Sólin Sólin Rís 10:05 • sest 17:18 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:40 • Síðdegis: 17:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:05 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan á sögnin að djamma uppruna sinn?

Guðrún Kvaran

Sögnin að djamma og nafnorðið djamm eru ung tökuorð úr ensku jam. Bæði orðin hafa verið aðlöguð íslenskum rithætti og framburði. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá miðri 20. öld og er ekki ólíklegt að orðin hafi komist inn í íslenskt talmál á stríðsárunum. Í Íslenskri orðabók (2002:217) eru bæði sögn og nafnorð merkt sem slangur, djamm í merkingunni 'dansskemmtun, skrall; skemmtanalíf með heimasamkvæmum' og djamma 'skemmta sér (með áfengi á öldurhúsum, danshúsum og svo framvegis)'. Djamm er einnig notað um samleik af fingrum fram, einkum þegar spilaður er djass.

Djammið tekur völdin.

Orðið skrall var eitt af þeim sem notað var á undan djammi en fólk skemmti sér helst með því að fara á ball eða dansiball. Auglýstir voru dansleikir eða dansskemmtanir í blöðum.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Hvaðan á sögnin að djamma uppruna sinn og hvenær hófst notkun orðsins fyrir alvöru? Hvaða orð var notað áður?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

12.8.2011

Spyrjandi

Egill Ingvason

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan á sögnin að djamma uppruna sinn?“ Vísindavefurinn, 12. ágúst 2011. Sótt 2. febrúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=59946.

Guðrún Kvaran. (2011, 12. ágúst). Hvaðan á sögnin að djamma uppruna sinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59946

Guðrún Kvaran. „Hvaðan á sögnin að djamma uppruna sinn?“ Vísindavefurinn. 12. ágú. 2011. Vefsíða. 2. feb. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59946>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan á sögnin að djamma uppruna sinn?
Sögnin að djamma og nafnorðið djamm eru ung tökuorð úr ensku jam. Bæði orðin hafa verið aðlöguð íslenskum rithætti og framburði. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá miðri 20. öld og er ekki ólíklegt að orðin hafi komist inn í íslenskt talmál á stríðsárunum. Í Íslenskri orðabók (2002:217) eru bæði sögn og nafnorð merkt sem slangur, djamm í merkingunni 'dansskemmtun, skrall; skemmtanalíf með heimasamkvæmum' og djamma 'skemmta sér (með áfengi á öldurhúsum, danshúsum og svo framvegis)'. Djamm er einnig notað um samleik af fingrum fram, einkum þegar spilaður er djass.

Djammið tekur völdin.

Orðið skrall var eitt af þeim sem notað var á undan djammi en fólk skemmti sér helst með því að fara á ball eða dansiball. Auglýstir voru dansleikir eða dansskemmtanir í blöðum.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Hvaðan á sögnin að djamma uppruna sinn og hvenær hófst notkun orðsins fyrir alvöru? Hvaða orð var notað áður?
...