Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað þýðir orðið simsalabim og hvaðan er það upprunnið?

Orðið simsalabim er sennilega upprunnið í þýsku. Fleiri en ein skýring er á tilurð þess. Sumir álíta það eiga rætur að rekja allt aftur til síðmiðalda. Kristnir menn hafi talið múslima eins konar töframenn. Upphafsorð við ýmiss konar athafnir „bismi allah rahman i rahim“ (‛í nafni guðs hins algóða’) hafi afbakast í simsalabim (‛og það varð’) í munni þeirra sem ekki skildu og orðið eins konar töfraformúla í sömu merkingu og „hókus pókus“.

Ein skýring á simsalabim er að það sé afbökun á upphafsorðum múslima við ýmiss konar athafnir.

Aðrir tengja orðið við „similia similibus“ í latínu (‛líkt [læknað] með líku’). Í þýsku var simsalabim einnig viðlag í barnaljóði og barst í báðum merkingum til Danmerkur og þaðan hingað til lands.

Heimild:

Mynd:

Útgáfudagur

2.1.2012

Spyrjandi

Sigríður H. Halldórsdóttir, f. 2002

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir orðið simsalabim og hvaðan er það upprunnið?“ Vísindavefurinn, 2. janúar 2012. Sótt 30. apríl 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=59965.

Guðrún Kvaran. (2012, 2. janúar). Hvað þýðir orðið simsalabim og hvaðan er það upprunnið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59965

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir orðið simsalabim og hvaðan er það upprunnið?“ Vísindavefurinn. 2. jan. 2012. Vefsíða. 30. apr. 2017. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59965>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sólmyrkvi

Sólmyrkvar verða þegar tungl er nýtt og gengur fyrir sólina. Það varpar þá skugga á takmarkað svæði á yfirborði jarðar. Almyrkvar á sólu eru sjaldséðir atburðir á hverjum stað á jörðinni, þar sem skugginn fellur aðeins á mjög lítið og afmarkað svæði. Fræðilega séð gætu almyrkvar lengst varað í 7 mínútur og 31 sekúndu en alla jafna standa þeir yfir í 2–4 mínútur.