Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um langvinna lungnateppu?

Doktor.is

Langvinn lungnateppa (e. chronic obstructive pulmonary disease, COPD) er samheiti yfir ýmsa sjúkdóma, meðal annars lungnaþembu, langvinna berkjubólgu og reykingalungu. Um er að ræða bólguástand sem veldur ertingu í berkjunum, aukinni slímmyndun og stækkun og eyðileggingu á lungnablöðrunum. Lungnateppa einkennist af hósta og mæði sem versnar smám saman með árunum. Nauðsynlegasta "meðferðin" er að hætta að reykja. Lokastig sjúkdómsins er í raun mjög kvalarfullur dauðdagi þar sem sjúklingurinn nánast kafnar hægt og rólega.

Sígarettureykingar eru algengasta orsök langvinnrar lungnateppu og til þeirra má rekja 80-90% allra þekktra tilfella. Aðrir þættir sem hafa slæm áhrif eru mengun og ofnæmi. Umfang sjúkdómsins fer eftir því hversu mikið og lengi sjúklingurinn hefur reykt, en einnig eru dæmi um einstaklinga sem ekki reykja en þjást af þessum kvilla vegna annarra ástæðna.Lungnaþemba og langvinn berkjubólga teljast til langvinnar lungnateppu.

Helstu einkenni langvinnrar lungnateppu eru þrálátur hósti, mæði og seigur uppgangur sem erfitt er að hósta upp, en magn hans fer eftir veðri og bólguástandi. Hóstinn herjar á sjúklinginn í að minnsta kosti 3 mánuði á ári, tvö ár í röð.

Sumir aðrir lungna- og hjartasjúkdómar hafa svipuð einkenni og langvinn lungnateppa, eins og til dæmis alfa- 1- andtrýpsínskortur. Röntgenrannsóknir, öndunarpróf, hjartarafrit (EKG) og blóðsýni geta jafnvel verið nauðsynleg til að greina sjúkdóminn.

Það er ekki hægt að lækna langvinna lungnateppu en til eru ráð sem létta á einkennum og minnka líkur á fylgikvillum. Reykingafólk ætti strax að hætta að reykja og forðast ætti kringumstæður sem erta, eins og reyk og svælu. Leita ætti samstundis meðferðar við berkjusýkingum. Einnig er rétt að forðast skyndilegar hitabreytingar og kalt og blautt veður.

Öll hreyfing er af hinu góða hversu lítil sem hún er og röskir göngutúrar geta haldið lungnastarfseminni við og jafnvel bætt hana. Aukin vatnsdrykkja getur hjálpað til, ef drukkin eru 8-10 glös yfir daginn þynnist lungnaslímið. Þetta skal þó gert í samráði við lækni ef sjúklingur er til dæmis með alvarlegan hjartasjúkdóm samfara.

Hægt er að draga úr framvindu sjúkdómsins með því að hætta að reykja, ef aðrir langvinnir sjúkdómar eru ekki fyrir hendi eins og til dæmis veikt hjarta. Þær skemmdir sem orðið hafa á lungnavefnum ganga ekki tilbaka og því er ekki er hægt að vinna upp fyrri lungnastarfsemi. Aldur hefur líkta sitt að segja en lungnastarfsemi minnkar alltaf með aldri. Langvinn lungnateppa styttir lífið ef ekki er hætt að reykja eða ef ástandið stafar af öðrum sjúkdómi.

Þetta svar er stytt útgáfa af pistli um langvinna lungnateppu á vefsetrinu Doktor.is og birt með góðfúslegu leyfi aðstandenda þess.

Á Doktor.is er einnig að finna umfjöllun Gunnars Guðmundssonar lungnalæknis um langvinna lungnateppu. Loks má benda á heimasíðu Samtaka lungnasjúklinga þar sem meðal annars má finna fræðslu um lungnasjúkdóma.

Höfundur

Útgáfudagur

2.6.2006

Spyrjandi

Eyrún Einarsdóttir

Tilvísun

Doktor.is. „Hvað getið þið sagt mér um langvinna lungnateppu?“ Vísindavefurinn, 2. júní 2006. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5991.

Doktor.is. (2006, 2. júní). Hvað getið þið sagt mér um langvinna lungnateppu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5991

Doktor.is. „Hvað getið þið sagt mér um langvinna lungnateppu?“ Vísindavefurinn. 2. jún. 2006. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5991>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um langvinna lungnateppu?
Langvinn lungnateppa (e. chronic obstructive pulmonary disease, COPD) er samheiti yfir ýmsa sjúkdóma, meðal annars lungnaþembu, langvinna berkjubólgu og reykingalungu. Um er að ræða bólguástand sem veldur ertingu í berkjunum, aukinni slímmyndun og stækkun og eyðileggingu á lungnablöðrunum. Lungnateppa einkennist af hósta og mæði sem versnar smám saman með árunum. Nauðsynlegasta "meðferðin" er að hætta að reykja. Lokastig sjúkdómsins er í raun mjög kvalarfullur dauðdagi þar sem sjúklingurinn nánast kafnar hægt og rólega.

Sígarettureykingar eru algengasta orsök langvinnrar lungnateppu og til þeirra má rekja 80-90% allra þekktra tilfella. Aðrir þættir sem hafa slæm áhrif eru mengun og ofnæmi. Umfang sjúkdómsins fer eftir því hversu mikið og lengi sjúklingurinn hefur reykt, en einnig eru dæmi um einstaklinga sem ekki reykja en þjást af þessum kvilla vegna annarra ástæðna.Lungnaþemba og langvinn berkjubólga teljast til langvinnar lungnateppu.

Helstu einkenni langvinnrar lungnateppu eru þrálátur hósti, mæði og seigur uppgangur sem erfitt er að hósta upp, en magn hans fer eftir veðri og bólguástandi. Hóstinn herjar á sjúklinginn í að minnsta kosti 3 mánuði á ári, tvö ár í röð.

Sumir aðrir lungna- og hjartasjúkdómar hafa svipuð einkenni og langvinn lungnateppa, eins og til dæmis alfa- 1- andtrýpsínskortur. Röntgenrannsóknir, öndunarpróf, hjartarafrit (EKG) og blóðsýni geta jafnvel verið nauðsynleg til að greina sjúkdóminn.

Það er ekki hægt að lækna langvinna lungnateppu en til eru ráð sem létta á einkennum og minnka líkur á fylgikvillum. Reykingafólk ætti strax að hætta að reykja og forðast ætti kringumstæður sem erta, eins og reyk og svælu. Leita ætti samstundis meðferðar við berkjusýkingum. Einnig er rétt að forðast skyndilegar hitabreytingar og kalt og blautt veður.

Öll hreyfing er af hinu góða hversu lítil sem hún er og röskir göngutúrar geta haldið lungnastarfseminni við og jafnvel bætt hana. Aukin vatnsdrykkja getur hjálpað til, ef drukkin eru 8-10 glös yfir daginn þynnist lungnaslímið. Þetta skal þó gert í samráði við lækni ef sjúklingur er til dæmis með alvarlegan hjartasjúkdóm samfara.

Hægt er að draga úr framvindu sjúkdómsins með því að hætta að reykja, ef aðrir langvinnir sjúkdómar eru ekki fyrir hendi eins og til dæmis veikt hjarta. Þær skemmdir sem orðið hafa á lungnavefnum ganga ekki tilbaka og því er ekki er hægt að vinna upp fyrri lungnastarfsemi. Aldur hefur líkta sitt að segja en lungnastarfsemi minnkar alltaf með aldri. Langvinn lungnateppa styttir lífið ef ekki er hætt að reykja eða ef ástandið stafar af öðrum sjúkdómi.

Þetta svar er stytt útgáfa af pistli um langvinna lungnateppu á vefsetrinu Doktor.is og birt með góðfúslegu leyfi aðstandenda þess.

Á Doktor.is er einnig að finna umfjöllun Gunnars Guðmundssonar lungnalæknis um langvinna lungnateppu. Loks má benda á heimasíðu Samtaka lungnasjúklinga þar sem meðal annars má finna fræðslu um lungnasjúkdóma....