Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig segir maður 'íslensk rímorðasíða' á latínu og af hverju?

Hugtakið rím er ekki til í klassískri latínu. Rómverjar höfðu engan áhuga á rími og hugtakið varð sennilega ekki til fyrr en á miðöldum enda þótt lengi hefði tíðkast í mælskufræði að vekja athygli á orðum með svipaðar endingar. Það nefndu Grikkir homoiotelevton. Þá hefur sennilega ekki verið til neitt eitt orð fyrir hugtakið rím á latínu þegar það varð til á miðöldum.

Ef til vill er best að kalla íslenska rímorðasíðu á latínu: Pagina sonitus verborum extremorum similis Islandica.

'Pagina Islandica' er bara 'íslensk síða'; 'sonitus' og 'similis', sem þýða 'líkur hljómur' eða 'áþekkur hljómur', standa saman í eignarfalli og skilgreina nánar stýrandi orð, það er 'pagina Islandica'; 'verborum extremorum' er í eignarfalli fleirtölu og skilgreinir nánar orðin 'sonitus similis'. Orðrétt þýðir þetta þá 'íslensk síða áþekks hljóms orðaenda'.

Útgáfudagur

6.6.2006

Spyrjandi

Narfi Þorsteinsson, f. 1990

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvernig segir maður 'íslensk rímorðasíða' á latínu og af hverju?“ Vísindavefurinn, 6. júní 2006. Sótt 8. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=5997.

Geir Þ. Þórarinsson. (2006, 6. júní). Hvernig segir maður 'íslensk rímorðasíða' á latínu og af hverju? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5997

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvernig segir maður 'íslensk rímorðasíða' á latínu og af hverju?“ Vísindavefurinn. 6. jún. 2006. Vefsíða. 8. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5997>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Guðbjörg Linda Rafnsdóttir

1957

Guðbjörg Linda Rafnsdóttir er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og aðstoðarrektor vísinda. Rannsóknir hennar spanna vítt svið innan félagsfræði atvinnulífs og kynja.