Sólin Sólin Rís 07:36 • sest 18:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:31 • Síðdegis: 21:58 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:17 • Síðdegis: 15:54 í Reykjavík

Hvað skilgreinir emo-fyrirbrigðið í tísku og tónlist?

Anna Jóna Dungal

Hugtakið emo náði upprunalega nær aðeins yfir tiltekna tegund pönktónlistar sem átti rætur að rekja til tónlistarhreyfingarinnar í Washington D.C. í Bandaríkjunum á níunda áratug síðustu aldar. Heitið er tilkomið vegna þess að sviðsframkoma emo-tónlistarmanna þótti oft tilfinningaþrungin (e. emotional). Smám saman víkkaði þó merking orðsins út, og nú er svo komið að erfitt er að segja til um hvað tónlistarmenn sem flokkaðir eru saman undir þessu merki eiga í raun sameiginlegt. Á síðustu árum hafa menn einnig farið að nota hugtakið emo um fleira en bara tónlist.

Fólk sem skilgreinir sjálft sig sem emo er oft mjög meðvitað um tilfinningar sínar og finnst stundum eins og heimurinn sé á móti því. Unglingar virðast gjarnan samsama sig slíkum hugsunarhætti og er lítið um emo fólk yfir tvítugu. Tónlist skiptir miklu máli í þessum lífstíl, en aðallega er um að ræða pönk, rokk og óhefðbundna (e. indie) tónlist. Samkvæmt staðalmyndum eru emo-einstaklingar oft þunglyndir eða þykjast vera það. Þeir eiga það til að skaða sjálfan sig og skrifa sorgleg og þung ljóð um hvað þeim líður illa. Einnig eru þeir frekar feimnir og hlédrægir.

Í emo-klæðnaði er mikið um dökka liti, röndótt föt (þá aðallega svart og rautt eða svart og blátt) og hljómsveitarboli. Einnig er algengt að fötin séu notuð (e. vintage), og er yfirbragðið oft mjög sjúskað. Þröng föt eru líka vinsæl, sérstaklega hjá strákum og eru þeir þá gjarnan í of litlum peysum og þröngum buxum, jafnvel sem sniðnar eru á stelpur. Svartir Converse All-Stars skór eru mjög vinsælir en einnig er algengt að ganga um í svörtum klossum eða hermannaskóm.

Til eru svokallaðar emo-hárgreiðslur. Einkennandi er svart hár sem hylur andlitið, oft með rauðum, fjólubláum eða brúnum strípum. Svartur augnblýantur er mjög vinsæll hjá báðum kynjum, jafnt sem gatanir í andliti og eyrum. Algengt er að gata nef, eyru, varir eða augabrúnir. Einnig er sumt emo-fólk með svokallað 'tunnel' en þá er járnsívalningur settur í gegnum gat á eyrnasneplinum til að stækka hann.

Heimildir og myndir

  • Emo (slang). Wikipedia: The Free Encyclopedia.
  • Emo (music). Wikipedia: The Free Encyclopedia.
  • Fyrri myndin er fengin af síðunni Emo hair. Living With Style Forums.
  • Seinni myndin er fengin af síðunni Emo. Urban Dictionary.


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006.

Höfundur

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

19.6.2006

Spyrjandi

Karl Guðmundsson, Andrea Sif Sigurðardóttir

Tilvísun

Anna Jóna Dungal. „Hvað skilgreinir emo-fyrirbrigðið í tísku og tónlist?“ Vísindavefurinn, 19. júní 2006. Sótt 1. október 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=6023.

Anna Jóna Dungal. (2006, 19. júní). Hvað skilgreinir emo-fyrirbrigðið í tísku og tónlist? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6023

Anna Jóna Dungal. „Hvað skilgreinir emo-fyrirbrigðið í tísku og tónlist?“ Vísindavefurinn. 19. jún. 2006. Vefsíða. 1. okt. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6023>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað skilgreinir emo-fyrirbrigðið í tísku og tónlist?
Hugtakið emo náði upprunalega nær aðeins yfir tiltekna tegund pönktónlistar sem átti rætur að rekja til tónlistarhreyfingarinnar í Washington D.C. í Bandaríkjunum á níunda áratug síðustu aldar. Heitið er tilkomið vegna þess að sviðsframkoma emo-tónlistarmanna þótti oft tilfinningaþrungin (e. emotional). Smám saman víkkaði þó merking orðsins út, og nú er svo komið að erfitt er að segja til um hvað tónlistarmenn sem flokkaðir eru saman undir þessu merki eiga í raun sameiginlegt. Á síðustu árum hafa menn einnig farið að nota hugtakið emo um fleira en bara tónlist.

Fólk sem skilgreinir sjálft sig sem emo er oft mjög meðvitað um tilfinningar sínar og finnst stundum eins og heimurinn sé á móti því. Unglingar virðast gjarnan samsama sig slíkum hugsunarhætti og er lítið um emo fólk yfir tvítugu. Tónlist skiptir miklu máli í þessum lífstíl, en aðallega er um að ræða pönk, rokk og óhefðbundna (e. indie) tónlist. Samkvæmt staðalmyndum eru emo-einstaklingar oft þunglyndir eða þykjast vera það. Þeir eiga það til að skaða sjálfan sig og skrifa sorgleg og þung ljóð um hvað þeim líður illa. Einnig eru þeir frekar feimnir og hlédrægir.

Í emo-klæðnaði er mikið um dökka liti, röndótt föt (þá aðallega svart og rautt eða svart og blátt) og hljómsveitarboli. Einnig er algengt að fötin séu notuð (e. vintage), og er yfirbragðið oft mjög sjúskað. Þröng föt eru líka vinsæl, sérstaklega hjá strákum og eru þeir þá gjarnan í of litlum peysum og þröngum buxum, jafnvel sem sniðnar eru á stelpur. Svartir Converse All-Stars skór eru mjög vinsælir en einnig er algengt að ganga um í svörtum klossum eða hermannaskóm.

Til eru svokallaðar emo-hárgreiðslur. Einkennandi er svart hár sem hylur andlitið, oft með rauðum, fjólubláum eða brúnum strípum. Svartur augnblýantur er mjög vinsæll hjá báðum kynjum, jafnt sem gatanir í andliti og eyrum. Algengt er að gata nef, eyru, varir eða augabrúnir. Einnig er sumt emo-fólk með svokallað 'tunnel' en þá er járnsívalningur settur í gegnum gat á eyrnasneplinum til að stækka hann.

Heimildir og myndir

  • Emo (slang). Wikipedia: The Free Encyclopedia.
  • Emo (music). Wikipedia: The Free Encyclopedia.
  • Fyrri myndin er fengin af síðunni Emo hair. Living With Style Forums.
  • Seinni myndin er fengin af síðunni Emo. Urban Dictionary.


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006....