Sólin Sólin Rís 09:25 • sest 16:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:26 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:55 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:25 • sest 16:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:26 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:55 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort landið er líklegra til að fara í greiðsluþrot, Ísland eða Grikkland?

Guðmundur Jónsson og Tryggvi Guðmundsson

Þegar rætt er um greiðsluþrot lands er jafnan átt við það þegar skuldir ríkissjóðs viðkomandi lands fást ekki greiddar að fullu. Mörgum er enn í fersku minni þegar ríkisstjórn Argentínu lýsti því yfir í desember 2001 að hún gæti ekki staðið við lánaskuldbindingar ríkisins og leiddi þetta til stærsta greiðsluþrots ríkis sem sögur fara af. Samkvæmt öllum mælikvörðum sem lýst er í svarinu er greiðsluþrot Grikklands miklu líklegra en Íslands.

***

Áhrif af greiðsluþroti ríkis geta orðið geigvænleg. Búast má við fjármagnsflótta frá landinu og að fyrirtæki eigi í kjölfarið erfitt með að fjármagna sig. Gjaldmiðillinn veikist við fjármagnsflóttann og ríkissjóður á ekki lengur aðgang að alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum. Hann þarf því að reiða sig á skatttekjur og innlend lán til að fjármagna rekstur sinn.

Bæði Ísland og Grikkland urðu illa úti í alþjóðlegu efnahagskreppunni sem hófst 2007, en vandi þeirra er ólíkur. Samdráttur landsframleiðslu á Íslandi var mikilll en skammvinnur, en í Grikklandi er útlit fyrir að kreppan muni dragast á langinn. Fjárhagur ríkissjóðs er í mun betra horfi á Íslandi en í Grikklandi og er því greiðslugeta ríkisins ólíkt meiri. Opinberar skuldir Grikklands námu 143% af landsframleiðslu árið 2010 en hlutfallið á Íslandi er nær 90%. Á Íslandi voru ríkisskuldir mjög litlar fram til 2008, en í kreppunni jukust skuldir gríðarlega vegna þess að skatttekjur drógust saman, auk þess sem beinn og óbeinn kostnaður af falli bankanna lenti að verulegu leyti á ríkinu. Í Grikklandi er skuldavandi ríkisins miklu djúpstæðari. Ríkisskuldir hafa lengi verið háar og jukust þær enn frekar í kreppunni. Er það mat margra að Grikkir hafi um langt árabil aukið opinberar lántökur til að fresta nauðsynlegum efnahagsumbótum. Til að taka á skuldavandanum til frambúðar þurfi Grikkland að ráða bót á víðtækum skipulagsvanda í efnahagslífi og opinberum fjármálum sem leitt hefur til lítillar framleiðni og samkeppnishæfni en víðtækra undanskota frá skatti og sóunar í opinberum rekstri.



Myndin vinstra megin er frá mótmælum gegn ríkisstjórn Íslands í nóvember 2008. Hægra megin mótmæla Grikkir stórfelldum niðurskurðaráformum grísku ríkisstjórnarinnar í maí 2010.

Til að meta hvort Ísland eða Grikkland er líklegra til að lenda í greiðsluþroti er einnig fróðlegt að bera saman markaðsverð ríkisskuldabréfa. Þegar þetta er skrifað er ávöxtunarkrafa á tíu ára grískum ríkisskuldabréfum um 15% en krafan hefur lækkað um 3 prósentustig í kjölfar nýjustu björgunaraðgerða Evrópusambandsins (ESB) og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Ísland gaf aftur á móti nýlega út skuldabréf til fimm ára – og opnuðust landinu þar með alþjóðlegir fjármagnsmarkaðir að nýju – og báru þau tæplega 5% vexti. Það sýnir að ríkisskuldabréfin íslensku þykja miklu áhættuminni en þau grísku.

Svipuð mynd blasir við þegar skuldatryggingarálag landanna er borið saman. Álagið á Grikkland til 5 ára er um þessar mundir um 15% sem þýðir að ef tryggja á bréfið fyrir greiðsluþroti þarf að greiða 15 krónur í tryggingu fyrir hvert 100 króna bréf. Álagið á fimm ára ríkisskuldabréf Íslands er hins vegar 2,5% og því töluvert ódýrara að kaupa tryggingu á íslensku bréfin en hin grísku.

Loks gefa lánshæfiseinkunnir landanna vísbendingar um hvort líkur séu taldar á greiðsluþroti. Í töflunni að neðan má sjá lánshæfiseinkunnir landanna tveggja hjá stóru matshæfisfyrirtækjunum þremur. Í öllum tilfellum er einkunn Íslands hærri og munar þar alls staðar þremur flokkum. Einkunn Grikklands liggur nú rétt yfir greiðsluþrotsflokki en íslensku einkunnina má túlka sem miðlungsáhættu.

Ísland Grikkland
Moody's Baa3 Ca
S&P BBB- CCC
Fitch BB+ CCC

Pólitískar forsendur til að takast á við skuldavandann eru mjög ólíkar í löndunum tveim. Svigrúm Grikkja til að standast boðaföll kreppunnar er minna en Íslendinga vegna þess að þeir hafa ekki eigin gjaldmiðil eða seðlabanka og því kemur lækkun gjaldmiðilsins ekki til greina sem leið til að bæta samkeppnisstöðu landsins. Ísland hefur sem kunnugt er unnið eftir aðgerðaáætlun í samstarfi við AGS til að ná jafnvægi í ríkisfjármálum og efnahagslífi og nýtur verndar sjóðsins á ýmsa vegu. Grikkir hafa líka notið aðstoðar AGS en einnig ESB. Á vormánuðum 2010 var samið um björgunarpakka fyrir Grikkland að upphæð 110 milljarða evra, en sú hjálp nægði ekki til að koma Grikklandi á beinu brautina aftur og hefur nýlega verið tilkynnt um annan pakka að upphæð 109 milljarða evra.

Matshæfisfyrirtækin líta þó svo á að seinni björgunarpakki ESB og AGS, sem gerir ráð fyrir lengingu lána, vaxtalækkun og lækkun skulda, feli í raun í sér greiðsluþrot Grikklands. Því beinist aðgerðaáætlun ESB og AGS nú að því að koma Grikklandi til bjargar og draga úr hættu á að skuldavandi landsins valdi meiri röskun á fjármálamörkuðum en orðin er. Áhyggjur manna eru einkum af tvennum toga, að „gríska veikin“ smiti út frá sér til annarra landa ESB sem standa höllum fæti, og að greiðslufall kunni að leiða til taps hjá mörgum bönkum í Evrópu sem gæti valdið miklum fjármálaóstöðugleika.

Heimildir og mynd:

Höfundar

Guðmundur Jónsson

prófessor í sagnfræði, Hugvísindasviði HÍ

M.Sc. í hagfræði

Útgáfudagur

2.8.2011

Spyrjandi

Einar Gustavsson

Tilvísun

Guðmundur Jónsson og Tryggvi Guðmundsson. „Hvort landið er líklegra til að fara í greiðsluþrot, Ísland eða Grikkland?“ Vísindavefurinn, 2. ágúst 2011, sótt 5. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60094.

Guðmundur Jónsson og Tryggvi Guðmundsson. (2011, 2. ágúst). Hvort landið er líklegra til að fara í greiðsluþrot, Ísland eða Grikkland? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60094

Guðmundur Jónsson og Tryggvi Guðmundsson. „Hvort landið er líklegra til að fara í greiðsluþrot, Ísland eða Grikkland?“ Vísindavefurinn. 2. ágú. 2011. Vefsíða. 5. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60094>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort landið er líklegra til að fara í greiðsluþrot, Ísland eða Grikkland?
Þegar rætt er um greiðsluþrot lands er jafnan átt við það þegar skuldir ríkissjóðs viðkomandi lands fást ekki greiddar að fullu. Mörgum er enn í fersku minni þegar ríkisstjórn Argentínu lýsti því yfir í desember 2001 að hún gæti ekki staðið við lánaskuldbindingar ríkisins og leiddi þetta til stærsta greiðsluþrots ríkis sem sögur fara af. Samkvæmt öllum mælikvörðum sem lýst er í svarinu er greiðsluþrot Grikklands miklu líklegra en Íslands.

***

Áhrif af greiðsluþroti ríkis geta orðið geigvænleg. Búast má við fjármagnsflótta frá landinu og að fyrirtæki eigi í kjölfarið erfitt með að fjármagna sig. Gjaldmiðillinn veikist við fjármagnsflóttann og ríkissjóður á ekki lengur aðgang að alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum. Hann þarf því að reiða sig á skatttekjur og innlend lán til að fjármagna rekstur sinn.

Bæði Ísland og Grikkland urðu illa úti í alþjóðlegu efnahagskreppunni sem hófst 2007, en vandi þeirra er ólíkur. Samdráttur landsframleiðslu á Íslandi var mikilll en skammvinnur, en í Grikklandi er útlit fyrir að kreppan muni dragast á langinn. Fjárhagur ríkissjóðs er í mun betra horfi á Íslandi en í Grikklandi og er því greiðslugeta ríkisins ólíkt meiri. Opinberar skuldir Grikklands námu 143% af landsframleiðslu árið 2010 en hlutfallið á Íslandi er nær 90%. Á Íslandi voru ríkisskuldir mjög litlar fram til 2008, en í kreppunni jukust skuldir gríðarlega vegna þess að skatttekjur drógust saman, auk þess sem beinn og óbeinn kostnaður af falli bankanna lenti að verulegu leyti á ríkinu. Í Grikklandi er skuldavandi ríkisins miklu djúpstæðari. Ríkisskuldir hafa lengi verið háar og jukust þær enn frekar í kreppunni. Er það mat margra að Grikkir hafi um langt árabil aukið opinberar lántökur til að fresta nauðsynlegum efnahagsumbótum. Til að taka á skuldavandanum til frambúðar þurfi Grikkland að ráða bót á víðtækum skipulagsvanda í efnahagslífi og opinberum fjármálum sem leitt hefur til lítillar framleiðni og samkeppnishæfni en víðtækra undanskota frá skatti og sóunar í opinberum rekstri.



Myndin vinstra megin er frá mótmælum gegn ríkisstjórn Íslands í nóvember 2008. Hægra megin mótmæla Grikkir stórfelldum niðurskurðaráformum grísku ríkisstjórnarinnar í maí 2010.

Til að meta hvort Ísland eða Grikkland er líklegra til að lenda í greiðsluþroti er einnig fróðlegt að bera saman markaðsverð ríkisskuldabréfa. Þegar þetta er skrifað er ávöxtunarkrafa á tíu ára grískum ríkisskuldabréfum um 15% en krafan hefur lækkað um 3 prósentustig í kjölfar nýjustu björgunaraðgerða Evrópusambandsins (ESB) og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Ísland gaf aftur á móti nýlega út skuldabréf til fimm ára – og opnuðust landinu þar með alþjóðlegir fjármagnsmarkaðir að nýju – og báru þau tæplega 5% vexti. Það sýnir að ríkisskuldabréfin íslensku þykja miklu áhættuminni en þau grísku.

Svipuð mynd blasir við þegar skuldatryggingarálag landanna er borið saman. Álagið á Grikkland til 5 ára er um þessar mundir um 15% sem þýðir að ef tryggja á bréfið fyrir greiðsluþroti þarf að greiða 15 krónur í tryggingu fyrir hvert 100 króna bréf. Álagið á fimm ára ríkisskuldabréf Íslands er hins vegar 2,5% og því töluvert ódýrara að kaupa tryggingu á íslensku bréfin en hin grísku.

Loks gefa lánshæfiseinkunnir landanna vísbendingar um hvort líkur séu taldar á greiðsluþroti. Í töflunni að neðan má sjá lánshæfiseinkunnir landanna tveggja hjá stóru matshæfisfyrirtækjunum þremur. Í öllum tilfellum er einkunn Íslands hærri og munar þar alls staðar þremur flokkum. Einkunn Grikklands liggur nú rétt yfir greiðsluþrotsflokki en íslensku einkunnina má túlka sem miðlungsáhættu.

Ísland Grikkland
Moody's Baa3 Ca
S&P BBB- CCC
Fitch BB+ CCC

Pólitískar forsendur til að takast á við skuldavandann eru mjög ólíkar í löndunum tveim. Svigrúm Grikkja til að standast boðaföll kreppunnar er minna en Íslendinga vegna þess að þeir hafa ekki eigin gjaldmiðil eða seðlabanka og því kemur lækkun gjaldmiðilsins ekki til greina sem leið til að bæta samkeppnisstöðu landsins. Ísland hefur sem kunnugt er unnið eftir aðgerðaáætlun í samstarfi við AGS til að ná jafnvægi í ríkisfjármálum og efnahagslífi og nýtur verndar sjóðsins á ýmsa vegu. Grikkir hafa líka notið aðstoðar AGS en einnig ESB. Á vormánuðum 2010 var samið um björgunarpakka fyrir Grikkland að upphæð 110 milljarða evra, en sú hjálp nægði ekki til að koma Grikklandi á beinu brautina aftur og hefur nýlega verið tilkynnt um annan pakka að upphæð 109 milljarða evra.

Matshæfisfyrirtækin líta þó svo á að seinni björgunarpakki ESB og AGS, sem gerir ráð fyrir lengingu lána, vaxtalækkun og lækkun skulda, feli í raun í sér greiðsluþrot Grikklands. Því beinist aðgerðaáætlun ESB og AGS nú að því að koma Grikklandi til bjargar og draga úr hættu á að skuldavandi landsins valdi meiri röskun á fjármálamörkuðum en orðin er. Áhyggjur manna eru einkum af tvennum toga, að „gríska veikin“ smiti út frá sér til annarra landa ESB sem standa höllum fæti, og að greiðslufall kunni að leiða til taps hjá mörgum bönkum í Evrópu sem gæti valdið miklum fjármálaóstöðugleika.

Heimildir og mynd:

...