Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Eru til skráð dæmi um orðatiltækið "að fá snert af bráðkveddu"?

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Er skráð orðatiltækið að fá snert af bráðkveddu, það er í merkingunni að bregða eða verða mikið um eitthvað?

Orðabók Háskólans á þrjú dæmi um nafnorðið bráðkvedda, öll frá miðbiki 20. aldar. Í tveimur þeirra kemur fyrir "snertur af bráðkveddu".

Annað dæmið er úr tímaritinu Helgafelli (1942, bls. 221) þar sem verið er að ræða um Alþýðuflokkinn og segir "er raunar engu líkara, en að hann hafi fengið "snert af bráðkveddu"". Hitt dæmið er úr Sálminum um blómið eftir Þórberg Þórðarson: "Sobbeggi afi stóð eftir utan við eldhúsdyrnar með snert af bráðkveddu."

Þótt dæmi Orðabókarinnar í ritmálsskrá séu ekki fleiri var orðasambandið mjög algengt um tíma en heyrist sjaldnar nú orðið. Það er notað í óformlegu máli um að verða mikið um eitthvað og er leitt af lýsingarorðinu bráðkvaddur sem aftur er nær eingöngu notað í sambandinu að verða bráðkvaddur 'deyja snögglega'.

Þriðja dæmi Orðabókarinnar er úr leikriti eftir Loft Guðmundsson: "Já, ég er þjóðlegur vísindamaður á lækingamátt alls konar jurta og hef fengið pantanir á meðulum alla leið nyrzt og norðvestast af Hornströndum ... við bráðdrepandi bráðkveddu." Þarna er orðið notað um einhvern sjúkdóm sem dregur snögglega til dauða.

Útgáfudagur

6.6.2006

Spyrjandi

Dagný Einarsdóttir

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Eru til skráð dæmi um orðatiltækið "að fá snert af bráðkveddu"?“ Vísindavefurinn, 6. júní 2006. Sótt 25. september 2018. http://visindavefur.is/svar.php?id=5995.

Guðrún Kvaran. (2006, 6. júní). Eru til skráð dæmi um orðatiltækið "að fá snert af bráðkveddu"? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5995

Guðrún Kvaran. „Eru til skráð dæmi um orðatiltækið "að fá snert af bráðkveddu"?“ Vísindavefurinn. 6. jún. 2006. Vefsíða. 25. sep. 2018. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5995>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ragný Þóra Guðjohnsen

1966

Ragný Þóra Guðjohnsen er lektor í uppeldis- og menntunarfræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknarefni hennar snúa að ungu fólki og velferð þeirra í víðu samhengi.