Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er uppruni orðsins felmtur eins og í "felmtri sleginn"?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið felmtur kemur þegar fyrir í fornu máli í merkingunni ‘ótti’. Það er með stofnlægu r-i, sem merkir að r helst í gegnum alla beyginguna (þf. felmtur, þgf. felmtri, ef. felmturs), til dæmis að vera felmtri sleginn, eða að ‘verða mjög hræddur’.

Nafnorðið er leitt af sögninni felmta, ‘óttast, verða hræddur’, samanber að verða felmt við, það er ‘verða bilt við’. Í fornu máli kemur einnig fyrir lýsingarorðið felmsfullur, eða ‘skelfdur, óttasleginn’. Það er líklega leitt af nafnorðinu felmur, ‘ótti’, sem heimildir hafa þó ekki fundist um í fornu máli.


Felmtur (Ópið, málverk eftir Edvard Munch, 1893).

Í íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar, sem skrifuð var á síðari hluta 18. aldar en gefin út 1814, er nafnorðið felmur í merkingunni ‘ótti’. Orðið finnst einnig í dansk-íslenskri orðabók Gunnlaugs Oddssonar frá 1819. Það hefur því verið þekkt en sennilega lotið í lægra haldi fyrir felmtri.

Þróunin er sennilega sú að af nafnorðinu felmur er myndað lýsingarorðið felmsfullur og sögnin að felmta með t-viðskeyti sem algengt var til myndunar sagna í fornu máli. Af sögninni felmta er síðan leitt nafnorðið felmtur. Í nýnorsku er til nafnorðið felm í merkingunni ‘ótti’ og í þýskri mállýsku er einnig til orðið Felm í sömu merkingu. Hvort tveggja styður hugmyndir um tilvist orðsins felmur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

9.6.2006

Spyrjandi

Margrét Hugadóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins felmtur eins og í "felmtri sleginn"?“ Vísindavefurinn, 9. júní 2006, sótt 10. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6004.

Guðrún Kvaran. (2006, 9. júní). Hver er uppruni orðsins felmtur eins og í "felmtri sleginn"? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6004

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins felmtur eins og í "felmtri sleginn"?“ Vísindavefurinn. 9. jún. 2006. Vefsíða. 10. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6004>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni orðsins felmtur eins og í "felmtri sleginn"?
Orðið felmtur kemur þegar fyrir í fornu máli í merkingunni ‘ótti’. Það er með stofnlægu r-i, sem merkir að r helst í gegnum alla beyginguna (þf. felmtur, þgf. felmtri, ef. felmturs), til dæmis að vera felmtri sleginn, eða að ‘verða mjög hræddur’.

Nafnorðið er leitt af sögninni felmta, ‘óttast, verða hræddur’, samanber að verða felmt við, það er ‘verða bilt við’. Í fornu máli kemur einnig fyrir lýsingarorðið felmsfullur, eða ‘skelfdur, óttasleginn’. Það er líklega leitt af nafnorðinu felmur, ‘ótti’, sem heimildir hafa þó ekki fundist um í fornu máli.


Felmtur (Ópið, málverk eftir Edvard Munch, 1893).

Í íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar, sem skrifuð var á síðari hluta 18. aldar en gefin út 1814, er nafnorðið felmur í merkingunni ‘ótti’. Orðið finnst einnig í dansk-íslenskri orðabók Gunnlaugs Oddssonar frá 1819. Það hefur því verið þekkt en sennilega lotið í lægra haldi fyrir felmtri.

Þróunin er sennilega sú að af nafnorðinu felmur er myndað lýsingarorðið felmsfullur og sögnin að felmta með t-viðskeyti sem algengt var til myndunar sagna í fornu máli. Af sögninni felmta er síðan leitt nafnorðið felmtur. Í nýnorsku er til nafnorðið felm í merkingunni ‘ótti’ og í þýskri mállýsku er einnig til orðið Felm í sömu merkingu. Hvort tveggja styður hugmyndir um tilvist orðsins felmur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...