Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er Guffi?

Aðrir spyrjendur eru: María J., Guðni Líndal, Hákon Arnarson og Benjamín Sigurgeirsson.

Teiknimyndapersónan Guffi er hundur, en ólíkt hundum eins og Plútó er Guffi gerður mannlegur; hann getur bæði talað og gengið uppréttur. Guffi er vinur Mikka músar og er aðstoðarmaður hans í mörgum svaðilförum. Hann er góðhjartaður en ekkert sérlega gáfaður og er einstaklega seinheppinn og klaufalegur. Á upprunatungumálinu ensku þýðir nafnið hans (Goofy) einmitt 'aulalegur' eða 'vitleysislegur'.

Guffi er hugarfóstur Walt Disney fyrirtækisins og kom fyrst fram í teiknimyndinni Mickey's Revue 25. maí árið 1932. Þar var hann þó ólíkur þeim Guffa sem við þekkjum nú, því hann var sýndur sem gamall og gráskeggjaður karl að nafni Dippy Dawg (sem sjá má á mynd til hægri). Eitt einkenni Dippys hefur þó haldist, og það er hinn sérkennilegi hlátur hans. Einnig sást hann japla á jarðhnetum, en Guffi bryður einmitt jarðhnetur til að breytast í ofurhetjuna Ofur-Guffa.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og myndir


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006.

Útgáfudagur

20.6.2006

Spyrjandi

Líney Jónasdóttir

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

Heiða María Sigurðardóttir

doktor í taugavísindum

Tilvísun

Aron Eydal Sigurðarson og Heiða María Sigurðardóttir. „Hvað er Guffi?“ Vísindavefurinn, 20. júní 2006. Sótt 21. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=6024.

Aron Eydal Sigurðarson og Heiða María Sigurðardóttir. (2006, 20. júní). Hvað er Guffi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6024

Aron Eydal Sigurðarson og Heiða María Sigurðardóttir. „Hvað er Guffi?“ Vísindavefurinn. 20. jún. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6024>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sumarliði Ragnar Ísleifsson

1955

Sumarliði R. Ísleifsson er lektor í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa snúið að atvinnu- og félagssögu Íslands og beinst að ímyndum Íslands og Íslendinga og hvernig þær hafa tengst viðhorfum til Grænlands.