Nú eru menn farnir að efast um að ofangreind þingsályktun færi sönnur á að golf sé raunverulega skosk íþrótt. Fundist hafa eldri myndir og ristur frá meginlandi Evrópu sem sýna fólk stunda íþrótt sem minnir um margt á golf. Auk þess er ekki sannað að orðið 'golf' í ályktuninni vísi til sömu íþróttar og það gerir nú á dögum.
Allmargir eru því farnir að hallast að því að golf sé ekki skoskt heldur ef til vill hollenskt að uppruna. Til er hollensk lýsing á golfleik frá 16. öld sem er um hundrað árum eldri en fyrsta lýsingin á sama leik á skosku. Margt bendir líka til að 'golf' sé komið af hollenska orðinu 'kolven', sem aftur er dregið af 'kolve' sem þýðir 'kylfa'.
Forverar golfs gætu svo verið enn eldri, og í því samhengi hafa verið nefndar íþróttir eins og hin rómverska paganica, chuiwan frá Kína, cambuca frá Englandi og chaugán frá Persíu.
Þrátt fyrir þetta má segja að Skotar hafi þróað golfíþróttina og gert hana að því sem hún er á okkar dögum.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:- Hvernig getur fótbolti eða golfkúla sveigt til hægri eða vinstri á fluginu? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Hvað eru margar holur á golfkúlum? eftir Örn Helgason
- Golf. Encyclopædia Britannica Online.
- Golf: History. Wikipedia: The Free Encyclopedia.
- Myndin er fengin af síðunni A History of Golf since 1497. GolfEurope.com.
Vegna tæknivandamála töpuðust upplýsingar um spyrjanda. Hann er vinsamlegast beðinn um að hafa samband aftur.