Sólin Sólin Rís 03:48 • sest 23:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:45 • Síðdegis: 15:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:55 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:48 • sest 23:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:45 • Síðdegis: 15:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:55 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan er orðið ponta komið?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið ponta er notað í fleiri en einni merkingu. Það er notað um íbjúgt, oddlaga tóbaksílát, brunnfötu, ræðustól, lítinn þorskhaus og sem gæluyrði um krakka, einkum litlar stelpur.Talað er um að stíga í pontu þegar farið er í ræðustól.

Ásgeir Blöndal Magnússon telur orðið líklegast tökuorð en að óvíst sé hvaðan það hefur borist (Íslensk orðsifjabók, 1989:719). Hann telur hugsanlegt að upprunann sé að sækja til miðlágþýsku punt, punkt, fornfrísnesku punt, pont, dönsku pynt og hollensku punt ‘endi, oddur, tangi’. Þangað gæti heitið á tóbaksílátinu verið sótt.

Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals (1920–1924:626) er sú athugasemd við merkinguna ‘ræðustóll’, sem Orðabók Háskólans á elst dæmi um frá lokum 19. aldar, að það sé notað í gamni, til dæmis í sambandinu að stíga í pontuna. Líkingin gæti verið sótt til tóbaksílátsins.

Mynd: Computer Writing and Research Lab - University of Texas at Austin

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

8.6.2006

Spyrjandi

Jóhanna Snævarsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan er orðið ponta komið?“ Vísindavefurinn, 8. júní 2006, sótt 17. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6001.

Guðrún Kvaran. (2006, 8. júní). Hvaðan er orðið ponta komið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6001

Guðrún Kvaran. „Hvaðan er orðið ponta komið?“ Vísindavefurinn. 8. jún. 2006. Vefsíða. 17. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6001>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan er orðið ponta komið?
Orðið ponta er notað í fleiri en einni merkingu. Það er notað um íbjúgt, oddlaga tóbaksílát, brunnfötu, ræðustól, lítinn þorskhaus og sem gæluyrði um krakka, einkum litlar stelpur.Talað er um að stíga í pontu þegar farið er í ræðustól.

Ásgeir Blöndal Magnússon telur orðið líklegast tökuorð en að óvíst sé hvaðan það hefur borist (Íslensk orðsifjabók, 1989:719). Hann telur hugsanlegt að upprunann sé að sækja til miðlágþýsku punt, punkt, fornfrísnesku punt, pont, dönsku pynt og hollensku punt ‘endi, oddur, tangi’. Þangað gæti heitið á tóbaksílátinu verið sótt.

Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals (1920–1924:626) er sú athugasemd við merkinguna ‘ræðustóll’, sem Orðabók Háskólans á elst dæmi um frá lokum 19. aldar, að það sé notað í gamni, til dæmis í sambandinu að stíga í pontuna. Líkingin gæti verið sótt til tóbaksílátsins.

Mynd: Computer Writing and Research Lab - University of Texas at Austin...