Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Er það rétt að ekkert rími við orðin tungl og vatn?

Guðrún Kvaran

Orðin tungl og vatn eru vissulega erfið rímorð.

Í þjóðsögum Jóns Árnasonar (II:21-22) segir frá því að Kolbeinn Jöklaskáld og kölski hafi samið um að kveðast á og skyldu þeir sitja hvor hjá öðrum á Þúfubjargi. Fyrri hluta nætur átti kölski að yrkja fyrri partinn en Kolbeinn að botna en síðari hluta nætur orti Kolbeinn fyrri partinn og kölski botnaði. Sömdu þeir um það að sá þeirra sem ekki gæti botnað vísu hins skyldi steypast fram af bjarginu og vera eftir það á valdi hins. Kolbeini gekk vel að botna allar vísur kölska og kölska gekk vel framan af. Þar kom að Kolbeinn tók upp hníf, hélt honum fyrir framan glyrnurnar á kölska svo eggina bar við tunglið og kvað:
Horfðu í þessa egg, egg

undir þetta tungl, tungl.

Kölska varð orðfall því að hann fann ekkert íslenskt orð er rímað gæti við tungl og sagði við Kolbein: "Þetta er ekki skáldskapur að tarna, Kolbeinn." Kolbeinn botnaði þá sjálfur vísuna:
Ég steypi þér þá með legg, legg

lið sem hrærir ungl ungl.

(Sumir hafa síðustu línuna: sem liðurinn hrærir úln, úln.) Kölski beið ekki boðanna og steyptist ofan fyrir bjargið í eina brimölduna og reyndi ekki aftur að kveðast á við Kolbein.



Það reynist fleirum en kölska erfitt að finna rím við orðið tungl.

Þarna leikur Kolbeinn með orðið úlnliður en af því eru einnig til framburðarmyndirnar [ungliður, úlliður] og [únliður]. Af tungl eru til framburðarmyndirnar [túln] og [túnl].

Hvað vatn áhrærir finnast rímorð við aukafallsmyndir, eins og við eignarfallið vatns [frb. vass]. Þar má nefna djass, glass, grass, hlass, hvass, kjass, krass, pass, rass, skass. Við þágufallið vatni rímar batni og sjatni og sömu sagnir gefa af sér rímorð við þágufall fleirtölu, vötnum. Við eignarfallsmynd fleirtölu vatna ríma til dæmis batna, gatna, platna, skatna. Dæmin eru fengin úr Rímorðabók Eiríks Rögnvaldssonar (1989:30). Erfiðara er hins vegar að finna rímorð á móti nefnifallsmyndinni vatn. Sumir hafa þá leikið sér að því að skipta rímorðinu milli lína þannig að á móti vatn rími batn-, skatn- en beygingarendingin komi fremst í næstu línu.

Mynd: ESO Photo Gallery

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

1.6.2006

Spyrjandi

Daníel Ólafsson, f. 1989

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er það rétt að ekkert rími við orðin tungl og vatn?“ Vísindavefurinn, 1. júní 2006. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5988.

Guðrún Kvaran. (2006, 1. júní). Er það rétt að ekkert rími við orðin tungl og vatn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5988

Guðrún Kvaran. „Er það rétt að ekkert rími við orðin tungl og vatn?“ Vísindavefurinn. 1. jún. 2006. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5988>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er það rétt að ekkert rími við orðin tungl og vatn?
Orðin tungl og vatn eru vissulega erfið rímorð.

Í þjóðsögum Jóns Árnasonar (II:21-22) segir frá því að Kolbeinn Jöklaskáld og kölski hafi samið um að kveðast á og skyldu þeir sitja hvor hjá öðrum á Þúfubjargi. Fyrri hluta nætur átti kölski að yrkja fyrri partinn en Kolbeinn að botna en síðari hluta nætur orti Kolbeinn fyrri partinn og kölski botnaði. Sömdu þeir um það að sá þeirra sem ekki gæti botnað vísu hins skyldi steypast fram af bjarginu og vera eftir það á valdi hins. Kolbeini gekk vel að botna allar vísur kölska og kölska gekk vel framan af. Þar kom að Kolbeinn tók upp hníf, hélt honum fyrir framan glyrnurnar á kölska svo eggina bar við tunglið og kvað:
Horfðu í þessa egg, egg

undir þetta tungl, tungl.

Kölska varð orðfall því að hann fann ekkert íslenskt orð er rímað gæti við tungl og sagði við Kolbein: "Þetta er ekki skáldskapur að tarna, Kolbeinn." Kolbeinn botnaði þá sjálfur vísuna:
Ég steypi þér þá með legg, legg

lið sem hrærir ungl ungl.

(Sumir hafa síðustu línuna: sem liðurinn hrærir úln, úln.) Kölski beið ekki boðanna og steyptist ofan fyrir bjargið í eina brimölduna og reyndi ekki aftur að kveðast á við Kolbein.



Það reynist fleirum en kölska erfitt að finna rím við orðið tungl.

Þarna leikur Kolbeinn með orðið úlnliður en af því eru einnig til framburðarmyndirnar [ungliður, úlliður] og [únliður]. Af tungl eru til framburðarmyndirnar [túln] og [túnl].

Hvað vatn áhrærir finnast rímorð við aukafallsmyndir, eins og við eignarfallið vatns [frb. vass]. Þar má nefna djass, glass, grass, hlass, hvass, kjass, krass, pass, rass, skass. Við þágufallið vatni rímar batni og sjatni og sömu sagnir gefa af sér rímorð við þágufall fleirtölu, vötnum. Við eignarfallsmynd fleirtölu vatna ríma til dæmis batna, gatna, platna, skatna. Dæmin eru fengin úr Rímorðabók Eiríks Rögnvaldssonar (1989:30). Erfiðara er hins vegar að finna rímorð á móti nefnifallsmyndinni vatn. Sumir hafa þá leikið sér að því að skipta rímorðinu milli lína þannig að á móti vatn rími batn-, skatn- en beygingarendingin komi fremst í næstu línu.

Mynd: ESO Photo Gallery...