Teiknimyndapersónan Guffi er hundur, en ólíkt hundum eins og Plútó er Guffi gerður mannlegur; hann getur bæði talað og gengið uppréttur. Guffi er vinur Mikka músar og er aðstoðarmaður hans í mörgum svaðilförum. Hann er góðhjartaður en ekkert sérlega gáfaður og er einstaklega seinheppinn og klaufalegur. Á upprunatungumálinu ensku þýðir nafnið hans (Goofy) einmitt 'aulalegur' eða 'vitleysislegur'.
Guffi er hugarfóstur Walt Disney fyrirtækisins og kom fyrst fram í teiknimyndinni Mickey's Revue 25. maí árið 1932. Þar var
hann þó ólíkur þeim Guffa sem við þekkjum nú, því hann var sýndur sem gamall og gráskeggjaður karl að nafni Dippy Dawg (sem sjá má á mynd til hægri). Eitt einkenni Dippys hefur þó haldist, og það er hinn sérkennilegi hlátur hans. Einnig sást hann japla á jarðhnetum, en Guffi bryður einmitt jarðhnetur til að breytast í ofurhetjuna Ofur-Guffa.
Frekara lesefni á Vísindavefnum
- Á Andrés önd nafn á öllum tungumálum? eftir Arnór Má Arnórsson og Þorstein Baldvin Jónsson.
- Hvers vegna er Andrés Önd alltaf með handklæði vafið utan um sig þegar hann kemur úr sturtu? eftir ritstjórn.
- Goofy. Wikipedia: The Free Encyclopedia.
- Goofy character history. Disney Archives. Disney Online.
- Super Goof. Wikipedia: The Free Encyclopedia.
- Mynd af nýja Guffa er af Geocaching Forum.
- Mynd af gamla Guffa er af Image:Goofy Debut.PNG. Wikipedia: The Free Encyclopedia. Báðar myndir eru í eigu Walt Disney fyrirtækisins.
Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006.