Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Sögnin að söðla er leidd af nafnorðinu söðull 'karlhnakkur, kvenhnakkur' og merkir að 'leggja söðul á hest'. Þegar maður er á ferð með tvo til reiðar skiptir hann öðru hverju um hest til að hvíla þann sem hann sat áður. Hann flytur þá söðulinn (hnakkinn) milli hesta og það er kallað að söðla um.
Að 'söðla um' vísar til þess að skipta um hest.
Sambandið söðla um er einnig notað í yfirfærðri merkingu um að breyta afstöðu sinni til dæmis: "Jón söðlaði um og fylgdi Pétri í kosningunum en ekki Páli."
Engin dæmi hef ég fundið um sambandið að söðla um sig.
Mynd:Homeplace Rance
Guðrún Kvaran. „Er hægt að segja í einhverjum skilningi á réttri íslensku "að söðla um sig"?“ Vísindavefurinn, 7. júní 2006, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5999.
Guðrún Kvaran. (2006, 7. júní). Er hægt að segja í einhverjum skilningi á réttri íslensku "að söðla um sig"? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5999
Guðrún Kvaran. „Er hægt að segja í einhverjum skilningi á réttri íslensku "að söðla um sig"?“ Vísindavefurinn. 7. jún. 2006. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5999>.