Sólin Sólin Rís 08:22 • sest 18:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:46 • Sest 06:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:22 • sest 18:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:46 • Sest 06:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geta aðildarríki ESB gengið úr sambandinu?

Þórhildur Hagalín

Lengi var deilt um það hvort aðildarríkjum Evrópusambandsins væri heimilt að ganga úr sambandinu eða ekki. Með Lissabon-sáttmálanum frá 2009 voru hins vegar tekin af öll tvímæli um lagalegan rétt aðildarríkja til úrsagnar. Enginn vafi leikur þó á því að úrsögn aðildarríkis, sérstaklega evruríkis, yrði afar flókin í framkvæmd og varla möguleg nema með samkomulagi. – Engin dæmi eru um að aðildarríki hafi sagt sig úr Evrópusambandinu. Grænland, sem sagði sig úr ESB árið 1985 eftir að hafa gengið í sambandið sem hluti af Danmörku árið 1973, var ekki sjálfstætt aðildarríki. Í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór 23. júní 2016 kaus meirihluti Breta að segja sig úr Evrópusambandinu.

***

Samkvæmt ákvæðum Lissabon-sáttmálans um úrsögn (50. grein sáttmálans um Evrópusambandið) skal aðildarríki sem vill segja sig úr ESB tilkynna það leiðtogaráðinu. Ráðið styðst þá við viðmiðunarreglur leiðtogaráðsins og gerir fyrir hönd sambandsins samning við viðkomandi ríki um það hvernig staðið skuli að úrsögn þess og framtíðartengslum við sambandið. Að fengnu samþykki Evrópuþingsins tekur ráðið ákvörðun um samninginn með auknum meirihluta.

Á gildistökudegi samnings um úrsögn eða, ef enginn slíkur samningur liggur fyrir, þegar tvö ár eru liðin frá tilkynningu um úrsögn, falla samningar viðkomandi ríkis við ESB úr gildi. Ef fyrrum aðildarríki óskar eftir því að ganga aftur í sambandið gildir um það sama málsmeðferð og hvert annað nýtt umsóknarríki.

Eftirtektarvert er að ákvæðið kveður bæði á um möguleikann til að semja um úrsögn við ESB, sem leggur þannig á vissan hátt blessun sína yfir úrsögnina, og um rétt aðildarríkja til einhliða úrsagnar.

Fyrir tilkomu Lissabon-sáttmálans voru skiptar skoðanir um það hvort aðildarríki hafi haft lagalegan rétt til einhliða úrsagnar. Í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór 23. júní 2016 kaus meirihluti Breta að segja sig úr Evrópusambandinu.

Fyrir tilkomu Lissabon-sáttmálans voru skiptar skoðanir um það hvort aðildarríki hafi haft lagalegan rétt til einhliða úrsagnar. Annars vegar var því haldið fram, að fullvalda ríki væru alltaf frjáls að því að nýta sér óskoraðan rétt sinn til þess að hætta við alþjóðlegar skuldbindingar, þar með talið að ganga úr ESB. Hins vegar var talið að skorturinn á úrsagnarákvæði í samningunum um ESB, fram að Lissabon-sáttmálanum, hafi verið vísvitandi og borið vitni um ævarandi skuldbindingu aðildarríkjanna við markmið ESB og óafturkallanleika evrópska samrunaferlisins, sem sé ósamræmanlegt einhliða rétti til úrsagnar.

Það er engum vafa undirorpið að einhliða úrsögn úr ESB, án samninga um framtíðartengsl þess við sambandið, yrði nær ómögulegt verkefni að leysa úr, enda hefði það áhrif á réttindi og skyldur einstaklinga og lögpersóna bæði innan og utan þess lands sem um væri að tefla. Þannig hefði úrsögn Íslands úr ESB ekki sjálfkrafa í för með sér að allt yrði eins og áður var. Ísland væri ekki lengur í EFTA og ætti þar með ekki aðild að Evrópska efnahagssvæðinu sem veitir aðgang að innri markaði ESB og tryggir frjálst flæði fjármagns, vara, þjónustu og fólks innan svæðisins. Hins vegar má til dæmis nefna Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO). Þótt ESB eigi aðild að henni og sitji þar við samningaborðið fyrir hönd aðildarríkja sinna þá eiga ríkin sjálf einnig aðild að stofnuninni og eru því sjálfstætt aðilar að samningum sem gerðir eru á þeim vettvangi.

Áður en einhliða úrsögn aðildarríkis úr ESB tekur gildi hefur viðkomandi ríki tvö ár til að semja um framtíðartengsl sín við ESB. Þannig mætti hugsa sér að land, sem þegar hefði tekið upp evruna sem gjaldmiðil, gæti tekist að semja um áframhaldandi notkun hennar jafnvel þótt úrsögn úr ESB hefði sjálfkrafa í för með sér úrsögn úr Efnahags- og myntbandalaginu (Economic and Monetary Union, EMU). En þess eru dæmi að ríki utan ESB hafi fengið leyfi til þess að nota evruna sem gjaldmiðil eins og lesa má um í svari við spurningu um löndin utan ESB.

Á hinn bóginn er ljóst að Evrópusambandið sæi sér tæpast hag í því að leyfa úrsagnarríki beinlínis að velja og hafna úr þeim samningsatriðum sem það vill hafa í gildi eftir úrsögn, þegar kæmi að því að semja um framtíðartengslin. Ef samningsskilyrðin yrðu úrsagnarríkinu of hagstæð gæti það annars vegar gert hótunina um úrsögn að beittu vopni aðildarríkja í samningaviðræðum innan ESB, og hins vegar gæti það orðið til þess að önnur aðildarríki kysu að fylgja fordæmi úrsagnarríkisins.

Ekkert aðildarríki hefur fram til þessa gengið úr Evrópusambandinu þótt rætt hafi verið um slíkt í ýmsum löndum. Árið 1975, tveimur árum eftir að Bretar urðu aðilar að EBE, stóð Verkamannaflokkurinn fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina. Spurt var hvort Bretland ætti áfram að vera í Efnahagsbandalagi Evrópu og svöruðu 67,2% játandi en kosningaþátttaka var 65%. Haustið 1981, nokkrum mánuðum eftir að Grikkir urðu aðilar að ESB, tilkynnti Sósíalistaflokkurinn (PASOK) að haldið yrði þjóðaratkvæði um úrsögn ef hann kæmist til valda. Flokkurinn sigraði í næstu kosningum en ekkert varð úr þjóðaratkvæðagreiðslunni þar sem gríski forsetinn, sem var hlynntur aðildinni að ESB, gaf ekki leyfi fyrir því að hún yrði haldin. Í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór 23. júní 2016 kaus meirihluti Breta að segja sig úr Evrópusambandinu.

Grænlendingar urðu aðilar að ESB sem hluti af Danmörku árið 1973, þrátt fyrir að meirihluti þeirra greiddi atkvæði á móti aðild í þjóðaratkvæði sem haldið var í Danaveldi að undanskildum Færeyjum. Árið 1979 fengu Grænlendingar heimastjórn frá Dönum og urðu sjálfstæður hluti Danska Konungsríkisins. Þremur árum síðar gengu Grænlendingar aftur til atkvæðis um aðildina að ESB. Kosningaþátttaka var 75% og greiddu 53% atkvæði með úrsögn.

Í kjölfarið hófust samningaviðræður við ESB um úrsögn, með milligöngu Dana. Viðræðunum lauk með sérstöku samkomulagi um sjávarútvegsmál auk þess sem Grænland varð eitt landa og yfirráðasvæða handan hafsins (e. overseas countries and territories) en á milli þeirra og ESB gilda sérstakir samstarfssamningar (e. association agreements).

Úrsögn Grænlands árið 1985 var hins vegar ekki jafngild úrsögn aðildarríkis, enda hafði landið ekki átt sjálfstæða aðild að ESB, og úrsögnin hafði til dæmis engin áhrif á atkvæðavægi Danmerkur í stofnunum sambandsins - ekki frekar en aðskilnaður Alsír frá Frakklandi árið 1962.

Heimildir:

Mynd:

Upprunalega spurningin var:
Ef Ísland gengur í Evrópusambandið er þá engin leið út - hvorki fræðilega né raunverulega?


Þetta svar var lítillega uppfært 24.6.2016.

Höfundur

Þórhildur Hagalín

Evrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins

Útgáfudagur

7.7.2011

Spyrjandi

Inga Sigrún Atladóttir

Tilvísun

Þórhildur Hagalín. „Geta aðildarríki ESB gengið úr sambandinu?“ Vísindavefurinn, 7. júlí 2011, sótt 16. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60134.

Þórhildur Hagalín. (2011, 7. júlí). Geta aðildarríki ESB gengið úr sambandinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60134

Þórhildur Hagalín. „Geta aðildarríki ESB gengið úr sambandinu?“ Vísindavefurinn. 7. júl. 2011. Vefsíða. 16. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60134>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geta aðildarríki ESB gengið úr sambandinu?
Lengi var deilt um það hvort aðildarríkjum Evrópusambandsins væri heimilt að ganga úr sambandinu eða ekki. Með Lissabon-sáttmálanum frá 2009 voru hins vegar tekin af öll tvímæli um lagalegan rétt aðildarríkja til úrsagnar. Enginn vafi leikur þó á því að úrsögn aðildarríkis, sérstaklega evruríkis, yrði afar flókin í framkvæmd og varla möguleg nema með samkomulagi. – Engin dæmi eru um að aðildarríki hafi sagt sig úr Evrópusambandinu. Grænland, sem sagði sig úr ESB árið 1985 eftir að hafa gengið í sambandið sem hluti af Danmörku árið 1973, var ekki sjálfstætt aðildarríki. Í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór 23. júní 2016 kaus meirihluti Breta að segja sig úr Evrópusambandinu.

***

Samkvæmt ákvæðum Lissabon-sáttmálans um úrsögn (50. grein sáttmálans um Evrópusambandið) skal aðildarríki sem vill segja sig úr ESB tilkynna það leiðtogaráðinu. Ráðið styðst þá við viðmiðunarreglur leiðtogaráðsins og gerir fyrir hönd sambandsins samning við viðkomandi ríki um það hvernig staðið skuli að úrsögn þess og framtíðartengslum við sambandið. Að fengnu samþykki Evrópuþingsins tekur ráðið ákvörðun um samninginn með auknum meirihluta.

Á gildistökudegi samnings um úrsögn eða, ef enginn slíkur samningur liggur fyrir, þegar tvö ár eru liðin frá tilkynningu um úrsögn, falla samningar viðkomandi ríkis við ESB úr gildi. Ef fyrrum aðildarríki óskar eftir því að ganga aftur í sambandið gildir um það sama málsmeðferð og hvert annað nýtt umsóknarríki.

Eftirtektarvert er að ákvæðið kveður bæði á um möguleikann til að semja um úrsögn við ESB, sem leggur þannig á vissan hátt blessun sína yfir úrsögnina, og um rétt aðildarríkja til einhliða úrsagnar.

Fyrir tilkomu Lissabon-sáttmálans voru skiptar skoðanir um það hvort aðildarríki hafi haft lagalegan rétt til einhliða úrsagnar. Í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór 23. júní 2016 kaus meirihluti Breta að segja sig úr Evrópusambandinu.

Fyrir tilkomu Lissabon-sáttmálans voru skiptar skoðanir um það hvort aðildarríki hafi haft lagalegan rétt til einhliða úrsagnar. Annars vegar var því haldið fram, að fullvalda ríki væru alltaf frjáls að því að nýta sér óskoraðan rétt sinn til þess að hætta við alþjóðlegar skuldbindingar, þar með talið að ganga úr ESB. Hins vegar var talið að skorturinn á úrsagnarákvæði í samningunum um ESB, fram að Lissabon-sáttmálanum, hafi verið vísvitandi og borið vitni um ævarandi skuldbindingu aðildarríkjanna við markmið ESB og óafturkallanleika evrópska samrunaferlisins, sem sé ósamræmanlegt einhliða rétti til úrsagnar.

Það er engum vafa undirorpið að einhliða úrsögn úr ESB, án samninga um framtíðartengsl þess við sambandið, yrði nær ómögulegt verkefni að leysa úr, enda hefði það áhrif á réttindi og skyldur einstaklinga og lögpersóna bæði innan og utan þess lands sem um væri að tefla. Þannig hefði úrsögn Íslands úr ESB ekki sjálfkrafa í för með sér að allt yrði eins og áður var. Ísland væri ekki lengur í EFTA og ætti þar með ekki aðild að Evrópska efnahagssvæðinu sem veitir aðgang að innri markaði ESB og tryggir frjálst flæði fjármagns, vara, þjónustu og fólks innan svæðisins. Hins vegar má til dæmis nefna Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO). Þótt ESB eigi aðild að henni og sitji þar við samningaborðið fyrir hönd aðildarríkja sinna þá eiga ríkin sjálf einnig aðild að stofnuninni og eru því sjálfstætt aðilar að samningum sem gerðir eru á þeim vettvangi.

Áður en einhliða úrsögn aðildarríkis úr ESB tekur gildi hefur viðkomandi ríki tvö ár til að semja um framtíðartengsl sín við ESB. Þannig mætti hugsa sér að land, sem þegar hefði tekið upp evruna sem gjaldmiðil, gæti tekist að semja um áframhaldandi notkun hennar jafnvel þótt úrsögn úr ESB hefði sjálfkrafa í för með sér úrsögn úr Efnahags- og myntbandalaginu (Economic and Monetary Union, EMU). En þess eru dæmi að ríki utan ESB hafi fengið leyfi til þess að nota evruna sem gjaldmiðil eins og lesa má um í svari við spurningu um löndin utan ESB.

Á hinn bóginn er ljóst að Evrópusambandið sæi sér tæpast hag í því að leyfa úrsagnarríki beinlínis að velja og hafna úr þeim samningsatriðum sem það vill hafa í gildi eftir úrsögn, þegar kæmi að því að semja um framtíðartengslin. Ef samningsskilyrðin yrðu úrsagnarríkinu of hagstæð gæti það annars vegar gert hótunina um úrsögn að beittu vopni aðildarríkja í samningaviðræðum innan ESB, og hins vegar gæti það orðið til þess að önnur aðildarríki kysu að fylgja fordæmi úrsagnarríkisins.

Ekkert aðildarríki hefur fram til þessa gengið úr Evrópusambandinu þótt rætt hafi verið um slíkt í ýmsum löndum. Árið 1975, tveimur árum eftir að Bretar urðu aðilar að EBE, stóð Verkamannaflokkurinn fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina. Spurt var hvort Bretland ætti áfram að vera í Efnahagsbandalagi Evrópu og svöruðu 67,2% játandi en kosningaþátttaka var 65%. Haustið 1981, nokkrum mánuðum eftir að Grikkir urðu aðilar að ESB, tilkynnti Sósíalistaflokkurinn (PASOK) að haldið yrði þjóðaratkvæði um úrsögn ef hann kæmist til valda. Flokkurinn sigraði í næstu kosningum en ekkert varð úr þjóðaratkvæðagreiðslunni þar sem gríski forsetinn, sem var hlynntur aðildinni að ESB, gaf ekki leyfi fyrir því að hún yrði haldin. Í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór 23. júní 2016 kaus meirihluti Breta að segja sig úr Evrópusambandinu.

Grænlendingar urðu aðilar að ESB sem hluti af Danmörku árið 1973, þrátt fyrir að meirihluti þeirra greiddi atkvæði á móti aðild í þjóðaratkvæði sem haldið var í Danaveldi að undanskildum Færeyjum. Árið 1979 fengu Grænlendingar heimastjórn frá Dönum og urðu sjálfstæður hluti Danska Konungsríkisins. Þremur árum síðar gengu Grænlendingar aftur til atkvæðis um aðildina að ESB. Kosningaþátttaka var 75% og greiddu 53% atkvæði með úrsögn.

Í kjölfarið hófust samningaviðræður við ESB um úrsögn, með milligöngu Dana. Viðræðunum lauk með sérstöku samkomulagi um sjávarútvegsmál auk þess sem Grænland varð eitt landa og yfirráðasvæða handan hafsins (e. overseas countries and territories) en á milli þeirra og ESB gilda sérstakir samstarfssamningar (e. association agreements).

Úrsögn Grænlands árið 1985 var hins vegar ekki jafngild úrsögn aðildarríkis, enda hafði landið ekki átt sjálfstæða aðild að ESB, og úrsögnin hafði til dæmis engin áhrif á atkvæðavægi Danmerkur í stofnunum sambandsins - ekki frekar en aðskilnaður Alsír frá Frakklandi árið 1962.

Heimildir:

Mynd:

Upprunalega spurningin var:
Ef Ísland gengur í Evrópusambandið er þá engin leið út - hvorki fræðilega né raunverulega?


Þetta svar var lítillega uppfært 24.6.2016.

...