Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju er sagt ryksuga en ekki ryksjúga?

Bæði nafnorðið ryksuga og sögnin að ryksuga eru fengin að láni úr dönsku. Þegar Íslendingar kynntust verkfærinu støvsuger og verknaðinum að støvsuge þýddu þeir fyrri liðinn støv réttilega sem ‘ryk’ en síðari liðurinn var aðeins aðlagaður með því að skipta á -e og -a í sögninni og -er og -a í nafnorðinu. Þannig varð til nafnorðið ryksuga, en allt eins hefði mátt búast við ryksugari.Það er bæði hægt að ryksuga og ryksjúga.

Verkfærisheitið ryksuga hefur verið einrátt í málinu frá upphafi, en í stað sagnarinnar hafa verið gerðar tilraunir til að nota orðin ryksjúga og ryksoga til þess að laga tökuorðið betur að málinu. Sagnirnar ryksjúga og ryksuga eru báðar gefnar sem flettur í Íslenskri orðabók frá 2002 en ryksoga er þar ekki enda heyrist hún nánast aldrei.

Mynd: Tech Digest

Útgáfudagur

13.6.2006

Spyrjandi

Þorsteinn Ásgrímsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju er sagt ryksuga en ekki ryksjúga?“ Vísindavefurinn, 13. júní 2006. Sótt 22. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=6012.

Guðrún Kvaran. (2006, 13. júní). Af hverju er sagt ryksuga en ekki ryksjúga? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6012

Guðrún Kvaran. „Af hverju er sagt ryksuga en ekki ryksjúga?“ Vísindavefurinn. 13. jún. 2006. Vefsíða. 22. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6012>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Steinunn Kristjánsdóttir

1965

Steinunn Kristjánsdóttir er prófessor í fornleifafræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknasvið hennar eru miðaldafornleifafræði, norræn fornleifafræði, kirkjusaga, klausturfornleifafræði, kynjafornleifafræði, þróun húsagerða og miðlun vísindalegrar þekkingar.