Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver fann upp golf?

HMS

Margir halda að golf hafi verið fundið upp í Skotlandi. Ástæðu þess má rekja aftur til ársins 1457, en þá sendi skoska þingið frá sér ályktun þess efnis að banna ætti bæði fótbolta og golf (futbawe and ye golf) sökum þess að slíkar íþróttir væru til einskis nýtar.

Nú eru menn farnir að efast um að ofangreind þingsályktun færi sönnur á að golf sé raunverulega skosk íþrótt. Fundist hafa eldri myndir og ristur frá meginlandi Evrópu sem sýna fólk stunda íþrótt sem minnir um margt á golf. Auk þess er ekki sannað að orðið 'golf' í ályktuninni vísi til sömu íþróttar og það gerir nú á dögum.

Allmargir eru því farnir að hallast að því að golf sé ekki skoskt heldur ef til vill hollenskt að uppruna. Til er hollensk lýsing á golfleik frá 16. öld sem er um hundrað árum eldri en fyrsta lýsingin á sama leik á skosku. Margt bendir líka til að 'golf' sé komið af hollenska orðinu 'kolven', sem aftur er dregið af 'kolve' sem þýðir 'kylfa'.

Forverar golfs gætu svo verið enn eldri, og í því samhengi hafa verið nefndar íþróttir eins og hin rómverska paganica, chuiwan frá Kína, cambuca frá Englandi og chaugán frá Persíu.

Þrátt fyrir þetta má segja að Skotar hafi þróað golfíþróttina og gert hana að því sem hún er á okkar dögum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Vegna tæknivandamála töpuðust upplýsingar um spyrjanda. Hann er vinsamlegast beðinn um að hafa samband aftur.

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

23.5.2006

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

HMS. „Hver fann upp golf?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2006, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5965.

HMS. (2006, 23. maí). Hver fann upp golf? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5965

HMS. „Hver fann upp golf?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2006. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5965>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp golf?
Margir halda að golf hafi verið fundið upp í Skotlandi. Ástæðu þess má rekja aftur til ársins 1457, en þá sendi skoska þingið frá sér ályktun þess efnis að banna ætti bæði fótbolta og golf (futbawe and ye golf) sökum þess að slíkar íþróttir væru til einskis nýtar.

Nú eru menn farnir að efast um að ofangreind þingsályktun færi sönnur á að golf sé raunverulega skosk íþrótt. Fundist hafa eldri myndir og ristur frá meginlandi Evrópu sem sýna fólk stunda íþrótt sem minnir um margt á golf. Auk þess er ekki sannað að orðið 'golf' í ályktuninni vísi til sömu íþróttar og það gerir nú á dögum.

Allmargir eru því farnir að hallast að því að golf sé ekki skoskt heldur ef til vill hollenskt að uppruna. Til er hollensk lýsing á golfleik frá 16. öld sem er um hundrað árum eldri en fyrsta lýsingin á sama leik á skosku. Margt bendir líka til að 'golf' sé komið af hollenska orðinu 'kolven', sem aftur er dregið af 'kolve' sem þýðir 'kylfa'.

Forverar golfs gætu svo verið enn eldri, og í því samhengi hafa verið nefndar íþróttir eins og hin rómverska paganica, chuiwan frá Kína, cambuca frá Englandi og chaugán frá Persíu.

Þrátt fyrir þetta má segja að Skotar hafi þróað golfíþróttina og gert hana að því sem hún er á okkar dögum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Vegna tæknivandamála töpuðust upplýsingar um spyrjanda. Hann er vinsamlegast beðinn um að hafa samband aftur....