
Í þessu skoti úr kvikmyndinni sést Salieri aðstoða Mozart, á dánarbeði hins síðarnefnda, við að semja sálumessu. Í raunveruleikanum var það nemandi Mozarts, Franz Xavier Süssmayr, sem fullgerði sálumessu hans en þó ekki fyrr en eftir andlát tónskáldsins; engar heimildir eru um að þeir hafi starfað saman að verkinu á meðan Mozart var enn á lífi.

Í Amadeus sjást Mozart og Salieri stjórna hljómsveitum með nútíma stjórnunartækni, en hún tók ekki að mótast fyrr en á 19. öld.
- Hversu mörg tónverk samdi Mozart? eftir HMS.
- Tengjast verk Mozarts tónlist Bachs og Beethovens? eftir Karólínu Eiríksdóttur.
- Jane Perry-Camp. Amadeus and Authenticity. Eighteenth-Century Life 9 (1984), 116-119.
- Robert L. Marshall. Film as Musicology: Amadeus. Musical Quarterly 81 (1997), 173-179.
- Maynard Solomon. Mozart – A Life. New York: HarperCollins, 1995.
- Myndirnar eru fengnar af síðunni Amadeus. Adoro Cinema.