Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Myndi áttaviti á suðurpólnum snúast í hringi?

Svarið er í aðalatriðum já; áttaviti á syðra segulskauti jarðar mundi snúast í hringi og ekki stöðvast við neina sérstaka stefnu. En vert er að taka eftir því að þetta á við segulskautið en ekki heimskautið sjálft, en alllangt er þar á milli. Það sama á við um norðurskautið.

Ef við erum stödd á norðurpólnum liggja allar leiðir til suðurs. Áttaviti á nyrðra segulskautinu stefnir á sama hátt alltaf á syðra segulskautið; allar leiðir liggja þangað.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Nánari upplýsingar má svo finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan.

Útgáfudagur

22.5.2006

Spyrjandi

Dagur Viljar, f. 1993

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Tilvísun

ÞV. „Myndi áttaviti á suðurpólnum snúast í hringi?“ Vísindavefurinn, 22. maí 2006. Sótt 27. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=5963.

ÞV. (2006, 22. maí). Myndi áttaviti á suðurpólnum snúast í hringi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5963

ÞV. „Myndi áttaviti á suðurpólnum snúast í hringi?“ Vísindavefurinn. 22. maí. 2006. Vefsíða. 27. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5963>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Jón Gunnar Bernburg

1973

Jón Gunnar Bernburg er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir Jóns Gunnars spanna fjölmörg svið félagsfræðinnar. Núverandi rannsóknarefni hans eru fjöldamótmæli í samtímanum, en hann hefur einnig fengist við rannsóknir sem tengjast vandamálum ungmenna og afbrotum, svo dæmi séu tekin.