Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að stjórna þjörkum með huganum?

Kristinn R. Þórisson

Þegar við hreyfum handleggi, hendur, fætur og aðra líkamsparta stjórnum við þeim með huganum. Með spurningunni er þó auðvitað ekki átt við hvort hægt sé að grípa í fjarstýringu fyrir þjarka og stjórna honum þannig "með huganum" − væntanlega er átt við hvort hægt sé að stjórna þjarka með huganum einum saman, það er að segja án þess að hreyfa vöðva í okkar eigin líkama. Svarið er já.


Þjarkahönd með fjarstýringu.

Heilinn okkar er samansettur úr milljörðum taugafrumna sem hafa samskipti sín á milli með rafboðum. Þrátt fyrir að samskiptin gerist í heilanum − undir húð, hári og höfuðkúpu − er hægt að mæla heilabylgjur á yfirborðinu með þar til gerðum búnaði sem settur er á höfuðið.

Heilabylgjur tengjast andlegu ástandi okkar − hvort við erum syfjuð, vakandi, sofandi, í hvíld og svo framvegis. Við getum breytt bylgjunum viljandi, til dæmis með því að hugsa um eitthvað ögrandi eða eitthvað þreytandi. Ef útbúið er forrit sem annars vegar túlkar heilabylgjur og hins vegar stjórnar þjarka er hægt að tengja þetta tvennt saman og þannig stjórna þjarka með "huganum einum saman".

Kerfi sem þessi verða sífellt fullkomnari en þau eru ekki nærri eins nákvæm og manneskja með venjulega þjarkafjarstýringu. Talsvert betri árangri má ná ef rafskaut eru sett beint inn í heilann á vandlega völdum stöðum. Slíkt hefur meðal annars verið gert í öpum og þeir þjálfaðir í að stjórna flóknum þjarkahreyfingum með hugsun einni saman. Það erfiðasta í slíkum aðgerðum er ekki að koma rafskautunum fyrir, því stöðvarnar sem stjórna vöðvum í líkamanum er að finna á frekar skýrt afmörkuðum svæðum í heilanum; mun erfiðara er að túlka heilaboðin á réttan hátt. Aðgerðir sem þessar munu í framtíðinni að öllum líkindum geta hjálpað fólki sem hefur lamast eða misst útlimi. Enn eru þó tilraunir á mönnum fremur skammt á veg komnar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

Höfundur

Kristinn R. Þórisson

prófessor í tölvunarfræði við HR og stjórnandi Vitvélastofnunar Íslands

Útgáfudagur

23.5.2006

Spyrjandi

Sjafnar Björgvinsson, f. 1993

Tilvísun

Kristinn R. Þórisson. „Er hægt að stjórna þjörkum með huganum?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2006, sótt 12. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5969.

Kristinn R. Þórisson. (2006, 23. maí). Er hægt að stjórna þjörkum með huganum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5969

Kristinn R. Þórisson. „Er hægt að stjórna þjörkum með huganum?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2006. Vefsíða. 12. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5969>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að stjórna þjörkum með huganum?
Þegar við hreyfum handleggi, hendur, fætur og aðra líkamsparta stjórnum við þeim með huganum. Með spurningunni er þó auðvitað ekki átt við hvort hægt sé að grípa í fjarstýringu fyrir þjarka og stjórna honum þannig "með huganum" − væntanlega er átt við hvort hægt sé að stjórna þjarka með huganum einum saman, það er að segja án þess að hreyfa vöðva í okkar eigin líkama. Svarið er já.


Þjarkahönd með fjarstýringu.

Heilinn okkar er samansettur úr milljörðum taugafrumna sem hafa samskipti sín á milli með rafboðum. Þrátt fyrir að samskiptin gerist í heilanum − undir húð, hári og höfuðkúpu − er hægt að mæla heilabylgjur á yfirborðinu með þar til gerðum búnaði sem settur er á höfuðið.

Heilabylgjur tengjast andlegu ástandi okkar − hvort við erum syfjuð, vakandi, sofandi, í hvíld og svo framvegis. Við getum breytt bylgjunum viljandi, til dæmis með því að hugsa um eitthvað ögrandi eða eitthvað þreytandi. Ef útbúið er forrit sem annars vegar túlkar heilabylgjur og hins vegar stjórnar þjarka er hægt að tengja þetta tvennt saman og þannig stjórna þjarka með "huganum einum saman".

Kerfi sem þessi verða sífellt fullkomnari en þau eru ekki nærri eins nákvæm og manneskja með venjulega þjarkafjarstýringu. Talsvert betri árangri má ná ef rafskaut eru sett beint inn í heilann á vandlega völdum stöðum. Slíkt hefur meðal annars verið gert í öpum og þeir þjálfaðir í að stjórna flóknum þjarkahreyfingum með hugsun einni saman. Það erfiðasta í slíkum aðgerðum er ekki að koma rafskautunum fyrir, því stöðvarnar sem stjórna vöðvum í líkamanum er að finna á frekar skýrt afmörkuðum svæðum í heilanum; mun erfiðara er að túlka heilaboðin á réttan hátt. Aðgerðir sem þessar munu í framtíðinni að öllum líkindum geta hjálpað fólki sem hefur lamast eða misst útlimi. Enn eru þó tilraunir á mönnum fremur skammt á veg komnar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

...