Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvernig munum við?

Heiða María Sigurðardóttir

Minni telst vera þau hugar- og heilaferli þar sem tekið er á móti upplýsingum, þær varðveittar og að lokum endurheimtar. Án minnis gætum við ekki hugsað um það sem gerðist í gær − ekki einu sinni um það sem gerðist fyrir sekúndu. Það eina sem við skynjuðum væri líðandi stund, það eina sem væri til væri núið.

Það er því ljóst að minni er ótrúlega mikilvægur eiginleiki. Í því felst að fólk getur skráð atburði lífs síns og endurspilað þá í huga sér. Minni er líka forsenda alls náms; án einhvers konar minnis gætum við ekki lært af reynslunni og værum líklega algjörlega óbreytanleg.

Myndun nýrra minninga felur alltaf í sér einhvers konar breytingu á tengingum á milli taugafruma. Hvar í heilanum þessar breytingar verða, og nákvæmlega hvernig þeim er háttað, fer svo eftir hvers konar upplýsingar verið er að leggja á minnið og til hvers á að nota þær. Mandlan (e. amygdala) er til að mynda heilasvæði sem tekur mikinn þátt í myndun óttablandinna minninga, og forennisblaðið (e. prefrontal lobe) virðist gegna mikilvægu hlutverki í vinnsluminni.

Þegar endurheimta á minningarnar virðist skipta máli að vera í svipuðu heila- og hugarástandi og þegar minningarnar voru skráðar; annars er hætta á að maður "rati ekki rétta leið" að þeim. Sumir telja raunar að þetta sé ein aðalástæða gleymsku, það er að minningarnar séu ekki glataðar heldur hafi leiðin að þeim tapast.

Þeim sem vilja lesa sér meira til um minnið er bent á tvö prýðisgóð svör hér á Vísindavefnum. Jörgen Pind svarar spurningunni Hvernig fer heilinn í okkur að því að muna? ítarlega og Sigurður J. Grétarsson fjallar um hversu mikið hægt er að muna í svari sínu við spurningunni Er geymslurými heilans óendanlegt?

Heimildir

  • Aldís Guðmundsdóttir og Jörgen Pind (2003). Almenn sálfræði: Hugur, heili, hátterni. Reykjavík: Mál og menning.
  • Gleitman, H., Fridlund, A. J. og Reisberg, D. (1999). Psychology (5. útgáfa). New York: Norton.

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

22.5.2006

Spyrjandi

Kristján Helgi Carrasco, f. 1993

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Hvernig munum við?“ Vísindavefurinn, 22. maí 2006. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5962.

Heiða María Sigurðardóttir. (2006, 22. maí). Hvernig munum við? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5962

Heiða María Sigurðardóttir. „Hvernig munum við?“ Vísindavefurinn. 22. maí. 2006. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5962>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig munum við?
Minni telst vera þau hugar- og heilaferli þar sem tekið er á móti upplýsingum, þær varðveittar og að lokum endurheimtar. Án minnis gætum við ekki hugsað um það sem gerðist í gær − ekki einu sinni um það sem gerðist fyrir sekúndu. Það eina sem við skynjuðum væri líðandi stund, það eina sem væri til væri núið.

Það er því ljóst að minni er ótrúlega mikilvægur eiginleiki. Í því felst að fólk getur skráð atburði lífs síns og endurspilað þá í huga sér. Minni er líka forsenda alls náms; án einhvers konar minnis gætum við ekki lært af reynslunni og værum líklega algjörlega óbreytanleg.

Myndun nýrra minninga felur alltaf í sér einhvers konar breytingu á tengingum á milli taugafruma. Hvar í heilanum þessar breytingar verða, og nákvæmlega hvernig þeim er háttað, fer svo eftir hvers konar upplýsingar verið er að leggja á minnið og til hvers á að nota þær. Mandlan (e. amygdala) er til að mynda heilasvæði sem tekur mikinn þátt í myndun óttablandinna minninga, og forennisblaðið (e. prefrontal lobe) virðist gegna mikilvægu hlutverki í vinnsluminni.

Þegar endurheimta á minningarnar virðist skipta máli að vera í svipuðu heila- og hugarástandi og þegar minningarnar voru skráðar; annars er hætta á að maður "rati ekki rétta leið" að þeim. Sumir telja raunar að þetta sé ein aðalástæða gleymsku, það er að minningarnar séu ekki glataðar heldur hafi leiðin að þeim tapast.

Þeim sem vilja lesa sér meira til um minnið er bent á tvö prýðisgóð svör hér á Vísindavefnum. Jörgen Pind svarar spurningunni Hvernig fer heilinn í okkur að því að muna? ítarlega og Sigurður J. Grétarsson fjallar um hversu mikið hægt er að muna í svari sínu við spurningunni Er geymslurými heilans óendanlegt?

Heimildir

  • Aldís Guðmundsdóttir og Jörgen Pind (2003). Almenn sálfræði: Hugur, heili, hátterni. Reykjavík: Mál og menning.
  • Gleitman, H., Fridlund, A. J. og Reisberg, D. (1999). Psychology (5. útgáfa). New York: Norton.
...